Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 34
í baráttú yðar gegn tannskemmdum HIÐ NYJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SÝRUM OG VERÐUR ÁHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremafram- leiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Einfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvær grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (i) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun er undirstaða heilbrigðra tanna og góms, hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta tennurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars myndar skaðlegar sýrur. Burstið upp og niður, einnig bak við tennumar,— verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, Það sparar yður óÞægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið Því vel um tennur yðar. Látið fjölskyidu yðar byrja að nota Gibbs Fluor TANNKREM l| Gibbs fluoride Eli mmrrvmsam X-GF 2'lCE-9653 enginn ljósaútbúnaður af neinu tagi, og reykingar voru bannaðar. En skipuleggjendur bazarsins höfðu þó gleymt einum gesti, sem reyndist hinn mikli vágestur, — það var glóðarlampinn í hinum frumstæðu kvikmyndasýningar- tækjum. Það var hann, sem var orsök að allri ógæfunni. Klukkan var 4 eftir hádegi, og um 1200 manns var statt á bazarnum, hér um bil eingöngu kvenfólk í ljósum og léttum sumarkjólum. — Og þá dundi ó- gæfan yfir. — Glóðarlampinn sprakk, — eldur læsti sig í veggtjöld og las sig upp eftir þeim og eftir gasefninu neðan á loftinu á ör- fáum sekúndum. Eldtungurnar teygðu sig jafnframt með ofsa- hraða meðfram báðum veggjum, og litlu pappírshúsin fuðruðu upp á svipstundu hvert af öðru, þar sem konurnar stóðu í hópum ým- ist að kaupa eða afgreiða. Sumar sluppu út í aðalgang- inn, en aðrar náðu þangað fyrst, þegar eldurinn hafði læst sig í hinn létta sumarklæðnað þeirra. Tryltar af skelfingu ruddust þær inn í þvöguna á ganginum og fluttu þannig eldinn mitt inn í hópinn, sem tróðst um óður af skelfingu í áttina til útgöngu- dyranna. Fjölmargir tróðust undir til bana, en aðrir komust út í log- andi klæðunum aðeins til þess að hníga þar í valinn undir beru lofti. Allt skeði þetta á nokkrum hræðilegum augnablikum. Eftir 15 mínútur féll þakið á skálan- um yfir þá, sem ennþá höfðu ekki sloppið út, og klukkutíma síðar stóð ekki steinn yfir steini af þessari stóru byggingu. Nokkrir svartir og sviðnir bjálkar lágu rjúkandi í grunninum. Brunaliðið, sem kom á vett- vang, gat engum vörnum við komið, en fékk hinsvegar það dapurlega hlutverk að leita hinna föllnu í rústunum. Alls fórust í þessum hræðilega bruna 113 manns, og þar af að- eins þrír karlmenn fullorðnir og tveir drengir, hitt voru allt konur. Einn karlmannanna var fræg- ur hershöfðingi á sinni tíð. Hann hafði tekið þátt í fjölda bardaga í Afríku, Krímstríðinu og í orr- ustunum við Magenta, Solferino og Sedan. Byssukúlur allra þess- ara styrjalda höfðu þyrmt lífi hans til þess að hann léti það í eldsvoða heima í París á frið- sælum vordegi mitt í glaðværum hópi sumarklæddra Parísar- kvenna. Einn karlmannanna, sem þarna fórust, var læknir. Hon- um hafði tekizt að bjarga konu sinni úr eldinum. En þegar hann varð þess vís, að tíu ára gamla dóttur hans vantaði, hljóp hann inn í brennandi skálann, þar sem þau létu bæði lífið. ☆ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.