Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 14
Oo bp betta nn list? Fyrir nokkrum árum var mik- ið talað um fyrirbrigði í mál- aralist, sem „hreyfingarlist“ (action painting) var kallað. Nú er hið gagnstæða frekar uppi á teningunm. Þannig var um síð- ustu jól opnuð í Moderna museet í Stokkhólmi málverkasýning, þar sem höfuðsnillingarnir eru þrír málarar, sem mála í stíl við „kyrrðina og rúmið“. Einn þremenninganna er Rúss- inn Kasimír Malevitj. Hann var fyrsti kúbisti í anda Légers en tók svo að mála. „svartan kvaðr- at á hvítum fleti“. Það voru öll tengsli við hugarheiminn rofin og kvaðratinn og hringurinn og rétthyrningurinn snerust í ó- endanlegum geim. 1919 málaði Malevitj svo „hvítan kvaðrat á hvítum grunni“, og varð þá naumast öllu lengur komizt á braut einfaldleikans. — Male- vitj komst í ónáð hjá Sovét- stjórninni og dó bláfátækur 1935. Frakkinn Yves Klein hefur með öðrum aðferðum en Male- vitj komizt að sama marki — að gera málverkið svo einfalt að það sé ekki lengur málverk. Hann gerði einlitt málverk í möttum últrasæbláum lit án þess að nokkur glampi gæfi því líf; einkenni þess var djúpur tómleiki. Klein dó úr hjartabilun aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri, en tókst á sinni stuttu æfi að verða sanrikallaður lífskúnstner. Hann var líka tónskáld, samdi á árunum 1947—48 „eintóna“ sinfóníu. Hún var aðeins einn, langdreginn tónn, sem leika átti í fjörutíu mínútur. Þetta var auðvitað engin tónlist, enda var ekki til þess ætlazt. Tilgangur- inn var sá eini að íramkalla hina dásamlegu þögn, sem á eft- ir slíkum tóni hlyti að fylgja, ómetanlegt hamingjuaugnablik. 1957 hélt Yves Klein svo „mál- verka“ sýningu. Á henni voru hengdir upp nokkrir dúkar, sem bláum lit hafði verið rúllað á með kefli, rétt eins og þegar hús er málað. Eftir það þurfti enginn að efast um, að Klein væri málari. Nokkru síðar hélt hann aðra sýningu, sem bar heitið „Tómleikinn". Þar bauð hann fólki upp á sýn- ingarsal, þar sem hvorki voru málverk eða aðrir hlutir. Hins- vegar hafði listamaðurinn um hríð dvalizt einn í salnum og „gegnsýrt veggi hans tilfinninga- semi sinni“. Þetta varð stór- hneyksli, en vakti líka ræki- lega athygli á listamanninum. Upp úr þessu fór einfaldleiki tómsins þó eitthvað að fara í taugarnar á Klein, því nú tók hann að framleiða svokallaðar „anprópómetríur". Það gerðist þannig, að nakin módel smurðu á sig blárri málningu og nudduðu hana svo af sér á léreftinu eftir fyrirmælum meistarans. Einnig hafði hann í huga að hætta að nota liti, en hagnýta þess í stað svita stúlknanna og jafnvel blóð þeirra, auk gufu, jarðlitar o. fl. Þriðja stjarnan á umræddri sýningu verður Rússinn Naum Gabo, sem nú er einn þeirra á lífi, sjötíu og fimm ára að aldri. Hann er meistari í svokölluðum geimskúlptúr. Úr glerbrotum, celluloid, plasti, messingþráðum og næloni skapar hann verk, sem kváðu jafnt einnkennast af tæknilegum glæsileika og stærð- fræðilegri nákvæmni, en hafi einnig til að bera skáldlega vídd Yves Klein að starfi. Módelin smurðu sig í lit og gerðust síð- an lifaadi penslar. Yiðstödd var hljómsveit, sem spilaði eintóns- synfóníu meistarans. Aðferð Kleins var ólíkt hreinlegri en annarra málara, því að engin hætta var á að hann þyrfti að klína lit í smókinginn, sem hann klæddist við starf sitt. Hún er ekkert blávatn nunn- an sú ama. Hún heítir systir Itta og er kennari við kaþ- ólska skólann í Gautaborg. Hún tekur þátt í skautakapp- hlaupi með nemendum sín- um, án þes að blikna. \ Slðan slðast ______________) Pýramítfa oátan leyst? Egyptólógar (sérfræðingar í egipzkri fornleifafræði) hafa lengi verið haldnir grun- semdum um, að stóru pýra- mídarnir þrír lcynnu að inni- halda grafhýsi og fjársjóði, sem kannske tækju öllu því fram, er fundizt hefði. I Keopspýramída, sem er hundrað þrjátíu og sjö metra hár og stendur við Gise rétt hjá Kaíró, hefur uppgötvazt — fyrir utan grafhýsið, sem að venju er við grunninn — heilt kerfi af göngum og her- bergjum. í Kefrenpýramída, sem er þar skammt frá en nokkru minni, hafa engir slík- ir gangar fundizt, að þar fyrir geta vel verið í honum her- bergi, sem enn hafa ekki fundizt. Arkitekt hans hefur kannski bara falið þau enn betur en sá, er Keopspýra- mída byggði. Þannig leit einn dúkurinn út, eftir að blámálað módel hafði lagzt á hann. Þetta er svo sem engin konumynd — og þó.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.