Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 9
alheimsleg. Hún hugsaöi um hetjuna í honum, hetjuna, sem var á borð við prinsa ítalska endurreisnartímabilsins, því eins og þeir var hann ungur, sjálfsöruggur, aðlaðandi og unni fegurð og virðingu. Berg- mál raddar hans fylgdi henni eftir. Hann hafði gripið hana fastari tökum með ræðu sinni heldur en hann hafði gert af öllum þeim koss- um, sem hann hafði dreift í kringum hana. IMPERIAL 19. KAFLI Baktiari Bay stökk léttilega i söðulinn. Ceres virtist mjög róleg undir austrænum reiðtygjunum með viðum Istöðum, og leit ekki einu sinni í áttina til Angelique, sem var nýkomin til Surenses. Persnesku reiðmennirnir með rýtingana á bringunni og bjúgsverðin við lendarnar, riðu niður eftir trjágöngunum. Allir héldu þeir á Ijósum stöngum, máluðum með ljósum litum, og mynduðu hálfhring um prins- inn. Hann tók við stöng af hirðsveini sínum, tyllti öðrum enda hennar í vítt, gullbryddað ístaðið og leiddi síðan allan hópinn á eftir sér. Ridd- ararnir hurfu fyrir horn á litla garðinum. Angelique fann til auðmýkingar, af þvi að hún var skilin eftir á þrepum hússins, án þess að nokkuð væri sagt við hana, þótt hún heíði tilkynnt komu sína sama morgun. Agobian, Armeníumaðurinn, sem stóð hjá henni sagði: — Þeir koma aftur. Hérna fyrir framan okkur munu þeir skipta sér í tvær jafn fjölmennar raðir, og síðan sýna þeir burtreiðar. Þetta er gömul íþrótt, sem hermenn okkar hafa æft I aldaraðir. Hans há- göfgi hefur skipulagt þetta yður til heiðurs. Nei, riddararnir höfðu ekki farið lahgt. Það heyrðist til þeirra rétt fyrir utan garðinn, fyrst rólegt tölt, en síðan hratt stökk. Síðan komu þeir í ljós í tveimur röðum, hrópandi og sveiflandi þungum stöngum i loftinu. Sumir voru svo þjálfaðir, að þeir gátu kastað sér undir kvið á hrossinu og komizt aftur I hnakkinn, án þess að koma við jörðina. — Við köllum þessa æfingu dijguits, og sá allra bezti í þeirri íþrótt, er hans hágöfgi sjálfur. En hann sýnir ekki alla sína kunnáttu, af ótta við að skelfa nýja hestinn. Það hlýtur að valda honum nokkqrri óánægju, að geta ekki sýnt yður, hversu fimur hann er, Madame, út- skýrði Armeníumaðurinn. Þegar riddararnir voru komnir að tröppunum, námu báðar fylking- ar mjög snöggt staðar, svo sumir hestanna runnu á snjónum. Rað- irnar komu sér fyrir sin hvorum megin við trjágöngin, eins og tvær óvinafylkingar. Eftir gefnu merki frá Baktiari Bay nálguðust þær hvor aðra; riddararnir sveifluðu stöngum sínum reiðilega; en síðan, um leið og Þeir mættust, renndi hver um sig stönginni undir handlegginn eins og lensu, til að slá andstæðing sinn af baki eða vopnið úr hönd- um hans. Svo skildust raðirnar i sundur, riðu hvor í sína áttina og skullu síðan saman i nýrri keppni. Riddararnir, sem féllu af baki eða misstu vopnin, véku til hliðar. Þrátt fyrir reynsluleysi hestsins, var hans hágöfgi meðal þeirra, sem lengst héldu út, ekki vegna þess að andstæðingar hans sýndu hon- um neina miskunn, heldur vegna þess, að hann var sterkari og fim- ari en þeir. Þegar gerviorrustunni var lokið, reið hann upp að tröpp- unum með bros á brúnu andlitinu. — Hans hágöfgi langar að þér vitið, að þetta hefur verið uppáhalds- íþrótt þjóðar okkar um aldaraðir. Þessi íþrótt var jafnvel til á stjórnunardögum Dariusar konungs. Við höfum líkast til tekið þessa venju upp frá Samarcand, höfuðborg Turkestan, þar sem einu sinni blómgaðist mikil menning Á opinberum vettvangi lét Baktiari Bay sem hann kynni ekki orð í frönsku, og talaði eingöngu með aðstoð túlks. Angelique vildi ekki vera minni manneskja en hann í þessum fræðum. — Franskir riddarar miðaldanna héldu einnig slíkar burtreiðar, sagði hún. — Þeir fluttu íþróttina með sér heim frá Krossferðunum. — Áður en langt um líður, hugsaði Angelique með sér, — ætlar hann að telja mér trú um, að við eigum þeim menningu okkar að þakka. Svo var henni skyndilega Ijóst, að það var satt. Hún vissi í rauninni lítið um það, en hún hafði heyrt nóg til að vita nokkuð um hina fornu menningu. Þar sem Baktiari Bay var afkomandi hinna glæstu Assiríumanna, var honum enn ekki ljóst, að þjóð hans hafði dregizt aftur úr. Angelique gerði sér grein fyrir, að sum umræðuefni voru hættu- laus. Meðal þeirra voru hestar. Hans hágöfgi hrósaði Ceres einu sinni enn. — Hann segist aldrei hafa séð hest í sínu eigin landi, sem væri svo vel taminn og þó svo vel gefinn. Konungur Frakklands hefur sannar- lega heiðrað hann með því að færa honum slika gjöf. Heima hjá okk- ur myndi konungleg prinsessa vera hæfilegt endurgjald fyrir slíkan hest. Angelique sagði að hesturinn væri spánskur. — Mér myndi Þykja mjög gaman að heimsækja það land, sagði ambassadorinn. En hann var ekki illa staddur, þvi starf hans hafði leyft honum að hitta, ekki aðeins valdamesta þjóðhöfðingja vestursins, heldur einnig fegurstu konuna við hirð hans, og það var töluvert. Angelique notfærði sér gott skap hans til að spyrja hann, hvenær hann myndi ganga fyrir þennan mikla þjóðhöfðingja. Baktiari Bay var hugsi. Með andvarpi útskýrði hann, að Það væri að verulegu leyti komið undir stjörnufræðingi hans, og að nokkru leyti því, hversu virðulega yrði tekið á móti honum og föruneyti hans. Meðan þau töluðu gengu þau inn í húsið og inn í stofuna, sem hafði verið endurskreytt í austurlenzkum stíl. Strax og dyratjöldin höfðu fallið á eftir þeim, tók hann til máls á frönsku. — Ég get ekki gengið fyrir konunginn, nema með athöfn, sem sæmir honum, og þeim sem sendi mig. —• Er það ekki það, sem.... stórvesírinn okkar, de Tercy mark- greifi, stakk upp á? — Alls ekki, þrumaði Persinn. — Hann ætlaði að flytja mig eins og fanga í vagni, umkringdan fangavörðum .Og svo sagði hann, þessi andskotans lygari, að ég ætti að kynna mig berhöfðaður fyrir kóng- inum! Það er ekki aðeins óvirðulegt, heldur einnig ósvifið! Við slik tækifæri ætti maður að vera hjúpaður eins og I moskunni frammi fyrir guði sjálfum. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald i nœsta blaöi. RADIOVER S.F. Skólavörðustíg 8 • Reykjavfk - Sími 18525 VIKAN 47. tbL g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.