Vikan

Útgáva

Vikan - 25.11.1965, Síða 2

Vikan - 25.11.1965, Síða 2
> í FULLRI HLVÖRII Agaleysið og afleiöingar þess Allir hugsandi menn hafa þung- ar áhyggjur af því sívaxandi böli, sem umferðarslysin eru og því, sem þeim fylgir: Dauðsföll og sorgir, meiðsli og þjáningar, skemmdir og tjón. Menn sjá, að ekki er hægt að láta við svo bú- ið standa, en það gengur erfið- Jega að komast fyrir ræturmeins- ins. Umferðarnefnd hefur unnið af miklu kappi og gert virðingar- verðar tilraunir til þess að , benda vegfarendum á hætturn- ar. Jafnvel stillt upp sundur- knúsuðum bílhi'æum við stræti og gatnamót. Ekki virtist það hafa hina langþráðu, æskilegu lausn í för með sér; aldrei urðu árekstrar fleiri en rétt á eftir. Þegar öllum blöskraði þessi grimmilegi tollur, þá var fram- kvæmd rannsókn, sem leiddi það helzt í ljós, að millibil væri yfir- leitt of lítið á milli bílanna í umferðinni. Ekki varð þetta samt til þess að ökumenn breikkuðu þetta bil fremur en að bílhræin hræddu menn frá því að aka fullir. Samkvæmt mannlegu eðli er það svo, að enginn ætlar að láta henda sig slys, jafnvel þótt hann aki fullur. Menn eru ævinlega fyrirfram ákveðnir í því að láta ekkert koma fyrir. Þessvegna væri jafnvel gagnslaust að raða bílhræjum meðfram umferðar- götum. Orsakirnar eru ekki fyrst og fremst stutt bil á milli bíla, heldur það almenna agaleysi og taumleysi, sem allsstaðar verður vart við í þjóðfélaginu. íslendingar eru frá fornu fari svo vanir að pukrast hver í sínu horni og aðhafast þar það sem þeim sýnist, að lög og reglur fjölbýlisins virðast ætla að verða harðar undir tönn. í umferðinni þjösnast hver áfram eins og hann eigi einn götuna eða veginn og heldur þeim hraða, sem honum sýnist. Það er engin von til þess að umferðarslysum fækki, með- an foreldrar ráða ekki yfir börn- um sínum og kennarar geta ekki haldið uppi aga í kennslustund- um. Þegar þetta unga og óagaða ^ fólk vex upp, þá heldur það á- fram að gera það sem því sýnist og ekki sízt í umferðinni. Það má halda áfram að skipa alls- " konar nefndir og þær geta hald- ið áfram að komast að þeirri niðurstöðu, að bilið sé of mjótt. Samt sem áður mun engin lausn finnast og manntjón og eigna- tjón aukast með ári hverju, þar til landsmönnum hefur verið kennt að sýna tillitssemi í dag- legri umgengni, jafnt í umferð- inni sem annarsstaðar. GS- 2 VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.