Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 36
ANGELIQUE OG SOLDANINN 'Uateó ~ nylon teygjusokkarnir eru beztu sokkarnir fyrir konur sem standa mikið við störf sín - þeir gefa fótunum alhliða stuðning og eru auk þess jafnfallegir og venjulegir nylonsokkar tízkulegir afþreytondi 100 prósent nylon 7Ja/có nylon teygjusokkar EFNAGERÐ REY>KJAVIKUR H. F. tttqui hro/n Framhald af bls. 21. yður, þegar við köstuðum yður fyrir borð? Það var slæmt, að ég skyldi ekki ganga nógu vel frá yður, svo þér gætuð ekki komið hingað til að trufla.... — Þorpari! hvæsti ungi maðurinn. — Þér skuluð gjalda fyrir þetta. Nicholas þaut á hann, en þungt högg frá Millerand felldi hann að nýju. Galeiðuþrællinn öskraði af reiði og stökk þegar á fætur aftur. Angelique virtist líða heil eilifð þannig, að þeir létu höggin ríða hvor á öðrum. Þeir voru mjög áþekkir að hæð, og jafnsterkir en þar kom að lokum að liðsforinginn skall til jarðar, svo harkalega, að Angelique óttaðist, að hann myndi aldrei rísa á fætur framar, og Nicholas lét höggin dynja á honum. En allt í einu, með snöggri hreyfingu, velti lautinantinn sér á bakið og sparkaði í magann á andstæðingi sínum, og i sömu andrá var hann kominn á fæturnar. Hann sló Nicholas aftur í kviðinn, svo andlit hans fölnaði undir óhreinu skegginu, hann riðaði og beygðist í keng. — Ræfill! muldraði glæpamaðurinn. — Allan tímann, sem þú varst að gófla í þig kjarnmetið, varð ég að láta mér nægja endalausa bauna- súpuna á galeiðunni.... Miskunnarlaust sló Millerand hann í andlitið, hvað eftir annað, og við hvert högg þokaðist Nicholas aftar og aftar, nær klettabrúninni, og höggunum rigndi yfir hann, þar til hann stóð á brún þverhnípisins. — Nei! æpti Angelique. Um leið og hún æpti, missti Nicholas fótanna og hvarf aftur á bak niður í blátt hyldýpið. Bergmálið af rödd hennar dó út um leið og dumbur skellurinn heyrðist, og líkami hans skall á rauðum klettunum fyrir neðan. Lautinant Millerand þurrkaði af enni sér. — Réttlætið hefur sigrað, sagði hann. — Hann er dáinn! hrópaði Angelique. — Að þessu sinni er hann raunverulega dáinn! Ó, Nicholas, að þessu sinni kemurðu aldrei aftur. — Já hann er dauður. öldurnar eru að bera hann burt. Hann var örmagna eftir orrustuna, sem hann hafði rétt í þessu unnið, og gat þar að auki heldur ekki skilið kjökur hennar, eða hversvegna hún lá á hnjánum á þverhnípisbrúninni, grét og neri hendur sínar. — Verið ekki að glápa þetta, Madame. Það er tilgangslaust. Hann er giftusamlega dauður, þér hafið ekkert að óttast framar. Komið með mér, og haldið yður saman, nema þér viljið lokka hina glæpamenn- ina á eftir okkur. Hann hjálpaði henni á fætur og saman laumuðust þau burt frá þessu sorgarsviði. 9. KAFLX Langtímum saman gengu þau yfir óbyggða eyjuna, þar til að lokum þau komu auga á dökka kastalamúra á hæð. —. Guð veri lofaður! muldraði lautinantinn. — Við getum beðið um húsaskjól hjá ráðamanni þessa staðar. Ungi liðsforinginn var nærri örmagna eftir baráttu sína við dauð- ann, heila nótt á floti í ísköldum sjónum, þar sem hann varð að horf- ast í augu við þreytu, krampa og örvæntingu. I dögun hafði honum skolað meðvitundarlausum upp á ströndina, og þegar hann rankaði við sér, fann hann skelfisk og borðaði hann. Siðan dróst hann lengra upp á eyjuna til að leita hjálpar. Hann hafði numið staðar til að hvila sig og runnið í brjóst, og svo vaknaði hann við að kona hrópaði á hjálp, og hljóp þangað sem Angelique var að berjast við Nicholas. Hann fylltist slíkri reiði, þegar hann sá foringja uppreisnarinnar, sem hafði kostað félaga hans lífið, að hann gleymdi Þreytunni, og hugsaði um það eitt, að hefna þeirra. En hann hafði orðið að þola mörg og þung högg í þeirri viðureign, og var nú að niðurlotum kominn. Og Angelique var nær dauða en lífi úr þorsta. Þau hresstust þegar þau sáu til kastalans og gátu hert ofurlítið á sér. Smámsaman tók ósnortið landslagið að breytast og taka meiri mynd af iífi. Á ströndinni í fjarska sáu þau móta fyrir mannlegum verum, og þegar þau komu fyrir beygju á stígnum, sem Þau fylgdu, rákust þau á hjörð af geitum, sem voru á beit I lágvöxnu grasinu. Millerand leit á geiturnar og hleypti í brýrnar. Hann dró Angelique á bak við klett og gaf henni merki um að leggjast niður. — Hvað gengur á? — Ég veit Það ekki, en mér virðast þessar geitur grunsamlegar. — Hvað er að þeim? — Mér kæmi ekki á óvart, Þótt Þær væru látnar reika um strönd- ina á nóttunni með luktir um hálsinn. — Hvað áttu við? Hann lagði fingur á varir sér og skreið fram á klettabrúnina. Hann rýndi niður fyrir um hríð og benti henni siðan að koma. — Eg hafði rétt fyrir mér, hvíslaði hann. — Sjáið. Fyrir neðan þau rann breið á til sjávar, beint fram af kastalamúrn- um. Milli klettanna flaut rekald úr skipi, sem hafði farizt — mastur, árar, segl, hlutar úr gylltri lunningu, kistur og plankar og öldurnar skoluðu öllu þessu til og frá, og hér og Þar gat að líta lík á floti. önn- ur lík höfðu skolazt upp ú ströndina og rauð klæðin sögðu sína sögu. Á ströndinni voru menn og konur, vopnuð báthökum að draga á land allt það sem flaut og einhver fengur gat verið í. Aðrir höfðu þann starfa að hrinda strönduðum líkum aftur á flot. Enn aðrir voru á leið í litlum bátum út að sjálfu skipsflakinu, sem hafði brotnað á hvössum kletti í mynni árinnar. — Þetta eru skipbrjótar, muldraði Millerand. — Á nóttunni hengja þeir logandi luktir um hálsinn á geitunum sínum svo skipin úti fyrir haldi að þetta séu hafnarljós og stýri í áttina þangað, til þess eins að farast við kiettana.. —• Svo þetta voru ljósin, sem galeiðuþrælarnir héldu að þeir gætu leitað skjóls hjá! — Þeir fengu það sem þeir verðskuiduðu. En hvað ætli Monsieur de Vivonne hugsi, þegar hann fréttir um hvarf flaggskipsins? Vesa- lings, gamla Royale! 2Q VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.