Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 6
NÚ GETIÐ ÞÉR FENGIÐ LÖNG, LENGRI OG ENNÞÁ LENGRI, SILKIMJÚK AUGNHÁR Ultra+Lash er fyrsti aug«//á?'« 1 ituri nn sem lengir og þétt- ir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi éinstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera Ultra+Lash á með hinum hentuga Duo- Taper Brush sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáa- lausum og klístruðum augnhárum. Sérstaklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúndum með Maybelline Mas- cara liemover. Kemur í þrejn góðum litum: VELVET BLAClv SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. HÁR - NÁKVÆMT RÁÐ. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að leysa úr vandamáli fyrir mig. Þannig er mál með vexti að ég er með strák, sem ég er mjög hrifin af og við erum í sama bekk í gaggó, en hann er með svo mikið hár að stundum skammast ég mín fyrir hann. Og nú langar mig, póstur góður, til að biðja þig að gefa mér eitthvað gott ráð um það, hvemig ég eigi að fara að því að biðja hann að láta klippa sig. Það þýðir ekk- ert að segja mér að hætta við hann, því að það geri ég aldrei. Svo langar mig að lokum að spyrja þig, hvort réttara sé að segja ket eða kjöt. Kiddý 3B Keflavík. Ég sé alls enga ástæðu til að þú þurfir að vera áhyggjufull út af hárinu á stráknum, svo fremi hann haldi því þokkalega hreinu. Þetta, að hann skuli láta hár sitt vaxa meir en algengast er, gefur hugmynd um, að hann hafi skemmtilegri og sjálfstæðari skapgerð en almenn gerist, því alltaf er það merki um vissan manndóm að vilja skera sig úr fjöldanum, þótt í litlu sé. Auk þess er sennilegt, að strákurinn verði fljótlega Ieiður á að ganga með lubbann og klippi hann þá af af sjálfsdáðun. Viljir þú samt sem áður endi- lega losna við hárið af honum, gætirðu reynt að fá einhverja vinkonu þína (bezt ef hún væri systir hans eða frænka) til að stinga upp á því við hann að hann klippti sig. Hún gæti stung- ið því að honum, að annars gæti verið hætta á því að hann tap- aði þér. Það myndi kannski hreyfa við honum, eða hvað held- ur þú? Það er víst jafnrétt að segja ket og kjöt, en hið síðarnefnda mun algengara í nútimamáli. ALMENNUR NIÐURSKURÐUR í ÞJÓÐFÉLAGINU. Herra ritstjóri! Ég hefi haft mikla ánægju af að lesa blaðið, einkum þó greina- flokkinn „f fullri alvöru“, und- antekningarlítið er þar bezta efni ritsins. Þó ég í lengstu lög vilji nú vona, að þær séu ekki allar skrifaðar í „fullri alvöru“ þá eru þær þó tæpitungulausar, og það er mikils virði í mínum augum. Það sem kom mér nú til að senda þér þessar línur, sem þú að sjálfsögðu lætur í ruslakörf- una, er einkum yfirskrift á grein í Vikunni 3. marz: „Er rétt að fækka bændum *? Þessi yfirskrift fer dálítið „í taugarnar á mér“ og mátt þú ekki lá mér það, því ég er gamall uppgjafa bóndi. Hvaðan kemur þér og öðrum sem um þetta efni hafa ritað og rætt vald til að kveða nokkuð á um þetta. Álitið þið virkilega að bændur séu það ófrjálsari þjóð- félagsmeðlimir en aðrir, svo að Pétur og Páll í öðrum stéttum megi kveða dóma upp um tilveru þeirra, alveg án tillits til hvort þeir hafa nokkra þekkingu á landbúnaði eða ekki? Ég segi nei. Sé hagfræðileg nauðsyn að draga saman framleiðslu landbúnaðar- vara og það er nú það sem kling- ir í eyrum okkar sí og æ, frá ólíklegustu stöðum, þá sjálfsagt finnur valdstjórnin ráð til þess, og er raunar alltaf að beita nýj- um og nýjum aðferðum til þess. En hvernig væri nú að spyrja: „Eru ekki fleiri stéttir okkar þjóðfélags sem mætti fækka eitt- hvað í“? Hvað finnst þér? Mætti ekki fækka t.d. blaðamönnum, er þetta ekki orðin óþarflega fjöl- menn stétt miðað við fólksfjölda í landinu, og hvað segir þú um þá stétt sem fæst við verzlun? mætti ekki fækka um nokkra heildsala, bankastjóra, fasteigna- sala? Að ég nú ekki tali um allt tildrið kringum sendiráðin og alla þá andskotans vitleysu og sjálfsagt kæmumst við fullkom- lega af með færri ráðherra, og miklu færri þingmenn, því það eru gömul og ný sannindi, „Að því ver gefast heimskra manna ráð, sem þeir eru fleiri saman“. Hugsaðu þér bara, hve mikill fjöldi fólks það yrði, sem losn- aði úr óþarfa dútli og færi að stunda framleiðslustörf, hugsaðu þér bara, hvað manna mætti marga báta, sem nú liggja ónotað- ir vegna fólksleysis, þér þætti kannski nokkuð hart ef Gylfi kæmi til þín einhvern daginn með makt og miklu veldi og segði: „Jæja, Gísli Sigurðsson, af hagfræðilegum ástæðum, erum við nú ákveðnir að fækka blaða- mönnum um helming, þú ferð á fiskiflotann og annað starfsfólk Vikunnar í aluminíumverksmiðj- g VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.