Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 33
Ný blá leifturpera meS sama Ijósmagni og sú hvíta eSa 7.500 Ims. KaupiS AG 3B SUPER frá OSRAM þær duga bæSi fyrir litfilmur og svart-hvítar filmur. niður í tveim öðrum stórborgum með stuttu millibili. Árið 1887 brann Opéra comic- ue í París til kaldra kola. Eld- urinn kom upp á sviðinu í miðri sýningu, og á 15 mínútum var sviðið orðið alelda hátt og lágt. Að þessu sinni kom slökkvi- lið til skjalanna á svipstundu og sýndi miklar hetjudáðir við slökkvistarfið. En þrátt fyrir allt kostaði þessi bruni meira en 100 manns lífið. Leikhús þetta var gamalt og allar innréttingar voru gamal- dags, en auk þess kom í ljós eins og fyrri daginn, að flestir neyðarútgangar voru læstir, þeg- ar til átti að taka á þessari hættustundu. Aðeins viku fyrir brunann hafði þingmaður einn í franska þinginu vakið athygli á eld- hættu og lélegum öryggisútbún- aði í þessu húsi. Hann talaði fyrir daufum eyrum, en hafði þó átakanlega rétt fyrir sér. Af öllum leikhúsbrunum, sem sögur fara af, fyrr og síðar, er þó eldsvoðinn í Chicago sá ægi- legasti, þegar Iroquoisleikhúsið brann til ösku 30. desember ár- ið 1903. Þar fórust hvorki meira né minna en 1200 manns og mest- ur hlutinn voru börn. Eflaust má með fullum rökum segja, að þessi ógurlegi fjöldi hafi þarna orðið fórnarlömb tak- markalausara ábyrgðarleysis og vanrækslu á öllum sviðum en dæmi eru til, og var þó víða pottur brotinn í þeim efnum. Af 30 útgöngudyrum var að- eins hægt að opna sex. Enginn útbúnaður var fyrir hendi til að sprauta vatni á sviðið. Eld- fasta tjaldið náðist ekki niður, af því að allur útbúnaður þar að lútandi var í ólagi. Þannig gengu allir þessir hlutar á tréfótum og því fór sem fór, — það var ekki einu sinni aðvörunarkerfi eða brunaboði í öllu húsinu. LEIKHÚSBRUNAR í MADRID Mikið leiklistarlíf var löngum í Madrid á Spáni frá fornu fari og mörg leikhús jafnan starf- andi þar í borg á hverjum tíma. Einnig þar hefur eldurinn gert sín strandhögg og skilið eft- ir sig dauða og tortímingu. Árið 1915 brann leikhúsið Comedia til grunna, og 200 manns fórust. Og 23. septem- ber 1928 galar hinn rauði hani á ný í borginni, og þá er það stærsta og glæsilegasta leikhús- ið, Teatro de Novedados, sem verður eldinum að bráð. Upptök eldsins urðu með þeim hætti, að ein dansmærin dans- aði um sviðið með lýsandi staf, sem hún hélt hátt yfir höfðu sér. Einhverskonar bilun varð skyndilega í þessum ljósaútbún- aði með þeim afleiðingum, að eldur læsti sig í tjöldin. Á svipstundu breiddist bálið út til áhorfendasvæðanna og æð- isgengin skelfing greip hina 3000 áhorfendur. Hljómsveita- stjórinn og hljómsveitin reyndu árangurslaust að draga úr of- boði fólksins með því að leika vinsælan mars. Enda þótt slíkt bæri sýnilega engan minnsta ár- angur, hélt hljómsveitarstjórinn áfram að stjórna marsinum, þar til logandi fortjaldið féll niður yfir hann, og lét hann þar líf sitt. Yfir 100 manns fórust í þessum eldsvoða og mörg hundruð slös- uðust bæði í trylltum troðn- ingnum og einnig af brunasárum. Og hér var ennþá einu sinni sömu söguna að segja, að allur öryggisútbúnaður var í ömur- legasta ástandi, og eldtraust tjald fyrirfannst ekki. BAZARBRUNINN f PARÍS Hliðstæður hinum mörgu leikhúsbrunum sögunnar er baz- arbruninn mikli í París 4. maí árið 1897. Einnig þar var saman kominn glaður og prúðbúinn mannsöfn- uður grunlaus um nokkra hættu, þegar ógnir eldsins dundu yfir. Og einnig þar breyttist glað- værð og glaumur í villtustu skelfingu á fáeinum sekúndum. Ógæfunni laust niður eins og eldingu frá heiðum himni. Árið 1885 stofnuðu konur í París til samtaka, sem fyrst og fremst höfðu góðgerðarstarfsemi með höndum, og til þess að afla fjár unnu þær ýmsa muni og héldu síðan bazar, eins og alþekkt er enn þann dag í dag meðal marg- víslegra kvennasamtaka. í fyrstu héldu þessar Parísar- konur bazarana í heimahúsum en brátt færðist starfsemin svo í aukana, að ekki reyndist unnt að koma henni fyrir í heima- húsum, og var þá horfið að því ráði að reisa geysimikla skála- byggingu úr timbri á óbyggðu svæði í borginni. Að innan var skálinn fernis- olíuborinn, en yfir loftið var strekktur heljarmikill segldúkur, sem aftur var svo klæddur bláu gasefni, sem tákna átti himinn, því öll uppsetning á sýningunni átti að bera svipmót af gamalli Parísargötu. Þannig lá einn höfuðgangur eftir endilöngum skálanum, en til beggja handa stóðu lítil gam- aldags hús úr pappír, þar sem bazarvarningurinn var til sýnis og sölu. í innri enda aðalgangsins voru sýndar „lifandi myndir“, sem þóttu hið mesta undur, enda kvikmyndin þá nýlega komin til sögunnar. Eins og gefur að skilja eftir framangreindri lýsingu, hefur allur þessi útbúnaður verið eld- fimur í hæsta máta, en aðeins um einar útgöngudyr að ræða. Samt sem áður datt engum eld- hætta í hug — allir' voru glaðir og öruggir. Bazarinn var aðeins opinn á daginn, og þess vegna var þar 4 !'J } VIKAN 15. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.