Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 51

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 51
Króm-húsgögn Hverfisgötu 82 - Sími 21175 þeirra voru lengi vel bönnuð af yfirvöldunum, ekki einungis vegna þess, hve frjáslega þar var fjallað um kynferðismál, heldur miklu fremur sökum skoðana greifans á þjóðfélagsmálum, sem voru allróttækar og þó nokkuð á undan sínum tíma. Á síðustu árum hafa sum þessara rita því vakið verulega athygli. De Sade markgreifi dó í árslok 1814 og hlaut hægt andlát. Casanova. Hann var samtímamaður de Sades og fríhyggjumaður eins og hann, en að mörgu leyti má það teljast hæpið að skipa þessum ítalska gortara og hræsnara í röð þeirra stórskálka, sem fjallað er um í greinum þessum. Jafnvel þótt útfrá því sé gengið að fjöl- lyndi í kvennamálum sé vonds- legur hlutur, þá hefði frægð landshornamanns þessa fyrir þær sakir naumast orðið meiri en margra annarra, ef hann hefði ekki fundið köllun hjá sér til að tíunda ástarævintýri sín í ævi- minningum þeim, er hann skráði á gamals aldri, svo nákvæmlega sem raun ber vitni um. En jafnvel þótt deila megi um þá ráðstöfun að telja Casanova, sem með réttu eða röngu hefur orðið allra kvennamanna fræg- astur, með verstu illmennum sög- unnar, þá verður tilvist manna sem hans að skoðast heldur ó- æskileg. Hann var ljótur ásýnd- um, nefstór og ennislaus, en út- litið þó innrætinu skárra. Um- gengni hans við konur einkennd- ist af kaldrifjaðri eða næstum hálfvitalegri sjálfselsku og þess- utan stundaði hann í stórum stíl fjárdrátt með ýmiskonar lodd- araskap, einkum spádómum í spil og stjörnur. Giacomo Casanova var fæddur í Feneyjum árið 1725, af fjöl- skyldu, sem þegar var velkunn fyrir brokkgengni í ástamálum. Fyrstu árin var hann alger aum- ingi til sálar og líkama, og tók móðir hans þá það ráð að koma honum í fóstur til galdranornar nokkurrar, sem illu heilii tókst að bseta heilsu hans og útlærði hann auk þess í hverskyns svindl- vísindum. Einnig vakti hún hjá honum kvensemi. Gerðist Gia- como litli fljótlega svo útsláttar- samur, að móðir hans sá þann kost vænstan að koma honum í þjónustu biskupsnokkursíRóma- borg. Þar komst Casanova í fyrsta sinn í kynni við spilabófa og tók auk þess þegar að hafa fé útúr fólki með bragðvísi þeirri, sem nornin hafði kennt honum. Um svipað leyti kynntist hann ábóta nokkrum, de Bernis að nafni, sem hélt við nunnur tvær, og tók hann hinn unga Feneying í félag við sig um þær. Lifði hann nú um hríð í dýrlegum fagnaði, uns senditíkur Rannsóknarréttar- ins í fæðingarborg hans ánærðu hann fyrir að hafa samið ljóð. þar sem gert væri grín að Guði Var lukkuriddarinn mikli þá tek- inn höndum og honum varpað í dýflissu undir sjálfri hertogahöll Feneyja, sem var svo rammg'erð, að fram að þeim tíma hafði eng- um fanga auðnazt að brjótast út úr henni. Casanova tókst það nú samt, og er það líklega eina afrekið, sem vert er að meta hann fyrir. Útbrotið kórónaði hann svo með þeirri takmarkalausu óskamm- feilni, að fela sig næstu nótt heima hjá sjálfum lögreglustjór- anum, sem var auðvitað víðs fjarri að leita strokumannsins! Frá Feneyjum flýði Casanova norður til Þýzkalands og þaðan til Parísar, þar sem félagi hans fyrrverandi, de Bernis ábóti, var þá orðinn utanríkisráðherra Lúð- víks konungs fimmtánda. Þessi frjálslyndi guðsmaður tók alúð- lega við kumpán sínum og bjarg- aði honum um feit embætti hjá franska ríkinu. Stofnaði Casa- nova þá til happdrættis þess, sem lagði grundvöllinn að hinu núverandi franska ríkishapp- drætti, auk þess sem hann flek- aði konur í tugatali, þær yngri VIKAN 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.