Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGANNE GOLON Allt í einu var henni ljóst, hvað hafði vakið hana. Þögnin. Trumb- urnar hljómuðu ekki lengur, það var eins og öll galeiðan hefði verið yfirgefin og bærist nú aðeins á öldunum eins og rekald. Hræðsla greip hana. — Monsieur de La Brossardiére! kallaði hún. Ekkert svar. Hún klöngraðist á fætur með nokkrum erfiðismunum og tók nokkur óviss skref, rak svo tærnar í 'eitthvað mjúkt og var næst- um dottin. Hún beygði sig niður. Hönd hennar snerti einkennisbúning undir- foringja. Hún fálmaði uppeftir manninum þar til hún kom að öxlinni, og hristi hann ákaflega. — Monsieur de La Brossardiére, vaknið! Hún fann engin viðbrögð. Hún fálmaði í skyndi eftir andliti hans. Isköld snertingin fyllti hana skelfingu. Hún sneri aftur að tuðru, sem hún hafði alltaf innan seilingar sinnar, dró upp litla ferðalampann og eldfæri til að kveikja á honum. Glettnis- legur vindblær slökkti logann þrisvar sinnum, áður en hún gat sett rautt glasið yfir logann og rofið myrkrið í kringum sig. Monsieur de la Brossardiére lá endilangur á þilfarinu; augun þegar orðin glerkennd, og hræðilegt sár á enni hans. Angelique steig yfir hann og gekk fram í dyrnar á tjaldskálanum. Þar rakst hún á annað lík, sem lá þvert í dyrunum; það var sjóliði, einnig steindauður. Hún lyfti tjaldinu hljóðlega og leit út. 1 myrkrinu sá hún nokkur ljós í þrælalestinni og greindi skugga, sem hreyfðust á göngubrúnni, en það voru ekki skúggar þrælahaldaranna með löngu svipurnar. Þetta voru rauðklæddar verur, sem hreyfðust tii og frá, og hún heyrði hásar, rámar raddirnar. Hún lét tjaldið falla og hörfaði aftur inn í miðjan tjaldskálann, án þess að taka eftir sælöðrinu, sem endrum og eins du.ndi yfir hana, áegar sérstaklega stór alda skall á skutnum. Henni lá við örvæntingu, því nú vissi hún, hversvegna trumburnar voru hljóðar. Svo heyrði hún :iakta fætur nálgast eftir plönkum þilfarsins. Hún stóð upp og beið, mjög spennt. Nicholas stóð í dyrunum, klæddur i rauða tötra galeiðuþrælsins. Hann leit á hana undan hárflókanum og gegnum óhreint skeggið blasti .ið henni sama brosið og hafði fyrst valdið henni skelfingu, þegar hann lá íyrir henni utan við glugga krárinnar í París. Þegar hann tók til aáls, með samhengislausum orðum, var það aðeins eins og fram- aaid af martröðinni. — Marquise des Anges.... Dísin mín.... Draumurinn minn.... Að 'okum finnumst við aftur! Þín vegna hef ég brotið hlekkina mina.... Eitt högg fyrir varðmanninn. . .. eitt högg fyrir þrælahaldarann. Hah! íah! E’itt högg hér, annað högg þar. Ég hef lengi beðið þess að geta greitt þau.... En það varst þú, sem leystir þau úr læðingi.... Að já þig þarna.... Lifandi!.... Eins og ég hef séð andlit þitt á himn- num, þessi tiu ár á galeiðunum. . . . Og þessi náungi á þig. . . . Ha? .... Þú varst að kyssa hann.... Klappa honum.... Ég þekki þig!.. .. Þú hefur lifað þínu lífi, meðan ég hef lifað mínu.... Það ert Þú, sem hefur sigrað.... en ekki að eilífu.... Hjólið snýst.,.. og þú ert i:omin aftur til mín.... Hann teygði til hennar úlnliðina, særða eftir járnin, sem hann hafði orðið að þola þessa löngu mánuði og ár. Nicholas Calembredaine hafði .visvar reynt að flýja, meðan hann hafði verið þræll. Nú, i þriðja sinn, hafði það heppnazt, hann og félagar hans höfðu drepið alla áhöfnina, sjóliðana, liðsforingjana. Þeir réðu gleiðunni. — Af hverju segirðu ekkert?.. . . Ertu hrædd?.. .. Þegar ég hélt þér i örmum mínum, áttir þú engan ótta! Elding ljómaði upp himininn útifyrir og fjarlæg þruma bergmálaði gegnum nóttina. — Þekkirðu mig ekki? hélt glæpamaðurinn áfram..