Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 17
 A; ■; mm.’, ' ifiC TxS 'r(mífwWBw meðan ég svaf, og hlustaði á lógt gargið í móvunum utanvið gluggann, fullur óhugn- aðar. „Þeir ætla að æra mig", hugsaði ég, „mig af því að ég er viðkvæmari en hinir og einstæðingur". Eg kófsvitnaði við til- hugsunina. Ég lá lengi ráðviltur, unz ég sá við svo búið mátti ekki standa, og snarað- ist framúr. Auðvitað sé ég nú, að þeir voru aðeins handbendi annarra afla, en sjálfsbiargarhvötin bar skynsemi mfna ofur- I iði; ég dreif mig í fötin, hraðaði mér fram ganginn og út. Á stéttinni framan við kjall- aratröppurnar hikaði ég eitt augnablik til að átta mig. Yfir flötinni var grá skíma frá útidyraljósum húsanna. Raðhúsið á móti var myrkvað að mestu, utan Ijós í tveimur eða þremur gluggum. Þeir hfmdu f hnapp á miðri flötinni. Oðruhvoru flögraði fugl upp og hvarf í regnið og storminn, en aðrir komu og settust, líkt og þeir tættust útúr myrku loftinu og féllu máttvana til jarðar. Gegn- votur og margelfdur af veðrinu tók ég á rás f áttina til þeirra, þögull, fullur af log- andi heift. Þeir höfðu kallað, allt f lagi hér kom ég. Nú skildu þeir sýna mér, hvað þeir vildu. Þeir skildu sjá, að ég gat staðið f þeim. Ég, ég myrkrahöfðinginn, hugsaði ég, ég náttfarinn, hah! „Ég skal snúa ykk- ur. Þið haldið að þið getið troðið á mér af því, — af þvf að ég hef enga vængi, hah"! Ég var kominn langleiðina til þeirra, þegar þeir fóru að ókyrrast og gargið varð há- værara. Ég missti af mér annan skóinn og greip hann upp, næstum án þess að hægja á mér. Svo hófu þeir sig skyndilega til flugs, allir sem einn, og stefndu upp í vindinn f átt til sjávar. En þeir flugu ekki langt, held- ur settust aftur spölkorn neðar, — storkuðu mér. Ég æpti að þeim, sveiflaði skónum á hlaupunum og grét af heift. Ég var rétt kom- inn að þeim, þegar þeir flugu upp aftur og tvístruðust út í myrkrið. Ég henti skónum á eftir þeim og hné svo örmagna niður, en ögrandi gargið fjarlægðist og dó út. Ég lá drykklanga stund í svaðinu, svo stóð ég upp og reikaði að sjónum. Við ströndina eru engin íbúðarhús, að- eins geymsluskúrar. Ljósastaurar mynda strjálar Ijóseyjar í drungalegt umhverfið. Á aðra hönd gengur tangi fram í sjóinn og endar í þverhníptum hamri. Ég nam staðar. Öldurnar dönsuðu milli klettanna við fætur mér, hurfu með djúpum soganda niður f myrkrið, eins og drukknandi manneskjur, og æddu svo trylltar aftur inn yfir klappirnar og splundruðust. Þvflfk stund, ég söng há- stöfum. Ég þekkti hana strax og var búinn að virða hana fyrir mér góða stund, áður en ég kom mér til að fara yfir ti! hennar og ávarpa hana. Það var Drottningin. Hún stóð við eitt ljóskerið hreyfingarlaus með krag- ann á Ijósgrárri kápunni upp að eyrum og horfði út á hafið. Strax og ég tók eftir henni, hljóp ég f felur við einn kofann. Um leið rann upp fyrir mér, og ég var bjáni að skilja það ekki fyrr, að auðvitað hafði hún verið að kalla, eða öllu heldur fengið máv- ana til að katla á mig. Ég virti hana lengi gaumgæfilega fyrir mér, svo steig ég fram og gekk ákveðið beint til hennar. Hún varð mfn strax vör, en virtist ekkert hrædd. Nokk- ur skref frá henni staðnæmdist ég og sagði: „Þú sendir mávana á eftir mér, Regfna". Hún virti mig litla stund fyrir sér og sá að ég var skólaus á öðrum fæti. — Hún var svo fögur. Svo sagði hún: „Láttu mig f friði, þú ert fullur". Hún sneri sér við og gekk af stað burt út með ströndinni. Það var mjór moldarstígur og grasivaxnir hólar. Þá kom í mig einhver hrekkur og ég hljóp á eftir henni. Hún leit snöggt til baka, varð ein- beitt á svip og hrópaði: „Hvað viltu? Hypj- aðu þig burtu". Ég nam líka staðar og kall- aði á móti: „Ég er ekki fullur, ég er brjál- aður"! Þá varð hún skelfilega hrædd, — svo fögur, — fyrst tvfsté hún, síðan hljóp hún af stað eins hratt og hún gat. Ég lét hana fá svolítið forskot og hljóp svo á eftir henni. Það var stórkostlegt; drunurnar f briminu, gnauðið í vindinum og ískalt regnið, ótt og títt fótatak, skvamp. — Mig verkjaði svolítið í skólausa fótinn en það var allt f lagi. Og gráa kápan hennar flaksaði f vindinum, eins og mávur. Já, hún var eins og mávur. „Fljúgðu nú, fljúgðu nú", kallaði éq og hló. Ha ha ha ha, hló ég. Hún hljóp eftir stígn- um og fram á tangann. Ég vissi að hún mundi ekki komast lengra en framá tána, þar yrði hún að stoppa. Þess vegna flýtti ég mér engin ósköp, lét hana halda for- skotinu. Ég króaði hana af og nálgaðist hana svo gætinn, athugaði að láta hana hvorki komast til hægri né vinstri. Hún stað- næmdist á brúninni og ég sá vel framan í hana. Hún var svo fögur, svo fögur. Ég Framhald á bls. 50. VIKAN 15. tbl. jy áJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.