Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 49
BLÓMABÚÐIN DÖGG ÁLFHEIMAR 6 SÍIVII 33978 REYKJAVÍK að innlendir menn köstuðu trú sinni og tækiu upp Oðinsblót og aðra víkingasiði. Þeirra á meðal er nefnd- ur einn afkomandi Karlamagnúsar, prins að nafni Pippín. — Einn fræg- asti höfðingi Víkinga á þessu tíma- bili var Hásteinn (Hasting). Hallæri og drepsótt. Uppúr 890 hallaði um hríð undan fæti fyrir Víkingum á meginlandinu, þeim dönsku fyrst og fremst. Orn- ólfur keisari, sem gerzt hafði drott- inn Frankaveldis að Karli digra látnum, vann allmikinn sigur á þeim við Löven í Belgíu, þar sem nú er frægur háskólabær. Hitt var þó verra, að hallæri mikið, sem sjálf- sagt hefur komið til af hinum ára- langa hernaði, gekk yfir landið, og fylgdi því drepsótt. Lagðist hún ekki síður á Víkinga en aðra, og leystist her þeirra nú að miklu leyti upp. Leituðu sumir til Englands, en þar tók ekki betra við sökum harðr- ar sóknar Engilsaxa. Þetta ólán virð- ist hafa dregið allan kraft úr Dön- um í bráðina, því um aldqmótin 900, þegar Svíar réðust á Suður- Jótland, sem virðist þá hafa verið auðugasti hluti landsins, og her- tóku Heiðabæ, máttu Danir litla vörn veita. Hefði bölvuð pestin ekki hlaupið í þá í Frakklandi, er ekki óhugs- andi, að Víkingar hfeðu orðið alls- ráðandi í vesturhluta álfunnar og að í dag væri Þór tilbeðinn þar í stað Hvíta-Krists. Hafa Danir lík- lega ekki fengið slík tækifæri í annan tíma. „Við erum allir jafnir". Skömmu eftir aldamótin 900 fóru Víkingar þó aftur að sækja í sig veðrið við Signu; voru flestir dansk- ir í því liði sem fyrr, en foringi mun hafa verið norskur, Göngu Hrólfur (Rollo), sem íslenzkar bæk- ur segja son Rögnvalds Mærajarls. Hann var að sögn svo stór og þung- ur, að enginn hestur mátti bera hann, og kom þar af kenningar- nafn hans. Frankaveldi hafði þá endanlega verið leyst upp, en með völd í Frakklandi fór Karl konung- ur heimski, af ætt Karlamagnúsar og vesalmenni eins og það fólk flest. Sendi hann á fund Víkinga samninganefnd, er hitti þá að máli, þar sem floti þeirra lá við akkeri í Signu. Kynntu sendimenn sig og kröfðust upplýsinga um ættland inn- rásarmanna, svo og hvert erindi þeirra væri. „Við erum Danir", köll- uðu Víkingar á móti. „Við komum frá Danmörku og viljum vinna Frakkland"! „Hvert er nafn höfð- ingja yðars"? hrópuðu Frankar, og fengu á móti eitt frægasta tilsvar sögunnar: „Höfðingja höfum við engan. Vi8 erum allir jafnir"! „Vilj- ið þið ganga í þjónustu Karls, kon- ungs í Frakklandi, og þiggja af honum sæmileg laun"? kölluðu sendimenn. „Nei", svöruðu Víking- ar. „Okkur lætur bezt að taka laun okkar með sverði og öxi". „Hvað hyggist þið þá fyrir"? spurðu Frank- ar. „Reynið þið að hundskast á brott", kölluðu komumenn. „Við nennum ekki að hlusta á þetta kjaftæði. Og fyrirætlanir okkar varðar ykkur ekki um". Þetta samtal er skemmtilegt leift- ur úr hugarheimi Skandínava þeirra tíma, þar sem jöfnuður og frjáls- ræði voru þjóðfélagseinkenni, gagn- stætt því þrællyndi, sem aðrir Evrópumenn þá tömdu sér að róm- verskri fyrirmynd. Karl konungur hefur líklega ekki verið alveg eins vitlaus og hann hafði orð á sér fyrir, því í stað þessað kaupa Göngu-Hrólf af hönd- um sér með reiðufé; eins og löng- um hafði verið siður, bauð hann honum héruðin við Signu neðan- verða til bólfestu, með því móti að hann gerðist lénsmaður sinn að nafni til og landvarnarmaður gegn öðrum Víkingum. Þetta þáði Hrólfur, enda landið gott og auð- ugt. Var það hérað síðan kallað Normandí og varð eitt öflugasta hertogadæmi Frakklands. Fjöldi Norðurlandabúa, einkum Dana, settist þar að, en tungu sinni og trú týndu þeir furðufljótt og tóku upp franskt mál og siði. Þannig urðu til hinir frægu Normannar, fræknustu hermenn riddaratímanna og burðarásar krossferðanna. Hrólf- ur hélt vel samning sinn við Karl, enda segir ekki af árásum Víkinga á Frakkland uppfrá því (912). „Sópaði gólf með konungs skeggi". Sagan segir þó, að hinum frjáls- bornu striðsgörpum hafi verið harla óljúft að viðurkenna nokkurn kon- ung sér æðri, þótt ekki væri nema í orði. Er sagt frá atviki þar að lútandi á frönskum bókum. Þegar Hrólfur skyldi sverja Karli konungi trúnaðareið, fylgdi með að hann átti að lúta konungi og kyssa á fót hans. Slíka auðmýkt þóttist vík- ingahöfðinginn ekki geta sýnt nein- um manni, svo að hann bað einn liðsmanna sinna inna skylduna af hendi í sinn stað. En sá óbreytti þóttist ekki heldur borinn til að krjúpa neinu dusilmenni, þótt krýnt væri, svo hann fór millivega, þreif um leggi konungs, rykkti þeim upp að vörum sér, en hátignin steyptist aftur úr stólnum. Nokkurskonar útúrdúr frá vík- ingaferðunum til Frakklands voru nokkrir leiðangrar, er farnir voru til íberaskaga og Miðjarðarhafs- landanna. í einum þeirra, sem far- inn var 844, rændu víkingar Lissa- bon og Sevilla, og voru þessar borgir þó meðal hinna mestu ( r(ki Múhameðstrúarmanna á Spáni, sem var mjög öflugt f þann tíð. Biðu þessir Víkingar líka um síðir mik- inn ósigur fyrir herskörum Kordóva- SANAMAT nuddtækin frá Sanamat-verksm. Frankfurt/Main sameina alla beztu kosti slikra tækja í sam- ræmi við nýjustu tækni. Stillan- legur vibrationsstyrkleiki og 7 fylgihlutir auð'velda margskon- ar notkun — auka velliðan, eyða þreytu, mýkja og styrkja. Örugg gæði. — Mjög hagstætt verð. — Ábyrgð á hverju tæki. 3 gerðir fyrirliggjandi. EINKAUMBOÐ: Verzluriin LAMPINN Laugavegi 68 — Sími 18066. Eignlst nýja vinl! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum við yður. Upp- lýsingar ásamt 150 myndum verða send til yðar án endur- gjalds. HERMES Berlín 11, Box 17/1 Germany. Ég veit ekki hvað það er sem þjáir mig, mig langar svo til að giftast Soffíu Loren, vegna pen- inganna. VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.