Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 16
Mitzi og rís upp. — Bíddu bara, nú skaltu svei mér fá að heyra! Því að það var sannar- lega saga sem segir sex. Nú skal ég segja þér hvað skeði: Dag nokkurn lá ég hér í dyngju minni, alsæl með tilveruna, þá kom stúlkan mín inn og sagði að það væri frú að spyrja eftir mér. Hvaða frú? Spyr ég. Reglulega fín frú, segir hún. Lét hún þig fá nafnspjald? Nei, hún vildi ekki segja nafn sitt, sagði stúlkan. Ja, því- líkt. Mér var svosem alveg sama og bað stúlk- una að vísa frúnni inn. — Hver heldurðu svo að hafi komið inn. Kona í svartri dragt, með blæju fyrir andlitinu, ekki sérstaklega nýtízkuleg, en hrein og snotur, — hún var mjög alvarleg og hlédræg í framkomu. Hún leiddi lítið barn, svona um það bi! fimm ára, feitlagið, en alveg yndislegt barn. — Hvað ertu að segja! hrópaði Lisl undrandi. — Ég gekk til móts við hana: Frú, hvað get ég gert fyrir yður — viljið þér ekki fá yður sæti? Nei takk, segir hún kuldalega og stendur grafkyrr á miðju gólfi. Þetta er áhrifaríkt, hugsa ég með sjálfri mér. Hún virðir mig fyrir sér um stund og segir ekki orð. Fyrirgefið frú, en hvern hefi ég þann heiður að tala við . . . ? segi ég. Mitzi lýsti þessu öllu af lífi og sál. Hún lék tvö hlutverk. Hún lék bæði sjálfa sig og kon- una í svörtu dragtinni. Lisl kveikti f sígarettu og beið í ofvæni eftir framhaldinu. — Allt í einu sviftir hún blæjunni frá andlit- inu. Sjáðu til, alveg eins og Marfa Stuart, (Mitzi er María Stuart). — Vitið þér hver ég er? — Því miður, mér þykir það leiðinlegt, en ég man ekki til að ég hafi hitt yður, sagði ég. — Ég er barónsfrú Reiffensteinl Ég hlassaðist niður á stól, af einskærri undr- un, en náði mér samt fljótlega og sagði, yfir- lætislega, þú skilur, eins og heimsdama fram í fingurgóma: — En gaman að hitta yður, bar- PERUIRNAR efftir Vlcki Baum í herbergi, sem hérumbil gæti verið dyngja hefðarkonu, ligg- ur hún á hérumbil ekta hlé- barðafeldi. Svo reykir hún tyrk- neska sígarettu úr löngu röri, sem næstum því gæti verið úr ekta onyx. Þannið útbúin miðl- ar hún vinkonunni af lífsreynslu sinni. Stimamjúkir kavalerar! hnussaði Mitzi. — Hlægilegt! Fínir hefðar- menn! Sveiattan! Gefa þeir manni gjafir? Ef til vill einhverja ómerkilega smámuni. Mundu bara eitt, Lisl, segir hún. — Það eru bara heimsk- ar gæsir sem eru heiðarlegar. Lisl sat f hnipri í stórum hægindastól, lítill og grannvaxin, á kafi í silkipúðum, sem ýmist voru ferlega stórir eða pínulitlir, og hún hlust- aði með andakt. Hún var ráðin við litla Metropol- leikhúsið og er mjög auðtrúa og óreynd, enda tók hún allt bókstaflega sem vinkonan sagði henni. — Sjáðu nú hvað ég komst í með hann þarna, náungann, sagði Mitzi, — hann þarna Reiffen- stein! Það var heill reyfari, vinkona, hreinn sorgarleikur . . . — Reiffenstein? Er það ekki hann sem gaf þér perlurnar, segir Lisl og skerpir heyrnina. — Jú reyndar, það voru nú perlur í lagi! sagði 16 VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.