Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 21
—- Þ6ttá ér lítið fiskiþorp. Við getum hrætt þá nægiiega tii þess að þeir Þegi, og við verðum þar ekki nema meðan stormurinn gengur hjá. Ef við förum ekki þangað, rekur okkur upp í klettana eins og hvert annað rekald. — Ég er ekki sammála. — Hverju stingur þú Þá upp á, foringi? — Ég vil reyna að halda i hafi, þar til storminn lægir. — Það væri barnaskapur að gera það, foringi. Þessi gamli timbur- kassi þolir það ekki. — Við skulum leggja þetta undir atkvæði. Komdu, sagði hann og þreif í handlegg Angelique. — Þú leitar skjóls í káetunni. Þér getur skolað fyrir borð hér, og ég vil ekki að hákarlarnir fái þig. Ég á þig. I myrkrinu gat hún aðeins getið sér til um óreiðuna í masturslausri galeiðunni. Þræialestin var hálffull af vatni. Undir svipuhöggum sinna fyrrverandi félaga réru útlendu glæpamennirnir — Rússarnir, Tyrkj- arnir og Márarnir — ákaflega og grétu og öskruðu af örvæntingu og ótta. Hvar voru Savary og Flipot? Nicholas var aftur kominn að hlið hennar. — Þeir vilja leita lands, þarna sem við sjáum ljósin, hrópaði hann til hennar. — Ég vil ekki gera það. Ásamt nokkrum af félögum okkar getum við farið í bátinn og siglt burtu. Komdu, Marquise. Hún reyndi að sleppa frá honum, þar sem hún sá fram á meira 'öryggi á uppreisnargaleiðunni heldur en í einhverri vafasamri höfn. En hann þreif til hennar, lyfti henni upp í fangið og bar hana ofan i skipsbátinn, sem beið þeirra. Báturinn dansaði á ölduföldunum eins og valhnotuskel, þegar dagur- inn brauzt fram. Áður en langt um leið varð himinninn heiður, en sjór- ínn var enn ofsafenginn og grænn og færði nær ströndinni Þessar fáu veikburða mannverur, sem höfðu vogað sér að gera uppreisn gegn veldi hans, — Passi nú hver sig, hrópaði Nicholas, þegar þau nálguðust rauða klettana meir. Glæpamennirnir stukku útbyrðis. — Kanntu að synda? spurði Nicholas Angelique. — Nei. — Komdu samt. Hann stökk í vatnið með hana og barðist við að halda höfði hennar yfir öldunum. Hún saup á sjó og svelgdist á. Stór alda þreif hana af Nicholasi og bar hana upp að ströndinni eins og hún væri á hesti. Hún lenti á steini og þreif um hann af öllum kröftum. Aldan sogaðist burt og hafði næstum hrifið hana með sér. Angelique klöngraðist hærra á steininn. önnur alda skall yfir hana, togaði í hana, hvarf og kom aftur. I hvert skipti tókst henni að klöngrast ofurlítið hærra. Að lokum fann hún fjörusandinn undir sér. Aðeins litið eitt ofar! Svo íann hún sandbungu, þakta með þurru grasi, skreiddist upp á hana og féll þar i öngvit. Þegar hún opnaði augun aftur og sá skærbláan himininn yfir sér, minntist hún Þess, sem gerzt haíði Þessa hræðilegu nótt, og að henni hafði aldrei flogið í hug að biðja guð fyrir sér. Gleymska hennan skelfdi hana eins og hún hefði drýgt synd, sem hún ætti eftir að skrifta fyrir. Nú þorði hún í auðmýkt sinni ekki að bæta fyrir þessa vanrækslu með því að þakká forsjóninni fyrir, að henni skyldi auðnast að líta nýjan morgun. Hún stóð upp með nokkrum erfiðismunum, henni var óglatt af öllu saltvatninu, sem hún hafði gleypt; og gerði sér grein fyrir ástandi sinu. Áttu forlögin það skilið, að þeim væri þakkað? Nokkur fet frá henni sá hún glæpamennina umhverfis eld, sem þeir höfðu kveikt á ströndinni. Sólin var hátt á lofti og geislar hennar höfðu þurrkað hár Ange- lique og klæði, en hár hennar var fullt af sandi, og hana sveið i sól- brenndar kinnarnar. Hún var illa rispuð á höndunum. Smám saman tók heili hennar til starfa á ný, fyrst sjónin, svo heyrnin. Hún heyrði raddir glæpamannanna. Tveir þeirra