Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 10
Hver hefur þróunin orðið í verðlagi nauðsynja og kaup á fslandi síð- ustu 25 árin? Það er til þess að gera auðvelt að sjá. Hitt er erfiðara, að sjá fram í tímann um aldarfjórðung. En samt reynum við það, okkur sjálfum og lesendum okkar til gamans, og byggjum á fenginni reynslu. Verð og kaup 1941 til 1966 1941 1946 11951I 11956 1961 1966 1 stk. rúgbrauð 0,92 2,25 4,20 4,65 8,10 12,00 1 kg. smjör 9,95 14,00 38,10 41,00 69,00 105,30 1 1. mjólk 0,80 1,83 2^90 3,33 3,90 7,75 1 kg. kartöflur 0,75 1,10 2,10 1,40 2,63 12,55 1 kg. súpukjöt 3,65 11,85 15,05 24,65 27,50 74,80 1 kg. þorskur. 0,58 0,90 1,65 2,10 3,50 7,00 i kg. ýsa. œssmm. 0,63 0,95 1,80 2,35 5,00 7,65 1 kg. ostur 7,52 16,00 23,10 32,10 63,30 125,75 1 kg. kaffi, br. & mal. 5,54 8,40 41,78 44,80 51,60 80,60 1 pk. Camel 3,40 9,60 11,10 18,95 29,20 % 1. brennivín 25,00 45,00 70,00 105,00 170,00 280,00 1 1. bensín ~ 0?53 0,49 1,54 2,16 4,20 7,05 Eitt far með SVR 'm wr 0,10-0,50 0,50 1,00 1,50 2,00 5,00 Alg. laun verkam. á klst. 2,25 7,79 12.84 18,28 22,74 47,42 Alg. laun verkakv. á klst. 1,40 5,17 9,17 14,08 18,95 43,35 Alg. laun járnsm. á klst. 3,32 9,42 15,94 22,26 28,00 58,94 Kennarar á mán. (hæstu 1.) 259,00 1.902,80 2.952,60 4.828,50 5.727,50 13.698,00 Alm. skrifstm. eftir 4 ár á m. 1.029,00 1.780,60 3.560,00 4.509,00 8.601,00 Alm. afgrm. eftir 4 ár á m. 1.176,00 2.Q05.77 3.479,90 4.408,00 8.868,45 Frá því að ég man fyrst eftir mér, hefur verið talað um óheillavænlega verðbólgu hér á landi, skriðu, sem væri orðin óstöðvandi og allt í voðanum út af þessu. Og á þeim skamma tíma, sem ég hef verið fjölskyldumaður og þurft að kaupa flöskumjólk, hef- ur mjólkurverðið bólgnað úr röskum þrem krónum í tæpar átta, svo dæmi sé nefnt. Út af þessum þjóðarsjúkdómi tókum við Vikumenn okkur til og hófum að þreifa lítillega um verðbólgu undanfarinna ára, ef ske kynni, að af því mætti draga einhvern lærdóm. Við brugðum á það ráð, að kanna verð nokk- urra vörutegunda 25 ár aftur í tímann, og bárum niður á fimm ára fresti. Þannig eru elztu töl- ur okkar frá 1941, síðan frá 1946, 1951, 1956, 1961 og loks frá þessu, sem er talið hið nítjánhundruð- sextugasta og sjötta frá Kristí fæðing. Móti vöruverðinu á þess- um árum höfum við svo lagt kaup nokkurra launþegastétta til sam- anburðar á sömu árum. Þess skal getið, að öll árin er miðað við það, sem gilti í október, nema nú hið síðasta; þar er um marz- tölur að ræða. Ekki ætlum við okkur þá dul, að gera ýtarlegan samanburð á bólgumagninu, eða draga af því þjóðhagfræðilegan lærdóm. Til þess skal okkur lærðari menn og meiri talnaséní. Hins vegar höfum við gert okkur það til gamans, og væntanlega einnig lesendum okkar, að draga nokkr- ar ályktanir af þróun undan- genginna ára og nota niðurstöð- urnar til að búa til verð og laun fyrir nokkur ókomin ár. Þann- ig höfum við reiknað út hækk- JQ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.