-<r— Þáð er ó- hugsandi.. . . Ég veit, að Þú þekktir mig um daginn niðri í lestinni. . . . Hún fann lykt af svita, salti og skít á tötrunum hans og honum sjálf- um, og hrópaði upp með andstyggð: 2Q VIKAN15. tbl. — Snertu mig ekki! Snertu mig ekki! — Aha! Svo þú þekkir mig! Segðu mér hver ég er. ■—■ Calembredaine, ræninginn! —• Nei, ég er Nicholas, húsbóndi þinn úr Nesleturninum. ... Stór alda dundi yfir þau og Angelique varð að grípa í borðstokkinn til að skolast ekki fyrir borð, þegar aldan sogaðist aftur i hafið. Fyrir aftan þau glumdi við ógnþrungið brothljóð, eins og svar við þungum dyn þrumunnar. Ungur galeiðuþræll kom í Ijós i dyrunum. — Foringi, stórsiglan er brotin. Hvað eigum við að gera? Nicholas hristi rennblauta tötra sína. — Tíkarsonur! hvæsti hann. ■— Ef þú vissir ekki, hvað áttum við að taka okkur fyrir hendur, af hverju skipaðirðu mér þá að skera alla sjómennina á háls? Þú sagð- ist kunna að sigla. — En nú eru seglin farin. — Þá liggjum við dálaglega í því! Jæja, þá róum við bara. Láttu þá vinna, sem ennþá eru hlekkjaðir við þófturnar. Þú getur slegið bumb- una sjálfur. Ég skal sjá um, að þessir svörtu uppreisnarhundar vinni! Hann fór burt, og innan stundar hljómaði tilbreytingarlaus sláttur trumbunnar aftur og yfirgnæfði gnauðið í vindinum. Galeiðan, sem um langan tíma hafði virzt vera að hvolfast á þá hliðina, sem brotna mastrið hékk í, rétti sig, eftir að Nicholas hafði gripið öxi og höggvið á tógin, sem enn héldu mastrinu, og öldurnar drógu Það út á sjó. Menn voru settir við dælurnar og ræðararnir tóku til starfa. Nú þegar Angelique gat gert sér grein fyrir martröðinni, endur- vakti hún hugrekki sitt. Oft á ævinni hafði hún haldið, að hún myndi deyja úr ótta, en um leið og fyrsti æsingurinn var liðinn hjá, náði reiði hennar og baráttuvilji yfirhöndinni. Votur kjóllinn flæktist fyrir henni og gerði henni erfitt um hreyfingar. Hún sneri sér aftur að far- angri sínum, opnaði töskuna og náði I önnur föt. Þrátt fyrir veltu skipsins tókst henni eftir nokkrar tilraunir að ná fötunum utan af sér. Henni hafði verið ljóst frá upphafi, að erindi hennar myndi krefjast mikillar göngu, svo hún hafði tekið með sér karlmannsföt úr gráu efni, sem hún klæddist nú eins vel og hún gat. Þegar hún hafði klætt fæturna í knjábrækur og var að ofan í jakka, hnepptum uppundir hvítan línflibba, fannst henni hún betur geta mætt skipbroti og glæpa- mönnum. Svo fór hún í há stígvél, vafði hárið Þétt um höfuðið og dró niður yfir það gráan linan hatt. Hún hafði sinnu á því að opna töskuna aftur og taka upp úr henni allt gullið, sem hún átti eftir, og ganga frá því í belti sínu, ásamt trúnaðarbréfunum, sem hún var með. Þetta var þreytandi verk, jafnframt því sem hún þurfti að halda jafn- % væginu, meðan öldurnar skullu yfir þilfarið, og lík hins ólánssama la Brossardiére slóst hvað eftir annað við fætur hennar í öldugangin- um. — Angelique! hrópaði Nicholas, þegar hann kom aftur. Hann sá ( aðeins ungan mann frammi fyrir sér, og eitt andartak vissi hann ekki, hvaðan á hann stóð veðrið. — Aha, svo það ert bara þú, sagði hann með feginleik. — Ég hélt að þér hefði skolað fyrir borð, þegar ég sá hvergi kjólinn þinn. —- Skolað fyrir borð? — Það fer þannig fljótlega, ef svona heldur áfram. 1 sama bili svipti vindurinn striganum í tjaldskálanum í tvennt og flygsúrnar hurfu út yfir hafið. — Hörmung er að sjá þetta, muldraði hann. — Mér sýnist, að við steínum nær ströndinni. Gamail glæpamaðúr með hvítt skegg og aðeins eitt auga kom nær þeim. -— Við sjáum hana héðan, sagði hann og hallaði sér út yfir borð- •'stokkinn til að rýna út í nóttina. — Þarna.... þarna yfirfrá, sérðu þarna dansandi ljósin? Það er sjávarþorp þarna, skal ég segja Þér. Þángað skulum við leita. — Ertu vitlaus? Og komast aftur undir mannahendur?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.