Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 28
CARLZEISS I I I I ^landmælingatæki THEODOLIT TH 3 — TH 4 HALLAMÆLIR Ni 2 — Ni 3 hornspeglar mælistikur mælistengur margar gerdir EINKAUMBOD A ISLANDI: HAUKARÍ GAR-ÐAST R ÆTI 6 SIMAR 164 85 16006 Leikhúsbrunar eru hræðilégir, ekki sízt þegar Ijósin slokkna um leið og allir neyðarútgangar eru læstir. Þetta hefur nokkrum sinnum komið fyrir eins og hér er frá sagt. Frá liðnum öldum geymir sagan fjölmargar átakanlegar minningar um eldsvoða í sam- komuhúsum af ýmsu tagi, en þó sérstaklega í leikhúsum. Nú á tímum eru slíkir voða- atburðir sjaldgæfir, en svo er fyrir að þakka víðtækum ör- yggisútbúnaði á slíkum stöðum, þar sem í hvívetna er reynt að fyrirbyggja eldhættuna um leið og slökkvitæki af fullkomnustu gerð eru ætíð við höndina og útgangar í öllum nýrri húsum margfalt rýmri og aðgengi- legri en áður var, svo að mögu- legt er nú að tæma húsin á miklu skemmri tíma en áður, ef þörf krefur. Þannig hefur maðurinn lært af reynslunni á þessu sviði sem öðrum, en það hefur verið harð- ur og miskunnarlaus skóli, sem kostað hefur líf þúsunda manna og kvenna á öllum aldri og um- breytt glæsilegum og voldugum menningarhöllum í rjúkandi brunarústir á skammri stundu. f þéttsetnum samkomuhúsum grípur skelfingin auðveldlega um sig, ef samkomugestir fá minnsta hugboð um, að eldur sé laus. Sú ofsahræðsla, sem þannig grípur um sig, hefur oft valdið hörmulegum og stórkost- legum slysum, meðan smávægi- legur eldur að tjaldabaki var auðveldlega kæfður á augnabliki. Þess vegna er nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar, þegar fólki er gert kunnugt um eldsupptök að tjaldabaki. Ein saga greinir frá því, að einhverju sinni, er eldur varð laus að tjaldabaki í leikhúsi einu, hafi vinsælasti gamanleik- arinn stigið fram jrfir tjöldin til að segja leikhúsgestum þessi alvarlegu tíðindi. En fólkið hélt, að þetta væri gamanþáttur og klappaði. Og þegar leikarinn endurtók aðvörun sína, klappaði fólkið aftur og ennþá meira en fyrr. Þessi saga er sennilega eintóm- ur tilbúningur, því að heyri fólk hið geigvænlega aðvörunarorð ELDUR, þá er það vísast tekið í hæsta máta alvarlega, þótt flutt sé af vinsælasta gamanleik- ara. Hins vegar eru dæmi þess, að leikarar hafi með kúnstum sin- um framan við tjaldið haldið leikhúsgestum hugföngnum og grunlausum, meðan eldur var slökktur að tjaldabaki. Slík brögð eru ekki á allra færi og krefjast vissulega mik- illar hugdirfsku, því að óhjá- kvæmilega hlýtur reykjareim- urinn að berast fram í salinn og vekja eftirtekt og óróa, sem skvndilega getur brotizt út í al- mennu ofboði. En leikarinn stendur þarna fyrir framan tjaldið og leikur kúnstir sínar. Á honum sjást engin hræðslu- merki, og á meðan getur engin hætta verið á ferðum!. Fólkið hlær og klappar, — skelfingar- uppþoti er afstýrt. En slíkum aðferðum má vissu- lega beita með varúð, því að ekki er víst að ráðið verði nið- urlögum eldsins, og þá eru það hræðileg mistök að hafa ekki þegar í stað reynt að tæma hús- ið, svo fljótt og skipulega sem unnt mátti verða. Hér verður nú í stuttu máli greint frá nokkrum leikhús- brunum, sem skráðir eru feikn- stöfum á spjöld sögunnar frá liðnum tímum. HRINGLEIKHÚSBRUNINN f VfNARBORG Þótt leikhúsannálarnir greini frá mörgum eftirminnilegum eldsvoðum, mun bruninn á stóra hringleikahúsinu í Vínarborg 8. desember 1881, jafnan verða tal- inn einn sá hörmulegasti atburð- ur. sem um getur á þesu sviði. Hringleikahús Vínarborgar var stór og glæsileg bygging og svo til ný. Húsið var fyrst opn-. 28 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.