Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 26
SJONVARPS TÆKI . Sala á sjónvarpstækjum hef- ur farið sívaxandi íReykja- vík undanfarin ár, og nú, þegar íslenzka sjónvarpið fer að taka til starfa, má búast við gífurlegri aukn- ingu í þeim viðskiptum. Það er því kannske ekki úr vegi að reyna að gefa lesendum VIK- UNNAR, sem margir eru vænt- anlegir kaupendur sjónvarps- tækja, nokkurt yfirlit yfir þau helztu sjónvarpstæki, sem nú eru hér á markaðnum, til að auð- velda þeim byrjunarval. Við reyndum í upphafi að afla okkur nokkurra tæknilegra upp- lýsinga um sjónvarpstæki al- mennt, til þess að geta sagt les- endum sem gleggst um þaðhverj- ir séu æskilegastir kostir slíkra tækja, og hverjir óæskilegir. En við lentum strax í erfiðleikum, því bæði var að mönnum ber ekki allskostar saman um hvern- ig tækin eigi að vera, og svo hitt, að blaðamaður VIKUNNAR hafði ekki hugmynd um hvað tæknifræðingarnir voru að fara, frekar en þegar úrsmiður segir fáfróðum manni að miðflóttaafl- ið í óróaásnum hafi slitnað og lagzt á hliðina, og nú sé um að gera að kaupa nýtt miðflóttaafl með 23 steinum, sem einmitt nú fáist á gömiu verði... ■ Þeir ræddu semsagt af alefli um orð eins og „skiptanlega bandbreidd .. skiptanlegar hljóð- gildrur ... skiptanlegt myndhald ... skiptanlega myndstærð .. . 625 línur með 50 riðum, eða 525 línur með 60 riðum — og af- ganginn eftir samkomulagi. Inn í þetta alltsaman blandaðist svo Hæ-Fæ ... Stereó ... FM og últra kúrtz... plötuspilarar, segul- bandstæki, hillur með hjólum, rennilokur, fjarstýringar, skápa- læsingar og G.m.v.h. (*) En kannske er þetta samt ekki eins alvarlegt mál og það sýnist í fljótu bragði, því einn fróðasti verkfræðingur okkar um þessi mál fræddi mig á því að í raun og veru þá væri allt „kramið“ ósköp svipað í flestum þeim tækjum, sem hingað koma. Það mun nefnilega vera svipað með myndlampana eins og galvaní- seraða tútommu með haus, að þeir eru í sannleika sagt allir eins -—• eða allavega ekki svo ólíkir hver öðrum að orð sé á * G.m.v.h. = Guð má vita hvað. gerandi. Hitt er svo annað mál að vafa- laust eru til sjónvarpstæki svo fátæk af tökkum, svissum og kontrólum, að þar er helzt ekki hægt að gera neitt nema setja þau á „On“ eða „Off“, á meðan varla sést í önnur fyrir fínstill- ingum og allskonar pírumpári sem enginn botnar í nema hafa farið á minnst þriggja vikna námskeið. Og má þó teljast al- gjört mínímum. Það er nefnilega oftast ekki sjónvarpið sjálft, sem maður er að kaupa fyrir aleiguna, heldur kassinn után um það, plötuspil- ari, Hæ-Fæ og allt svoleiðis dót, sem hleypir verðinu upp úr öllu valdi. Nei, fróður maður fræddi mig um það, að það sé raunverulega Framhald á bls. 31. Útsölustaðir, greiðsluskilmálar o. fl. GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F., Suðurlandsbraut 16, sími 35200. ílytur inn og selur V-Þýzku BLAUPUNKT sjónvarpstækin. Af Jjeim cru fjölmargar gerðir og verð — miðað við staðgreiðslu — allt. frá kr. 18.358 til 38.824. Grciðslu- skilmálar eru eftir samkomulagi. Ábyrgð á tækjunum er 