Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 50
Halló! Á ég að lána þér TEDDY? Ha-ha! Ég var bara að gera að gamni mínu. Heldurðu að ég vilji missa TEDDY? Það er svo gott að hugsa, þegar maður hefur TEDDY. Það eru aldrei nein vandræði með mig, ef ég hef TEDDY. ÞAÐ ER ÁRIÐANDI AÐ VELJA RETT TEDDY ventil-snuð — Danskt pat- ent 93868. Eina snuðið sem hef- ur ventil og svamp-fyllingu. Börnin kunna bezt við það. Það verður aldrei flatt og það er ekki hægt að bíta það í sundur. Bezti vinur minnstu barnanna VENTIL-SNUÐ gQ VIKAN 15. tbl. ríkisins og voru margir handtekn- ir. Márarnir sungu Allah sínum lof og dýrð og tóku suma fangana af lífi með því að negla þá upp í tré. í samtímaheimildum frá Kor- dóva er mjög dáðst að hreysti og ekki síður útlitsglæsileik þessara norrænu sjóræningja, sem þar eru sagðir hafa verið háir og bein- vaxnir eins og tré og gullnir á hár. Mesta víkingaferð til Miðjarðar- hafslanda var farin um 860, og tóku þátt í henni bæði Danir og Norðmenn. Foringjarnir voru Há- steinn sá, er áður er nefndur, og Björn járnsíða, sonur Ragnars loð- brókar. Þeir herjuðu eitthvað á ströndum Spánar og Marokkó, rændu síðan Rhonedal og Pisa á Italíu. Sagan segir, að þeir hafi ætlað að ráðast á Róm, en tekið aðra borg í misgripum. Þeirri borg, er Luna hét, náðu þeir með brögð- um. Hásteinn gerði sér upp veik- indi, lézt taka kristni og deyja síð- an. Báðu Víkingar borgarmenn þá leyfis um að mega flytja lík hins nýkristnaða höfðingja til kirkju, og var það veitt. En sem hliðum borg- arinnar var upplokið fyrir líkfylgd- inni, brugðu Víkingar við hart og ruddust inn sem einn maður. Að lokinni herferð Göngu-Hrólfs til Normandís mátti hernaði Vik- inga á meginlandi Vestur-Evrópu heita lokið, sem fyrir er sagt. I næstu grein verður fjallað um hina eiginlegu vesturvíkinga, herferðirn- ar til Bretlandseyja, sem urðu enn víðtækari og létu eftir sig dýpri spor. ★ Sjálfsmorð Framhald af bls. 17. var alveg viss um, hvað ég ætlaði að gera, þegar ég næði henni. Sú yrði nú hissa. Ég hægði á mér síð- asta spölinn, tók svo undir mig stökk, hún hrökk í kút á blábrún- inni, um leið sló ég í kápuna henn- ar og hrópaði: „síðasta"! En, þó ég gerði að sjálfsögðu allt sem ég gat, — þessi blessaður kjáni, hrædd við mig, sem geri aldrei flugu mein, — eitt stutt veikt óp í storminum og myrkrið gleypti hana! ★ Drengjapeysa Framhald af bls. 47. saumfar. Fellið laust af. Pressið stk. mjög lauslega frá röngu. Saumið tvöfalda vélstungu á hliðar peysunnar fyrir hand- vegum og hafið lengdina þá sömu og víddin mælist efst á erminni. Klippið milli stungnanna. Lykkið saman 34 1. fyrir öxlum bæði á fram- og afturstykki. Lykkið ermarnar í handvegina frá réttu við vélstunguna og saum- far ermarinnar. Brjótið saumfarið yfir sauminn og tyllið niður í hönd- um. II11 Frönsk Lauksúpa. iikg. kartöflur, 2 — 3 púrrur, 1 hænsnasúputeningur, 1 búnt persilja, nokkrar matsk. smjör eða smjörlíki, IV4 1. vatn, 1 tesk. salt, 10 hvít piparkorn, 1 lár- viðarlauf eða svolítið timian. Bræðið smjörið og sneiðið kartöflurnar í þunnar sneiðar, sömuleiðis púrr- urnar og látið hvort tveggja malla í smjörinu án þess að brúnast. Hellið vatn- inu með súputeningnum yfir, bætið kryddinu í og látið sjóða þar til kartöfl- urnar eru meyrar, eða í u.