Vikan - 25.11.1965, Side 4
EF ÞÉR VILJIÐ NJÖTA GÖÐRAR
MYNDAR OG HI-FI HLJÖMS, ÞÁ
EKCO EÐA PAM
SJÖNVARPSTÆKI
Lækjargötu 6A — Sími 11360.
EKKi SVONA FORVITINN,
VINURINN.
Ég skrifa þér af því mig lang-
ar að vita hvaða efni eru í gömlu
tveggja krónu peningunum og
einnar krónu peningunum, sem
síðast voru gefnir út 1940 eða
krónurnar með dönsku kórón-
unni.
Vilt þú gjöra svo vel að svara
mér eins fljótt og þú getur.
Með fyrirfram þökk.
Hafnfirðingur.
Það er ekki nema tvenn til í
málinu, kæri Hafnfirðingur. Ann-
aðhvort ert þú svo búnnheiðar-
legur í alla staði, að þú grípur
ekki hvað það er, sem þú ert
að spyrja um, — eða þá að þú
ert svo frámunalega lævís tilvon-
andi svindlari, að engum er fært
að sjá í gegn um það — nema
mér, auövitað.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að málmblandan í myntpening-
um er ávalt súperleyndarmál
rikisins á hverjum tíma. Málm-
blandan er nefnilega eitt þeirra
atriða, sem notuð eru til að
tryggja öryggi myntarinnar.
Sama gildir um pappírinn, sem
seðlar eru prentaðir á.
Ef ríkisstjórnin tæki upp á því
að gefa út opinbera tilkynningu
um þalð hvernig málmblandan
væri í myntinni: 18,7% magnesi-
um, 24,9% plumbum, 63,1% aure-
um og 3,9% ferrum, þá færu all-
ir blandarar af stað með það
sama.
Eitt aðalráðið gegn myntfölsun
er nefnilega það, að mæla, vigta
og efnagreina peninginn, til að
vita hvort hann sé rétt samsett-
ur — og svo beint í steininn með
útgefandann.
ILLT MEÐ ILLUI
Kæra Vika!
1 haust tók umferðanefnd upp
á þeim fjanda að sýna flök slysa-
bíla víðs vegar um borgina, með-
al annars bíl sem nýlega hafði
orðið dauðaslys í og var allur
blóðugur innan. Ég veit, að svona
framferði mótmæla allir heiðar-
legir borgarar; þetta er ógeðs-
legt ofbeldi gagnvart tilfinning-
um annarra. Ég vil taka undir
orð Ragnars Ásgeirssonar í dag-
blöðunum: Gerið þetta aldrei aft-
ur!
Til að fyrirbyggja þann misskiln-
ing, sem ef til vill gæti legið í
orðalagi þessa bréfs, viljum við
aðeins taka það skýrt fram, að
Vikan á enga sök — eða þökk —
á útstillingu slysaflakanna. Hins
vegar er til gamall málsháttur, ^
sem er svona: Með illu skal illt
út drífa, og hver veit, nema hann
sé enn í fullu gildi.
HVAÐ ER KVIÐDÓMUR?
Kæra Vika!
Þakka margar ánægjustundir
og fyrirgef þér það sem miður
fer hjá þér. Nú langar mig að
leggja fyrir þig eina litla spurn-
ingu. Við erum hér nokkur sem
erum ekki sammála um hvernig
kviðdómur er valinn. Hvort hon-
um er hóað saman svona hist og
her eða hvort þeir sem valdir
eru þurfa að hafa einhverjaþekk-
ingu á málefnum eða sérmennt-
un.
Mig langar ekkert til að vita
um skriftina og því síður um
réttritunina, ég veit allt um það.
Með kæru þakklæti fyrir grein-
argott svar.
H.H.S.M.
Kviðdómur er venjulega valinn
með því að „hóa saman svona
hist og her“, líkt og þegar valið
er í kjörstjómir eða eitthvað
annað álíka merkilegt starf hér
á landi. Kviðdómendur þurfa
ekki — og mega raunar helzt
ekki — hafa neina sérþekkingu
á málunum. Þetta er bara venju-
legt alþýðufólk, sem álitið er að
háfi þokkalega dómgreind til að
bera. Það er kannske valinn einn
bakari, bílaviðgerðarmaður,
blikksmiður, bókaútgefandi,
bankamaður, bensínsölumaður,
beykir, bifreiðastjóri, bókbind-
ari, byggingarmeistari, barnapía
og bítill.
Svo er það hausverkur verj-
andans — eða sækjandans — að
vinza úr kviðdómendum og reka
þá frá, sem þegar hafa myndað
sér einhverja ákveðna skoðun á
málinu, eru skyldir sakbomingi,
þekkja hann, eiga hjá honum
peninga eða krakka með honum
o.s.frv. Þannig getur þetta geng-
ið lengi, lengi, þangað til allir
eru nokkurnvegin sammála um
að kviðdómcndur hafi enga sér-
þekkingu á málinu eða persónu-
legan áhuga á úrslitum.
SVAR TIL E.S., SELFOSSI:
Bæði nöfnin eru jafn rétt. Eða
£ VIKAN 47. tw.
I