Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 53

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 53
Biissmsiiaii! JÖHANNES NORflFJÖRD H.F. hvehfisbdtu 49 og einni dótturdóttur, stórfaliegri hnátu sem kölluð var Charpillon. Hún gerSi þennan suSræna mont- hana svo vitlausan í sér, að hann var kominn á fremsta hlunn með að fremja sjálfsmorð. Þegar hann eitt sinn missti stjóm á skapi sínu og barði Charpillon, lét hún lögregluna hirða hann. Casanova reyndi að hefna sín á þann hátt, sem var einkenn- andi fyrir andlega reisn þessa mannkertis. Hann keypti sér páfagauk og kenndi honum að segja eftirfarandi setningu á frönsku: „Charpillon er meiri mella en móðir hennar“. Um svipað leyti komst hann í kynni við barón nokkurn og hjákonu hans, sem honum leizt forkunn- arvel á. Hann vann fimmhundr- uð sterlingspund af baróninum í fjárhættuspili, tók við tékka sem greiðslu og keypti auk þess hjá- konuna af spilanaut sínum fyrir tíu gíneur. En Lundúnalukka hans reyndist söm við sig, því hjákonan sýkti hann af kynsjúk- dómi, sem hafði nærri því lagt hann í gröfina, og tékkinn reynd- ist falsaður, og lá við að Casa- nova tapaði hálsbeini sínu fyrir þá sök, því á þeirri tíð var eng um silkihöndum tekið á útgef- endum gúmmítékka. Hann komst nauðuglega undan til Frakklands og ráfaði eftir það víða um lönd, uns hann að lokum settis um kyrrt hjá greifa nokkrum í Bæ- heimi, sem tók ástfóstri við Casa- nova vegna meintrar kunnáttu hans í stjörnuspeki. Þar dvaldi hinn mikli kvennaljómi síðustu ár ævinnar, fúll og tirrinn og sí- nöldrandi yfir matnum og ýmis- konar smámunum. Þessutan skrifaði hann minningar sínar, sem áttu eftir að færa honum heimsfrægð, og heilmikla doð- ranta um vísindi, heimspeki og stjórnfræði, sem enginn hefur nokkru sinni nennt að líta í. Vor- ið 1798 gaf hann upp öndina, sjötíu og þriggja ára að aldri og saddur lífdaga. dþ. Borg framtíSarinnar Framhald af bls. 19. Hvað er það þá sem búast má við af þessum mönnum nýrrar ald- ar? Fyrst og fremst hagnýting hins auða rúms ofar jörðu. Borgir framtíðarinnar munu hækka í lofti. Ásamt Robert La Ricolais, prófessor við háskólann í Fíladelf- íu, eru borgararkitektar búnir að hafna þeim hætti, sem jafnan hef- ur þótt sjálfsagður, að hafa borg- arstæði sem aðra vegi jafnhátt jörðu, og leggja nú til að í staðinn komi lóðréttar brautir. „Tengjum húsin hvert öðru". Á öllum skipu- lagsuppdráttum skýtur hin sama hugmynd ætíð upp kollinum; að umferðin skuli fara fram á fleiri en einum fleti, og verði þá að end- ingu því takmarki náð, að hættan á því að farartæki rekizt á, verði ekki framar fyrir hendi, og að unnt sé að hafa á sömu braut ýmsar tegundir farartækja. Þá mundi borgarstræti jafnhá jörðu verða ein- göngu fyrir þá tegund farartækja, sem nú er orðið allmiklu minna metið en áður var, og kölluð hafa verið tveir jafnfljótir, — eða hestar postulanna. Mundi þá sjást þar fátt annað en gangandi menn. Er nokkur ástæða til að kvíða þeim tíma er í framkvæmd komast hugsjónir þessara galdramanna, sem ætla sér að þjappa einni millj- ón manna saman á litlu svæði, til- tölulega fáum fermetrum miðað við allan þann fjölda? Víst ekki. Samt er hér nokkurs að gæta, sem vanda- samt kann að verða: það verður að sjá öllu þessu fólki fyrir hreinu lofti, kyrrð og sólskini. Til þess að það megi takast er ekki nema eitt ráð: að borgir þessar í þrívíðu formi séu látnar hafa lauslega tengingu milli einstakra parta þann- ig að úr verði fullkomlega sam- virk heild. Það er gangslaust að ætla sér að þröngva framtíðarborg- inni inn í umferð eldri borga. í stað skipulags „sniðið við hæfi maura", kemur skipulag „sniðið við hæfi engisprettna". Svona fæð- ist borg framtíðarinnar, hún hrær- ist á aflsviði hins þrívíða rúms. Þegar fram eru komnar flugvélar, sem geta hafið sig beint í loft upp og lent á sama hátt (án brautar) þá verður það vafalaust í háhýs- um og hengihúsum sem mikill hluti þeirrar mergðar, sem illt væri að koma fyrir annars, verður vistað- ur. Og stjórnardeildir, félagsmála- deildir, allt skrifstofubáknið, hvar verður það staðsett? Því verður komið fyrir í feiknamiklum turnum með lendingarpöllum fyrir flugvél- ar. Og landbúnaðurinn verður rek- inn í þessum háborgum, þó ótrú- legt megi virðast. Fjarri fer því að nú sé allt upp talið. Auk þessarar gerðar borga, sem nú var nefnd, munu koma fram brúaborgir, og síðar fIjótandi borgir með keilulaga húsum. Við nokkurskonar siglutré, sem verður 20 m. að þvermáli, verða tjóðraðir með köðlum skemmtistaðir, almenningstorg og garðar. I stað húsa með afarmörgum hæðum, hefur svissneskur málari að nafni Walter Jonas hugsað sér að hafa húsin trektlaga, því með því einu móti, segir hann, er unnt að sjá íbúunum fyrir nægri birtu og losa þá við hávaða og þys frá farartækjum. En umferðin á þá að fara fram á trektinni utanvert eftir gormbrautum sem þeim eru ein- göngu ætlaðar. í hverju trektar- 1 Sjónvörp - Heimilisútvörp - Bílaútvörp - Ferðatæki BLAUPUNKT SÖLUUMBOÐ: Reykjavík: Akranes: Keflavík: Vestm.eyjar: Radíóver sf., Skólavörðust. 8, Verzlunin Öðinn, Stapafell, Jóhann Kristjánsson, Bessast. 10. EINKAUMBOÐ: GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. SuSurlandsbraut 16. — Sími 35200. VIKAN 47. tbl. gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.