6 mánuðir. RAF-VAL H.F., Lækjargötu 6 A, sími 11360, flytur inn og selur ensk tæki, EKCO og PAM. Ennfremur hefur fyrirtækið söluumboð fyrir SIERA-tækin, sem Viðtækjaverzlunin flytur inn. Greiðsluskilmálar cru eftir samkomu- lagi. Ábyrgð á EKCO-tækjum er eitt ár á myndaskermi en K ár á öðrum hlutum tækisins. PAM-tækin eru í ábyrgð í 3 tii 12 mánuði. RADIOBÚÐIN, Klapparstig 26, sími 19800 hefur á boðstólum geysifjölbreytt úrval sjónvarpstækja af tveim tegundum: NORDMENDE og ELTRA. Þau fyrrnefndu eru vestur-Þýzk, en ELTRA tækin dönsk. Greiðsluskilmálar eru 'h út og afgangur á 10 mánuðum. Myndlampi tækjanna er í ábyrgð f eitt ár, en annað í sex mánuði. EINAR FARESTVEIT & CO. H.F., Aðalstræti 18, sími 16995. Flytur inn og selur RADIONETTE sjónvarpstæki, sem eru norsk. Þau eru í fjölbreyttu úrvali frá kr. 19.300 tii 49.600. Grciðsluskilmálar 40% út og afgangurinn eft- ir samkomulagi. Ábyrgð er í eitt ár. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN, Bankastræti 10, sími 12852, selur PHILIPS sjónvarpstæki. Greiðsluskilmálar eru 14 út, og afgangurinn á 10 mánuðum, — eða eftir samkomulagi. Ábyrgð er í 3 mánuði. VIÐTÆKJAVERZLUN RÍKISINS, Garðarstræti 2, sími 13822. Flytur inn og selur SIERA sjónvarpstæki, og í framtíðinni sennilega einnig TELEFUNK- EN, sem þó hafa ekki enn verið aðlöguð tilvonandi íslenzku sjónvarpskerfi. Greiðslufrestur hefur verið veittur þegar þess cr sérstaklega óskað, en föst ákvæði þar um ekki til. Ábyrgð er í 8 mánuði. GEORG ÁMUNDASON, Frakkastíg 9, sími 15485, flytur inn og selur RCA sjónvarpstæki frá Bandaríkjunum. Grciðsluskilmálar cftir samkomulagi og ábyrgð er í eitt ár, sem nær til allra hluta tækisins. VÉLAR OG VIÐTÆKI, Laugavcgi 92, sími 12260, selur LUXOR tækin frá Svíþjðð. Verð er allt frá 13 þúsund til 26 þúsund. Greiðsluskilmálar cftir samkomulagi, ábyrgð í eitt ár á myndlampa cn ár á öðrum verksmiðju- göllum. Húsgagnaverzlunin BÚSLÓD, Slsipholti 19, sími 18520, hefur einnig útsölu á LUXOR tækjum. Verð.greiðsluskilmálar og ábyrgð cr sama. IIEIMILISTÆKI S.F., Hafnarstræti 1, sími 20455, hefur söluumboð fyrir SEN sjónvarpstækin, sem sctt eru saman hér á landi. Kassi utan um tæk- in er íslenzkur. Verð tækjanna er frá 16.500 — 20.950. Fyrirtækið selur einnig ARENA tækin frá Danmörku, sem kosta frá 17.500 — 35.500. Greiðslu- skilmálar eru 'A út og afgangurinn á 10 mánuðum. Ábyrgð á öllum tækjum í 6 mánuði. RADIOVER, Skólavörðustíg 8, sími 18525, selur NATIONAL tæki frá Japan, GENERAL og IMPERIAL, í miklu úrvali. Verð cr allt frá kr. 8.900 upp í 46.800. Greiðsluskilmálar 'h út og afgangurinn á 9 mánuðum. Ábyrgð í eitt ár á lampa en 6 mánuði á öðru. VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN, Laugavcgi 178, sími 37674, hefur umboð fyrir tvær sjónvarpsverksmiðjur, Bang & Olufsen í Danmörku (B & O-tæki) og Pye Ltd. í Englandi. Þeir leggja samt aðaláherslu á B & O-tækin og eiga þau I mörgum gerðum. Tækin eru öll með eins árs ábyrgð og hægt að fá þau með 50% útborgun. 2g VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.