Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 5
jafn vitlaus. I frumtexta hét sag- an hinu þriðja nafni, og það var sú útgáfa, sem þú last í fyrra- vetur. Nafn okkar er hins vegar eftir hinni sænsku útgáfu, sem er nokkuð frábrugðin, eins og þú munt hafa komizt að raun um. — Það hefur verið reynt að hafa svona möppur á boðstólum, en enn sem komið er hefur það ekki gefið svo góða raun, að henta þyki að taka það upp að nýju. SVAR TIL P 241: Ég myndi ráðleggja þér að skrifa embætti lögreglustjórans í Rvík og senda bréfið í ábyrgðarpósti. Þannig getur þú komizt fyrir um, hvort bréfið hefur komizt á leið- arenda eða ekki, og ég trúi ekki, að lögreglustjóraembættið sýni þann dónaskap að svara ekki þeim bréfum, sem það fær með beiðni um upplýsingar. SVEITALEG SVEITAMENNSKA. Góða Vika! Tvö orð um sveitamennskuna: Eruð þið ekki meiri menn en svo, að þið álítið allt óviðeigandi og álappalegt, sem kemur úr sveit- um? Þið eruð sífellt klifandi á sveitamennsku eins og hún sé eitthvað, sem borgarbúar geta farið til að horfa á á sunnudög- um út í sveit eða sjái á stjái í kringum Sambandið, Mjólkurfé- lagið og Búnaðarbankann! Blað, sem er vant að virðingu sinni, getur ekki leyft sér að vera sí- fellt að klifa á sveitamennsku. Virðingarfyllst Sveitamaður. í Árnabók (— þ.e. íslenzk orða- bók handa skólum og almenn- ingi, ritstjóri Árni Böðvarsson) segir svo, á bls. 693, hægri dálki, og byrjar í 24. línu neðan frá: „Sveita-maður k, bóndi í sveit, maður í (úr) sveit, maður af landsbyggðinni, andr. þorpsbúi, kaupstaðarbúi; (niðrandi) búra- legur, klunnalegur maður, sem kann sig ekki í fjölmenni, heim- óttarlegur maður, —mennska kv, klunnaleg framkoma, það að kunna sig ekki í fjölmenni, það að vera lieimóttarlegur“. Enn- fremur, nokkru ofar: „Sveita- legur 1. 1 búsældarlegur, sem ber vitni um búsæld. 2 heimótt- arlegur, sem ber vitni um að vera óvanur í fjölmenni, kurfs- legur“. Ég vil góðfúslega biðja þá sveitamenm sem enn eru haldnir of mikilli minnimáttar- kennd gagnvart þéttbýlismönn- um, að efna sér í Árnabók og kynna sér merkingu orðanna, áð- ur en þeir skrifa okkur fleiri skammabréf. ANGELIQUE. Góði Póstur! Ég fór þarna á Angelique-kvik- myndina í Austurbæjarbíói um daginn að horfa á Angelique, en mér fannst vera svo miklu sleppt úr sögunni þar, að það var bara ekkert gaman að kvikmyndinni. Svo hef ég heyrt að það eigi að koma önnur Angelique einhvern- tíman í vetur og nú langar mig að spyrja: Er hún verri eða betri eða jafngóð? Ég ætla nefnilega ekki að fara nema að þú segir Póstur, að hún sé betri. Það fer nefnilega í taugarnar á mér þeg- ar það þarf að vera að breyta góðum sögum á bíó. Með fyrirfram þökk. Hvernig er skriftin? Anna. Að minu viti er sú Angelique- kvikmynd, sem verður jólamynd í Austurbæjarbíói, ef allt fer að óskum, betri en sú, sem sýnd var þar í haust. En ég get ómögu- lega skrifað undir, að ekki hafi verið gaman að þeirri í haust. Mér fannst hún mjög góð og ein- mitt breyta lítið frá sögunni. Ég held þú megir óhrædd fara á jólamyndina og sendu mér svo línu og segðu mér, hvernig þér likaði. SKÓSÓLAR OG VÖÐVAFJÖLL. Aðeins nokkur gagnrýnandi orð um skósóla Keflavíkurbítl- anna. Eru þeir virkilega svona óvinsælir skinnin að þeir hafi ekki efni á að kaupa sér nýja skó, en þurfa að ganga á tvísóluðum, eða er þetta kannski bara aug- lýsing fyrir einhvern sunnlenzlt- an skósmið? Og af því ég er byrjuð að skrifa, þá langar mig að segja mitt álit á vöðvakóngunum sem skreyttu blaðið fyrir nokkru, mér finnst þeir „ógeðslegir“. Edda. Það er af þvi að þeir eru svo næmir í fótunum, að ef þeir eru bara á einsóluðu, finna þeir hvort það er króna ellegar túkall, sem þeir stíga á. — Rétt hjá þér, haltu þig frekar við þá, sem hafa viðráðanlega vöðva. ■ fm'mx, WjjtjM, ^I? * -‘.í ‘ mmim íslm Im S iihk ' • . . . m; HÁRÞURRKA HEIMILANNA EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAVÍK VIKAN 47. tl>l.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.