Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 25
var klasdd hvítum kjól úr silki, Leopold liðsforingjabúningi. Hann var
25 óra, hún tuttugu og eins.
Fjórum dögum síðar kom Fylgja (svo var hún kölluð heima, en þetta
orð hefur í sænsku svipaða merkingu og orðið hamingja í íslenzku. Aths.
þýð.) í höfn í Antverpen. Menn sóu þessa ungu konu styðjast við borð-
stokkinn annarri hendi, en lyfta hinni til að heilsa. Landgangurinn var
settur út og ungu hjónin föðmuðust áður en þau voru borin ( gullstól upp
á viðhafnarpallinn og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.
Kirkjubrúðkaupið stóð í kirkjunni St. Gudule. Fjórum árum síðar tók
prinsessan, sem þangað til hafði játað lúterstrú, kaþólska trú. Brúðhjón-
in lögðu leið sína til Cote d'Azur (Bláströnd), en létu búa sér heimili í
einni álmu konungshallarinnar í Brussel. En þar höfðust þau sjaldan við
og undu sér bezt í höll, sem kallast Stuyvenberg, og þar var það sem
Herman Teirlick kenndi prinsessunni flæmsku.
11. október 1927 fæddist þeim hjónum dóttir, sem hlaut í skfrninni
nafnið Josephine-Charlotte. „Nú er mér farið að finnast ég vera af þess-
ari þjóð", sagði móðir hennar. Nokkrum vikum síðar sást hertogafrúin
af Brabant aka barnavagni undir kastaníutrjám Avenue Louise. Seinna
sást hún standa á gangstétt innan um fólþð og vera að benda dóttur
sinni á föður hennar þar sem hann gekk f broddi herfylkingar. Með slíku
hispursleysi ávann hún sér vinsældir þegna sinna.
7. september 1930 fæddist þeim sonur, og var skírður Baudouin. Al-
bert fæddist fjórum árum seinna, 6. júní 1934.
í flestum háttum voru þau sem annað samtfðarfólk. Þeim þótti gaman
að spila golf og að ganga á fjöll engu síður en að aka bíl. En mest gam-
an þótti þeim að börnum sínum.
Nokkrum vikum eftir fæðingu yngra sonarins voru hátíðahöld í til-
efni af endurreisn Ypres. Þar var konungurinn einn síns liðs til staðar,
drottningin kom ekki. Hún hafði barnið enn á brjósti, og sagt var að
hún hefði ekki fengizt til að fara vegna þess. Meðal mannkosta hennar
var móðurástin ekki hin sízta.
Hvort sem hún var á ferðalagi í Asíu, í Kongó, eða um aðsetursborg
sína, Brussel, hvort heldur heima eða að heiman, tók hún þátt f störfum
manns síns, aðstoðaði hann á ýmsa lund.
Það var á þessu ári, þegar þau voru á ferðalagi í Sviss, að þeim barst
fregnin um dauðaslysið við Marche-des-Dames. Astrid varð harmi slegin,
Framhald á bls. 55.
Hér er drottningin að leika sér við börnin sín
Þessi mynd er fró árinu 1931. Hér sjóst þaer mæðgurnar, Astrid og Josep-
hine-Charlotte, á baðströndinni í Ostende.
Hér er hún með Albert son sinn í fanginu
Líkfylgdin fer um Rue Royale. Bak við iíkvagninn gengur Leopold einsamall, með hönd
fatla.
;
■