Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 55

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 55
byggingarlist er orðiS að glasp, má einnig segja að illa skipulagðar borgir jafngildi fjöldamorðum". Niðurstaðan verður sú að borgar- arkitekt sá, sem starfi sínu er vax- inn, sér fram á breytingar, sem fara langt fram úr því sem aðrir en örfáir af samtíð hans mundu samþykkja. Mesta böl þessarar ald- ar er ef til vill að vilja haga lífi sínu og starfi eins og heimurinn stæði í stað, þó að það ætti að vera hverjum manni Ijóst, að hann stefnir óðfluga til mjög breyttra hátta. „Það er vegna þess að menn veigra sér við að horfast í augu við hið ókomna, sem þeir mæla hið ókomna á sömu alin og það sem gerðist í gær. Manngerð End- urreisnartímans er horfin, og kem- ur aldrei aftur. Það er gangslaust að harma það. Jafn gagnslaust er að Ifta á þessa spámenn, sem svo mætti kalla hina fremstu arkitekta okkar tfmabils, sem vangaveltu- og hugarburðarspekinga, sem hafi hætt sér út á hálan fs í heilabrot- um sínum. Þeir hafa engu að sfður rétt fyrir sér þó almenningur trúi þeim ekki, þeir hafa gert sitt ýtr- asta til að finna lausn á erfiðum vandamálum, og eiga heimtingu á aðstoð til að koma þessu f fram- kvæmd. Þeir, sem það á fyrir að liggja að búa f borg langa ævi, ættu að reyna að gera sér grein fyrir þvf hve fjarstæð er skipu- lagning borga hér á hnettinum, eins og hún hefur verið og er enn. Af manni sem býr við sult og kulda, getur mikil hætta stafað. Og m.a. þessvegna er ekkert undanfæri að klæða hann, ala og hýsa. Það ligg- ur mikið á. 1 gærdag var eigin- girni munaður. Nú er hún stór- hættuleg. Við skulum votta þeim mönnum virðingu okkar sem hafa tekið sér fyrir hendur að finna ráð til að byggja borgir sem duga munu vel enn um skeið. Og vona að þær verði staðir, þar sem öllum líður vel. .★ Astrid drottning Framhald af bls. 25. þvf henni þótti vænt um tengda- föður sinn og dáði hann mjög. Leopold tók þá við konungdómi, hinn þriðji með því nafni. Astrid varð drottning. Nú var ekki leng- ur fært að hafa aðsetur í Stuyven- burg, og fluttu konungshjónin til hallarinnar Laeken. Langt var um liðið síðan þau höfðu búið f kon- ungshöllinni í Brussel, og fólkið f borginni var þeim fegið. Meðan Astrid var prinsessa, sást hún oft- ast á myndum f vöggustofum, í spítölum, en þó einkum hvar sem einhver þurfti hjálpar við og hugg- unar. En eftir að hún varð drottn- ing lét hún sér enn annara en áð- ur um þá sem hjálparþurfi voru. Hún gaf ekki einungis af eigum sfnum, heldur lét hún óspart f té tfma sinn og aðra aðstoð. Sforsa greifi hafði þessi orð um drottn- inguna: „Allt látbragð hennar, hver svipbrigði, hvert bros, virðist láta Mark II Sfðlfvírka þvottavólln með suðu ★ FLJÓTVIRK: Þar sem Mark II þvottavélin notar ekki að- eins kalt vatn heldur einn- ig heitt, flýtir það mjög fyr- ir upphitun á vatninu í suðu. ★ ÓDÝR í REKSTRI: Rafmagns- hitun á köldu vatni í suðu er dýr. — Mark II þvotta- vélin notar vatnið úr hita- kerfi hússins. — Það er ó- dýrt. ★ FJÖLBREYTTAR ÞVOTTA- STILLINGAR: ★ Stillanlegt hitastig á vatni 100° - 60° - 40° - kalt. * Stillanlegur þvottatími upp í 15 mínútur. ★ Sérstakt þvottakerfi fyr- ir ull og annan við- kvæman þvott. * Stillanlegt vatnsmagn, eftir magni þvottarins. Sparar upphitun á óþara vatnsmagni. 0 .Johnson & Kaaber hf. Sætúni 8. — Sími 24000. Heimilistœhi sf. Hafnarstræti 1. — Sími 20455. f Ijós þessa ósk: „Sjálf er ég ham- ingjusöm, og hvað get ég gert, guð minn, til þess að miðla öðrum áf þessari auðlegð minni". Svo er sagt að árið 1934, þegar mikil neyð var í Belgfu vegna kreppu, sem þá stóð sem hæst, hafi drottningin fengið óvenjulegt bréf svohljóðandi: „Maðurinn minn, sem er atvinnulaus, á nú orðið ekki nokkra flík. Hann er jafnstór hans hátign konunginum, og ég fmynda mér að hann gæti notað niður- lögð föt af honum". Drottningin lét ekki standa á svarinu. Hún útbjó póstböggul og lét senda hann þeg- ar í stað. ÞaS voru mikil vandræði í Belg- fu á þeim árum og verkalýðurinn svalt. Atvinnuleysið varð eigna- lausu fólki mjög þungbært. Astrid drottning skrifaði þá Henry Jaspar, sem var formaður velferðnarnefnd- ar ríkisins, svohljóðandi bréf: „Ég þakka yður fyrir að hafa stuðlað að því með ráðum og dáð að hjálp bærist börnum og full- orðnum, jafnt sem gamalmennum, sem hafa orðið fyrir svo miklum búsifjum af völdum kreppunnar, að þau lifa nú við neyð. Margir menn af ýmsum stéttum þjóðfélagsins, hafa látið sinn skerf af hendi rakna. En betur má ef duga skal. Þeir sem sloppið hafa tiltölu- lega vel munu geta skilið bágindi þess fólks, sem þjáist af kulda, sulti og ekki ósjaldan af sjúkdóm- um sem stafa af ófullnægjandi við- urværi. Kreppan snertir alla, en ég þyk- ist þess fullviss, að allir sem nokk- urs eru megnugir, muni leggja fram sinn skerf. Þó skerfurinn sé ekki stór, safnast þegar saman kemur, og þetta getur aflétt mikilli neyð. Sumir munu gefa peninga, aðrir nauðsynjar . . . Ég veiti sjálf öllum gjöfum við- töku ( höllinni Belle-Vue, öllu því VIKAN 47. tbl. g5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.