þ.b. 30 — 40 mín. Þeytið súpuna vel saman og bæt- ið kryddi í eftir smekk. Berið steiktar ostabrauðsneiðar með súpunni. Fylltur fiskur í ofni. Heill fiskur u.þ.b. IV2 kg., salt, sítrónusafi, 3 matsk. tómatpurré eða chilisósa, 1 ábætisskeið, rifin piparrót, 4 — 5 matsk. saxaður sultulaukur, pickles eða súrsuð gúrka, e.t.v. svolítið dill eða persilja, egg, rasp, smjörlíki, nokkrar matsk. ósætt hvítvín eða vatn og sítrónusafi og tómatpurré eða chilisósa. Takið trygginn úr fiskinum og skolið hann vel í rennandi vatni. Nuddið hann með salti og sítrónusafa og látið hann standa um stund. Gerið fylling- una úr tómat- eða chilisósunni, piparrótinni, pickles og lauknum og breiðið innan í fiskinn. Penslið hann að utan með eggi og stráið raspi á og leggið í smurt eldfast fat, setjið smjörlíkisbita á víð og dreif og hellið vatninu, sem tómatpurré eða chilisósu hefur verið blandað í, eða hvítvíninu, ef þið notið það, í botninn á forminu. Steikið fiskinn í ca. 40 mín við 225 gr. hita og ausið soðinu yfir hann öðru hverju rétt áður en hann er fullsteiktur. Berið kartöflu- mós og hrátt salat með. Ilrísgrjónaterta. 100 gr. hrísgrjón, 50 gr. sykur, 25 gr. súkkat, 25 gr. pommeransbörkur, 2 egg, 3 matsk. appelsínusafi, 100 gr. þeyttur rjóml. Hrísgrjónin soðin eins og laus hrísgrjón. Sykur, súkkat og pomeransbörkur, en súkkatið og börkurinn skorið smátt, er hrært saman við og síðan eggja- rauðurnar og appelsínusafinn. Hvíturnar stífþeyttar og settar varlega saman við ásamt þeytta rjómanum og deigið sett í smurt form eða eldfast fat og bak- að við jafnan hita, ca. 190 gr. í u.þ.b. hálftíma. Borðuð volg og flórsykri stráð yfir, áður en hún er borin fram. Jamaica-réttur. >/2 kg. hakkað svínakjöt, 2 matsk. matarolía, 1 matsk. smjör, 1 matsk. karrý, 2 epli, 2 dl. hrísgrjón, 1 matsk. mango-chutney, 3 dl. kjötsoð. Hakkaða kjötið brúnað lauslega í olíunni og smjöri og karrý bætt í. Eplin flysj- uð og skorin í smástykki og sett í pottinn ásamt hrísgrjónunum og chutneyinu- Látið malla svolitla stund, en síðan sett í smurt eldfast fat og soðinu hellt yfir. Bakið við 190 gr. hita í klukkutíma. Setjið lok eða málmpappír yfir fatið og bætið meira kjötsoði á, ef með þarf. Eplatcrta. Blandið saman jöfnu af mörðum, soðnum kartöflum, hveiti og smjörlíki. Þessu er blandað hratt saman og hnoðað og flatt út. Helmingurinn settur í botninn á tertuformi. 3 — 4 epli flysjuð og skorin í þunnar sneiðar og þeim raðað á botninn, sykri stráð yfir og nokkrum matskeiðum af bræddu smjöri hellt yfir, en síðan er hinn helmingur deigsins lagður ofan á og brúnunum þrýst vel saman. Penslið með eggi og stingið með gaffli hér og þar og bakið í ca. 30 mín. við góðan hita, eða 200 stig. Parísartriffle. Mjúkar og stórar sveskjur eru soðnar svolítið og lagðar til skiptis við þunnar appelsínusneiðar og gott krem í skál. Það þarf að taka burtu hvítu himnuna á appelsínusneiðunum og kjarnana. Skreytt með þeyttum rjóma og mörðu nougat. ^ ________________ _________________________________________________________

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.