Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI ALVÖRU ÖKUMAÐURINN sjálfur, hvort sem er eigandi eöa einhver annar,er alls ekki tryggöur í ábyrgöar- eða kaskotryggingu og aðdragandi slyss getur veriö bannig, aö farþegar fái heldur ekki tjón sitt bætt. ÖKUMANNS- OG FARÞEGATRYGGING er því nauðsynleg og sjálfsögð viðbótartrygging. Ökumaður og hver farþegi er tryggður fyrir eftirtöldum upphæðum. Við dauða kr. 200. 000 Bætur úr lögboðinni Útfararkostnaður - 20.000 ábyrgðartryggingu eru Við algjöra örorku - 300.000 undanskildar. OF-TRYGGING ER NY ÞJONUSTA SAMVINNUTRYG GINGAR ARMULA 3, SIMI 3S500 Sðlarhungur Á dögum Rómverj a hinna fornu var fátt ófínna en það, að láta sjá á sér sólbruna. Slíkt var þrælsmerki; þrælarnir gátu ekki veitt sér það að sitja í forsæl- unni eins og yfirstéttin. Allt fram á þessa öld, raunar fram yfir 1940, reyndu konur með öllum tiltækum ráðum að forðast sól- bruna og kaupakonur höfðu öfuga sjóhatta á höfði til þess að vera * tilhlýðilega fölar í andlitinu eftir sumarið. Svo uppgötvaðist allt í einu, að sólin var ekki aðeins , nauðsyn heldur var sjálft sól- baðið líka nautn. Úr því að komið er fram yfir jafndægri á vori, má sjá ofsa- trúarfólk af þessu tagi á svölum sambýlishúsa og í görðum. Það pínir sig í kuldanum og teygir álkuna ámáttlega til sólar. Um leið og sumarið er gengið í garð, verður sólbaðið æðsta inntak lífs- ins. Síaukin ferðalög íslendinga til útlanda í sumarleyfum, eru að talsverðu leyti byggð á sólar- hungri. Að eyða dýrmætum tíma og miklu fé einungis í sólböð, er þó að minni hyggju sú nægju- semi, sem fullkomlega jaðrar við fákænsku. Ég hef verið með sól- sjúku fólki á ferðalögum erlend- is. Stundum er spaugilegt að fylgjast með því, stundum hálf dapurlegt. Allt sem máli skiptir er því einskis virði. Sjálft mann- lífið, borgirnar og fegurð nátt- úrunnar. Að auðga anda sinn og endurminningar með því að sjá stórkostleg listaverk, heims- fræga sögulega staði eða sér- kennilegt mannlíf, er í augum sóldýrkendanna aðeins tíma- eyðsla frá því eina, sem máli skiptir í tilverunni: Að komast í sólbað. Ég hef heyrt um fólk, sem fór til Rómar og aldrei hafði komið þanðað áður og átti þess aðeins kost að dvelja þar í þrjá daga. Það kunni ekkert skárra til bragðs að taka í borginni ei- lífu en að komast á baðströnd. Að vísu er ágætis tilbreyting að skreppa á baðstrand öðru hvoru^ og busla í volgum sjó í tvo eða þrjá klukkutíma. En mér skilst, að menn efist ný meira en áður um hollustu þessarar athafnar,' enda þekkja flestir, hversu út- taugaður og slappur maður get- ur orðið eftir sólbað. Sólbruni úr hófi fram klæð- ir alla illa. Að vera kominn um lönd og höf á staði sem hafa upp á að bjóða sjaldséð og ó- metanleg verðmæti og kunna það eitt til bragðs að taka að teygja sig framan í sólina á baðströnd svo að dögum skiptir, það er sjálf ásýnd heimskunnar. GS. 2 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.