Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 14
Craig lautinant var afar hug- rakkur og mjög vel gefinn. (t stríðs- lok var hann altalandi á frönsku, ítölsku og grísku, þokkalegur í arabísku og þýzku). Allir liðsforingj- arnir og mennirnir, sem voru undir hans stjórn, höfðu mikið álit á hon- um sem framkvæmdamanni". Marshall lagði blaðið aftur á skrifborð yfirlögregluþjónsins og beið. — Er nokkuð, sem þér vilduð spyrja mig um? spurði Seddons. Marshall hikaði. Upplýsingarnar frá flotanum höfðu gefið honum nokkurt ágizkunarefni, annað ekki. Að lokum sagði hann: — Sprengjan, Sir. Maynard gaf mér lista yfir það, sem hún gæti hafa verið. — Jæja? sagði Seddons. Marshall hélt áfram: — Ég held, að þetta hafi verið plastik, Sir. Að þessu sinni brosti yfirlögreglu- þjónninn ekki; hann flissaði. — Hversvegna? spurði hann. — Craig rak skipafélag, svaraði Marshall. — Skipin hans voru flæk- ingar. Þau sigldu með endilangri strönd Norður-Evrópu og Norður- landanna, síðan aftur niður yfir Norðursjóinn og út á Atlantshaf — Frakkland — Spán — og síðan nið- ur að Miðjarðarhafi. Hér er ein táknræn ferð, Sir: Hann tók vasa- bók og opnaði hana: — Þetta er ein ferð Rose of Tralee frá síðasta ári: Danzig, Hamborg, Antwerpen, Rabat. Rabat er í Marokkó, Sir. í Danzig fermdi Rose of Tralee land- búnaðarvélar og skó frá Tékkóslóv- akíu. í Hamborg tóku þeir um borð bíla, saumavélar og íþróttatæki. Skónum var skipað upp í Antwerp- en. Vélarnar og Iþróttatækin fóru til Rabat. Marshall þagnaði og dró andann djúpt. Það sem hann ætl- aði að segja núna, það sem hann varð að segja, myndi klingja sí- fellt í eyrum hans, ef hann hefði rbngt fyrir sér. Að lokum sagði hann: — Ég held, að farmskrár hans hafi ekki sagt sannleikann. Ég held, að landbúnaðarvélarnar og íþróttatækin hafi verið vopn handa alsírskum uppreisnarmönnum. Sedd- ons sagði ekkert og Marshall hélt áfram. — Ég efast um, að Sir Geof- frey Gunter hafi vitað nokkuð um þetta. Craig lét hann sennilega ekki hafa nema þessa smámuni, sem skipafélaginu bar fyrir flutninginn, en hélt sjálfur hinni gífurlegu á- hættuþóknun fyrir vopnaflutning- Ný frambaldssaga 2. hluti efftip James Munro Einkaréttur á íslandi: VIKAN. Sagan er tileinkuð Burt og Caroline. ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ. Charlie Green, ungur auðnuleysingi, fer út til að setja bíl mágs síns í gang. Mágur hans, John Craig er ríkur framkvæmdastjári skipafélags, sem er í eigu Sir Geoffreys Gunter. Sprenging verður í bílnum, svo gífur- leg aS maðurinn tætist í sundur og er algerlega óþekkjanlegur. John Craig finnur konu sína, sem ekki hefir verið sérlega geðfelld, liggjandi meðvitundarlausa á gólfinu í stofu sinni. Sjálfur fer hann á mótorhjóli mágs síns í burtu, sprengir hjólið i loft upp. Og hverfur . . .! Leynilögreglumennirnir Marshall og Hoskins eru að hefja leit að Charlie Green, því að það er álitið að sá sem fórst í sprengingunni hafi verið John Craig. Frú Craig er ennþá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu og Brady læknir telur vafasamt að hún fái minnið aftur. Lögreglumennirnr hafa rannsakað skrifstofu Craigs og notið aðstoðar einkaritara hans, ungfrú Cross, sem ber mjög hlýjan hug til húsbónda sfns... ana. — Og það er eitt enn. Craig talaði grísku, frönsku og arabisku. A hverju ári fór hann utan í sex vikur til að ræða við viðskipta- vini. Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðstöðu til að reka vopna- smygl, sölu og flutninga. — Áfram, sagði Seddons. — Craig var skipuleggjari. Hann þaulhugsaði hlutina og var tauga- laus. Menn vildu líka fylgja hon- um. Á hverju skipi varð að vera maður, sem hann gat treyst, og maðurinn, sem hann gat treyst, hlaut að vera skipstjórinn. En sá hinn sami varð einnig að treysta dómgreind Craigs. Hann drap fingrum á blaðið frá flotamála- stjórninni. — Ef það er nokkuð að marka þetta. — Af hverju plastik? spurði Seddons. — Frönsku nýlendubúarnir vilja ekki, að menn séu að hjálpa Aröb- unum, sagði Marshall. — Þeir hafa komið á fót sínum eigin stofnunum, A.F.L., og svo framvegis. Þeir eiga einnig sína skæruliðaflokka. Og þeir eru ósvífnir í orrustum. Ofstæk- ismenn. Þeir hafa líka notað mik- ið af sprengiefni. Aðallega plastik. Þessvegna datt mér í hug . . . rödd- in brást honum. — Fyrirgefið, Sir. Ég veit, að þetta hlýtur að hljóma hlægilega. En þetta er það eina, sem fellur við staðreyndirnar. — Það kom maður að finna mig í morgun, sagði Seddons. — Hann var frá Sérdeildinni, flokkaðist und- ir einhverja „skikkju og hníf", sem ég hef aldrei heyrt um. Hann brosti með þolinmæði raunsæismannsins, og að þessu sinn brosti Marshall llka. — Hann var að leita að manni, sagði Seddons. — Það getur verið, en það þarf ekki að hafa verið Craig, sem hann var að svipast um eftir. Hann vissi það ekki. Hann var ekki reiðubúinn að segja mér, hvernig hann ætlaði að komast að því. En hann þarfnaðist mannsins, sem hann var að leita að — þarfn- aðist hans mjög nauðsynlega. Þeg- ar ég sagði honum, að Craig hefði verið myrtur, spurði hann hvort hann hefði orðið fyrir plastiqué. Vitið þér, hvað það þýðir? Það er franska og þýðir „sprengdur ( loft upp með plastiksprengju". Verst, að hann skyldi ekki koma hingað fyrr. Hann brosti til Marshall í þriðja skipti. — Þér hafið unnið gott verk, sagði hann. — Nokkuð fleira? — Já, Sir, sagði Marshall. — Eitt í viðbót. Ég myndi hafa gaman af að hafa upp á bróður frú Craig- — Charlie Green. Hann var sá eini, sem heimsótti Craig reglulega, og það var til þess að fá lánaða hjá honum peninga. — Haldið þér, að hann sé bendl- aður við þetta? spurði Seddons. — Gæti verið, svaraði Marshall- — Að minnsta kosti er hann eina sporið, sem við höfum. Ég hef lýs- ingu á honum, og hann keypti VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.