voru önnum kafnir að brasa eitt- hvað yfir eldinum, en hinir stóðu umhverfis bálið og af raddhreim þeirra mátti ráða, að þeir voru að þrátta. — Nei, það gengur ekki foringi, hrópaði hár og grannur, ljóshærður náungi. — Við höfum gert allt, sem þú hefur skipað okkur. Við höfum virt þinn rétt og nú verður þú að virða okkar. Nicholas sneri baki við Angelique, svo hún heyrði ekki svar hans. — Þú ert einn til frásagnar um það, að þú hafir átt hana áður. — Þú getur ekki fengið okkur til að trúa því. Þetta er háttsett kona. Hvað myndi hún hafa átt 'saman við lúsablesa eins og þig að sæida ? — Reyndu ekki að slá ryki í augu okkar foringi, svona lagað geng- ur ekki. — Jafnvel þótt að það sé satt, sem hann segir, skiptir það engu máli. Lögin i París eru einn hlutur; reglur galeiðunnar annar. Beinaber, gamall maður, tannlaus og sköllóttur opnaði munninn og sagði um leið og hann veifaði einum fingri: — Þið þekkið lög Mið- jarðarhafsins: „Hræfuglinn fær líkið, sjóræninginn fær ránsfenginn en konurnar fá allir“. — Já allir, hrópuðu hinir og nálguðust foringja sinn ógnandi. Angelique leit upp á klettabrúnina. Hún yrði að komast lengra inn á landið, þar sem húo gæti ef til vill falið sig í trjálundum eða háu grasi. Þau voru áreiðanlega ekki stödd á eyðieyju, og hún hlaut að geta fengið hjálp fiskimannanna. Hægt og varlega tók hún að skriða burt á höndum og hnjám. Ef glæpamennirnir tækju að slást, myndi hún vinna tíma. En hún íékk ekki betur heyrt, en þeir væru hættir að rifast. Hún heyrði eina rödd- ina segja: — Allt í lagi, það getur gengið. Þú ert foringinn, svo þú átt rétt á fyrsta bitanum. En skildu svolitið eftir handa okkur.... Hávær hlátur fylgdi þessum orðum. Angelique sá Nicholas koma skálmandi í áttina til hennar. Hún stökk á fætur og reyndi að flýja, en á einú andartaki hafði hann náð henni og þrifið um úlnliði hennar. Það var æðisgenginn glampi í augum hans, og varirnar strekktar, svo skein í tennurnar, svartar af tóbaki. Hann var svo gagntekinn æði, að hann tók ekki eftir að hún reyndi að slíta sig af honum með viðbjóði, heldur dró hana á eftir sér eftir ósléttum geitarslóðanum neðan við klett- inn. Hlátrasköllin og klúr gamanyrði glæpamannanna, sem eftir voru niðri á ströndinni, fylgdu þeim eftir. — Taktu þér nógan tíma, foringi, en gleymdu okkur ekki. . . . Við höfum svipaðar hvatir og þú.... — Eins og ég láti þá hafa hana! muldraði Nicholas. — Ég á hana. Ég! Hann þaut með hana yfir grjóturð og harðan lággróður, dró hana á eftir sér, meðan vindurinn leysti hárið úr hnútnum, sem hún hafði bundið það upp i, og sló því um andlit hennar eins og blindandi silkiklút. — Hættu! hrópaði hún. Glæpamaðurinn þaut áfram og dró hana með sér. — Stanzaðu! Ég get ekki meir! Að lokum virtist hann heyra til hennar og nam staðar og litaðist um eins og hann væri að vakna. Þau voru komin fram á klettabrún, og nú var sjórinn við fætur þeirra og dökkblár litur hans skar sig frá asúrbláum himninum, þar sem hvítir mávar svifu í hringjum. Allt í einu virtist galeiðuþrællinn taka eftir því að hann var ekki i hlekkjum. — Allt þetta! muldraði hann og starði á endalausa viðáttuna fyrir framan sig. — Allt þetta handa mér.... Hann sleppti Angelique til að slá út handleggjunum og draga loftið djúpt að sér. Fylla lungun, þenja út bringuna og rétta úr öxlunum, sem stritið við árarnar höfðu gert ennþá sterklegri, en þær höfðu áður verið. Vöðvar hans hnykluðust undir þröngri, rauðri skyrtunni. Angelique stökk til hliðar og tók til fótanna. — Komdu! þrumaði hann og lagði af stað á eftir henni. Þegar hann náði henni, sneri