Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 8
ccnmiQnnnn® 'fp i ðtUnilbHi ji! .lEI 1 HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Tveggja manna svefnsófi Stærð: 120 x 186 cm. Vorkíólar í úrvali ENSKIR, DANSKIR OG HOLLENZKIR DAGKJÓLAR, KVÖLDKJQLAR OG SAMKVÆMIS- KJÓLAR. Laugavegi 59 Sími 18646 Misheppnað undrabarn Þegar John Lindsay vann — alveg óvænt — borgar- stjórakosningarnar í New York, töluðu margir um, að þar hefðu Repúblikanarnir bandarísku eignazt sitt undra- barn af Kennedygerðinni. Það er satt, að Lindsay mun á margan hátt hafa reynt að stæla hinn látna forseta, en yfirdrepsskapur af því tagi er víst ekki alltaf einhlítur, þótt sumir virðist komast langt með honum. En Lindsay hefur gert hvert glappaskotið öðru verra. Til dæmis lofaði hann að eiga ekki í neinu baktjaldamakki við Mike Quill, foringja flutn- ingaverlcamanna, sem verkfall gerðu á dögunum. En ekki leið á löngu áður en uppvíst varð, að handgengasti maður Lindsays, aðstoðarborgar- stjórinn Robert Price, hafði heimsótt Quill með leynd. Þá hafði Lindsay lýst því yfir, að hann væri sannfærð- ur um að ríkið New York myndi veita borginni New York fjárframlag, sem næmi sem svarar 25 — 30 milljón- um ísl. kr. Lindsay var svo sannfærður um að þetta næði fram að ganga, að hann fór sjálfur til Albany, höfuð- borgar ríkisins, til að sækja peningana. En Rockefeller ríkisstjóri svaraði: „Kannske einhverntima seinna. ... “ Þá hefur það nolckrum sinnum komið fyrir, þegar kviknað hefur í í New York, að Lindsay hafi rokið út til að hjálpa slökkviliðinu, svo sem til að sýna, hve borgin hans væri honum kær. En einnig það fór heldur slysa- lega. í nokkur skipti, þegar hann varð heldur seinn fyrir, héldu slökkviliðsmennirnir nefnilega eldinum lifandi þangað til hann kom á vett- vang, til að borgarstjórinn gæti sýnt hreysti sína gegn eldinum og trúlega einnig til að geta látið mynda sig með honum. Blöðin komust á snoðir um þetta og létu Lind- say hafa það óþvegið. Lindsay veit vel, að Frank- lin Delano Roosevelt er vin- sælasti stjórnmálamaður, sem nokkru sinni hefur látið á sér kræla í New York, og sem von var, datt honum í hug að nota sér ýmis herbrögð þessa ástsæla leiðtoga. Eitt þeirra var að tala til borgar- búa frá einmanalegu lestrar- lierbergi, þar sem allir veggir væru þaktir bókahillum, náttúrlega þéttsetnum af bók- um. En þar sem borgarstjór- inn var heldur fátækur af bókum, keypti hann í snatri nokkur bílhlöss af þeim og lét stilla þeim upp á hentug- um stað í ráðhúsinu. En aft- ur komust blöðin á snoðir um trikkið og tættu aumingja Lindsay í sig. En verst af öllu var þó hneykslið með Katrínu Thom- as. Þessi ungfrú, sem hefur mjög fallega fætur og er skóla- systir borgarstjórafrúarinnar, fékk skyndilega atvinnu sem opinber ljósmyndari New Yorkborgar með tæplega 400.000 kr. launum um árið. Launin áttu, samkvæmt til- kynningu, að greiðast úr sjóði, sem stofnaður var til styrktar,, baráttunni gegn fá- tæktinni“, sem nú er svo mjög höfð á orði þar vestra. Nú er ungfrú Thomas dável efnum búin, enda varð hneykslun manna gífurleg. En verra er þó ef til vill sú staðreynd, að á þeim tíma, sem Lindsay hefur verið „kon- ungur“ tíu milljóna New g VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.