Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 4
 EF ÞÉR VILJIÐ NJÖTA GÖÐRAR MYNDAR OG HI-FI HLJÖMS, ÞÁ EKCO EÐA PAM SJÖNVARPSTÆKI Lækjargötu 6A — Sími 11360. EKKi SVONA FORVITINN, VINURINN. Ég skrifa þér af því mig lang- ar að vita hvaða efni eru í gömlu tveggja krónu peningunum og einnar krónu peningunum, sem síðast voru gefnir út 1940 eða krónurnar með dönsku kórón- unni. Vilt þú gjöra svo vel að svara mér eins fljótt og þú getur. Með fyrirfram þökk. Hafnfirðingur. Það er ekki nema tvenn til í málinu, kæri Hafnfirðingur. Ann- aðhvort ert þú svo búnnheiðar- legur í alla staði, að þú grípur ekki hvað það er, sem þú ert að spyrja um, — eða þá að þú ert svo frámunalega lævís tilvon- andi svindlari, að engum er fært að sjá í gegn um það — nema mér, auövitað. Sannleikurinn er nefnilega sá, að málmblandan í myntpening- um er ávalt súperleyndarmál rikisins á hverjum tíma. Málm- blandan er nefnilega eitt þeirra atriða, sem notuð eru til að tryggja öryggi myntarinnar. Sama gildir um pappírinn, sem seðlar eru prentaðir á. Ef ríkisstjórnin tæki upp á því að gefa út opinbera tilkynningu um þalð hvernig málmblandan væri í myntinni: 18,7% magnesi- um, 24,9% plumbum, 63,1% aure- um og 3,9% ferrum, þá færu all- ir blandarar af stað með það sama. Eitt aðalráðið gegn myntfölsun er nefnilega það, að mæla, vigta og efnagreina peninginn, til að vita hvort hann sé rétt samsett- ur — og svo beint í steininn með útgefandann. ILLT MEÐ ILLUI Kæra Vika! 1 haust tók umferðanefnd upp á þeim fjanda að sýna flök slysa- bíla víðs vegar um borgina, með- al annars bíl sem nýlega hafði orðið dauðaslys í og var allur blóðugur innan. Ég veit, að svona framferði mótmæla allir heiðar- legir borgarar; þetta er ógeðs- legt ofbeldi gagnvart tilfinning- um annarra. Ég vil taka undir orð Ragnars Ásgeirssonar í dag- blöðunum: Gerið þetta aldrei aft- ur! Til að fyrirbyggja þann misskiln- ing, sem ef til vill gæti legið í orðalagi þessa bréfs, viljum við aðeins taka það skýrt fram, að Vikan á enga sök — eða þökk — á útstillingu slysaflakanna. Hins vegar er til gamall málsháttur, ^ sem er svona: Með illu skal illt út drífa, og hver veit, nema hann sé enn í fullu gildi. HVAÐ ER KVIÐDÓMUR? Kæra Vika! Þakka margar ánægjustundir og fyrirgef þér það sem miður fer hjá þér. Nú langar mig að leggja fyrir þig eina litla spurn- ingu. Við erum hér nokkur sem erum ekki sammála um hvernig kviðdómur er valinn. Hvort hon- um er hóað saman svona hist og her eða hvort þeir sem valdir eru þurfa að hafa einhverjaþekk- ingu á málefnum eða sérmennt- un. Mig langar ekkert til að vita um skriftina og því síður um réttritunina, ég veit allt um það. Með kæru þakklæti fyrir grein- argott svar. H.H.S.M. Kviðdómur er venjulega valinn með því að „hóa saman svona hist og her“, líkt og þegar valið er í kjörstjómir eða eitthvað annað álíka merkilegt starf hér á landi. Kviðdómendur þurfa ekki — og mega raunar helzt ekki — hafa neina sérþekkingu á málunum. Þetta er bara venju- legt alþýðufólk, sem álitið er að háfi þokkalega dómgreind til að bera. Það er kannske valinn einn bakari, bílaviðgerðarmaður, blikksmiður, bókaútgefandi, bankamaður, bensínsölumaður, beykir, bifreiðastjóri, bókbind- ari, byggingarmeistari, barnapía og bítill. Svo er það hausverkur verj- andans — eða sækjandans — að vinza úr kviðdómendum og reka þá frá, sem þegar hafa myndað sér einhverja ákveðna skoðun á málinu, eru skyldir sakbomingi, þekkja hann, eiga hjá honum peninga eða krakka með honum o.s.frv. Þannig getur þetta geng- ið lengi, lengi, þangað til allir eru nokkurnvegin sammála um að kviðdómcndur hafi enga sér- þekkingu á málinu eða persónu- legan áhuga á úrslitum. SVAR TIL E.S., SELFOSSI: Bæði nöfnin eru jafn rétt. Eða £ VIKAN 47. tw. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.