hún sér við og tók á móti honum með útglennta fingur, sem voru eins og klær á reiðum ketti. — Komdu ekki nærri mér! Ekki snerta mig. Augu hennar skutu þvilíkum gneistum, að hann stóö eins og negldur í sömu sporum. — Hvað heíur komið yfir þig? muldraði hann. — Viltu ekki, að ég kyssi þig? Það er svo langt síðan. Viltu ekki, að ég elski þig? — Nei. Maðurinn pírði augun og gretti sig eins og orð hennar næðu svo seint til heila hans, að hann gæti ekki skilið meiningu þeirra. Hann gerði aðra tilraun til að ná henni, en hún skauzt undan. Hann stundi yfir mótspyrnu hennar. — Hvað hefur komið yfir þig? Þú getur ekki komið svona fram við mig Angelique. Ég hef ekki komizt yfir konu i tíu ár, jafnvel ekki snert konu, varla séð. Svo komst þú, og þú varst þarna.... Þú! Ég eyðilagði allt, til að geta verið hjá þér, til að taka þig burt frá þessum náunga. Hef ég ekki rétt til að snerta þig? — Nei. Svört augu glæpamannsins ranghvolfdust i höfði hans, eins og hann væri genginn af göflunum. Hann stökk á hana og lánaðist að ná henni, en hún klóraði hann svo grimmilega, að hann sleppti henni aftur, til að stara i undrun á djúpar, rauðar rákirnar, sem blóðið vall úr á hand- legg hans. — Hvað hefur komið yfir þig? sagði hann einu sinni enn. Manstu ekki eftir mér, elskan min — hvernig þú hjúfraðir þig upp að mér í svefninum í Nesleturninum, og ég tók þig í fang mér og elskaði þig eins og ég vildi — og þú vildir? Það var enginn draumur. Það var raun- veruleiki. Ertu að reyna að segja mér, að Það hafi aldrei verið, að ég hafi einhvern tima unnað annarri en þér.... að þú hafir ekki þráð mig á brúðkaupsnóttina þína? En þetta er alltsaman satt! Ég heí ailtaf elskað þig! Mannstu ekki eftir Nicholasi, gamla vininum þinum honum Nicholasi, sem týndi handa þér jarðarberin? — Nei! Nei! æpti hún og flúði frá honum i örvæntingu. — Nicholas dó fyrir langa löngu. Þú ert Calembredaine, ræninginn. Ég hata þig! — En ég elska þig! hrópaði hann. Þau tóku aftur til fótanna, og hann elti hana eftir klettabrúninni, yfir harðan og hornóttan lággróðurinn. Angelique rak fótinn í viðartág og féll. Nicholas var næstum kominn ofan á hana, en hún komst á íæturna aftur. Hann greip fast um mitti hennar, jafnvel þótt hún slægi hann i andlitið með krepptum hnefunum. — En ég elska þig, sagi hann hvað eftir annað. — Ég hef alltaf þráð þig. Ég kemst aldrei yfir það. Öll þessi ár við árarnar var ég að bresta af þrá til þin. Og nú — nú næ ég þér ekki einu sinni. Hann reyndi að tæta af henni fötin, en karlmannsbúningurinn gerði houm erfiðara fyrir. Hún reyndi líka að verjast honum af meiri at- orku en hún vissi að hún ætti til. En þrátt fyrir það hepnaöist honum að rífa jakkaboðunginn og bera annað brjóst hennar. — Leyíðu mér að elska þig, sagði hann bænarröddu. Reyndu að skilja mig.... Ég er að farast, ég dey af löngun í þig. Þau slógust eins og vitfirringar og veltust um í einiberjarunnunum og myrtusviðnum, og vindurinn lék um þau. Allt i einu fann hún, að galeiðuþrælnum var rykkt upp eins og viðarteinungi, sem er kippt með rótum upp úr jörðinni, og kastað til jarðar nokkuð frá. Maður nokkur hafði rétt i þessu komið í ljós innan úr rjóðri. Rykblár einkennisbúningur hans var rifinn, svo skein i bringu og axlir, þaktar marblettum og sárum, og andlit hans var bólgið og atað þurru blóði. Þetta var hinn ungi lautinant Millerand. Nicholas þekkti hann um leið og hann klöngraðist á fætur. — Ó, herra liðsforingi, sagði hann og glotti. — Svo fiskunum gazt ekki að Framhald á bls. 36. VIKAN 15. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.