Vikan


Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 14.04.1966, Blaðsíða 7
una“. Ég býst varla við að þú lútir herranum að Austurlanda sið með því að beygja hné þín og berja enninu í gólfið, segjandi: „Ég heyri og hlýði“, ætli þér yrði ekki fyrst fyrir að segja: „Éttu skít og farðu til fjandans sletti- reka“, því það er nú það góða við það ennþá á voru landi, að menn verða ekki drepnir þó þeir brúki kjaft, og það er náttúrlega ekki nokkurn skapaðan hlut af þér að hafa í sektareyri. Það gera allt fjandans útlendu vikublöðin, sum taka brauðið frá munninum á ykkur í Vikunni, og þó þú þyrftir kannski að sitja í stein- inum nokkrar vikur, vegna ó- sæmilegs orðbragðs um hans há- göfgi, þá væri það bara góð þjálfun undir lífsbaráttuna síðar meir. Kannski fengirðu að vera kokkur á einhverjum síldarbátn- um, og væri nú „Pétur sjómað- ur“ skipstjórinn á bátnum skil ég varla í öðru en ykkur liði vel, því nóg ætti að vera af bjórnum um borð. — Vertu svo blessaður, það segi ég „f fullri alvöru“, og þökk fyrir áheyrnina. Þinn einlægur Dalakarl. Ég veit að allt hjal um fækkun bænda er harla viðkvæmt mál fyrir þá sjálfa. Þú spyrð um það, Dalakarl, hvaðan mér komi rétt- ur til ákvarðana um að fækka bændum. Ég man ekki til þess að ég hafi ákveðið neitt um það og jafnvel þótt ég gerði það, þá mundi víst enginn fara eftir því. Hinsvegar man ég ekki betur en ég legði til, að þeim yrði fækk- að miklu minna en ýmsir aðrir hafa lagt til. Það er alveg sjálfsagt að fækka blaðamönnum og þá er sjálfgert um leið, að blöðin hætta að koma út. Ekki ætti það að gera neitt til; við kaupum bara Berlinske Tidende og Hjemmet í staðinn. Og svo er vitaskuld hégóminn cinber að vera með heildsala, bankastjóra og fasteignasala. Ég tek undir þessa niðurskurðarhug- mynd þína. í álverksmiðjuna og á fiskiflotann með allt þetta fólk. G.S. VILL FÁ GRÆNLAND. Virðulegi Póstur! Fyrir nokkrum árum var tölu- vert rætt um þann möguleika, að íslendingar fengju Grænland frá Dönum. Aðalfrumkvöðull þess máls var Jón Dúason, en þetta kom líka eitthvað til orða á þingi, ég held það hafi verið Pétur Ottesen, sem vakti máls á því þar. Mér þætti gaman að vita, hvort þetta mál er nú með öllu sofnað svefninum langa, og er slæmt ef svo er. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að við eigum meiri rétt til Grænlands en Danir, og því þá ekki að nota sér þann rétt? önnur ríki hafa sótt slík mál á alþjóðavettvangi og haft betur, svo sem þegar Indónesar heimtuðu vesturhluta Nýju-Gín- eu af Hollendingum, og svona mætti lengi telja. Ég slæ þessu fram hér, í von um að fleiri les- endur Vikunnar fái áhuga á mál- inu og láti í ljós álit sitt á því, hvað aftur gæti fengið stjórnar- völdin til að rumska. Eiríkur rauði. BLÖH VIKUHNAR Það voru einu sinni tveir bræð- ur, annar var 4 ára en hinn 6 ára. Sá eldri var farinn að kynn- ast leyndardómi lestrarkunnátt- unnar, og var sí stafandi á öll skilti og auglýsingar, sem hann kom auga á. Sá yngri var að reyna að fylgja hinum eftir, af lítilli kunnáttu. Sunnudag einn næstan eftir páska, fóru foreldr- ar þeirra í gönguferð um bæ- inn með þá, og var verið að skoða í búðarglugga og annað mark- vert, og sífellt var verið að stanza og stafa á skilti. Sá eldri fékk hrós hjá foreldrum sínum, þegar hann gat kveðið að orðunum rétt. Sá yngri var orðinn grænn af öfund. Nú koma þau að bensín- sölu í Hafnarstræti, þar sem blas- ir við auglýsing frá Esso. Kallar nú sá litli upp: „Nú get ég“! Var nú stanzað meðan hann veltir þessu fyrir sér, svo segir hann sigri hrósandi: „Þrír, s, s, páska- egg“! Til skýringar: E, var eins og öfugir þrír, essin þekkti hann, en O minnti hann á páskaeggin góðu. Ólöf Sigurjónsdóttir, Efstasundi 90. Reykjavík. DJCPFRYSTIMG er fljótlegasta, auðveldasta og bezta geymsluaðferðin — og það er hægt að djúpfrysta hvað sem er: kjöt, fisk, fugla, grænmeti, ber, mjólkurafurð- ir, brauð, kökur, tilbúna rétti o.fl., og gæðin haldast óskert mónuðum saman. Hugsið ykkur þægindin: Þér getið aflað matvælanna, þeg- ar þau eru fersk og góð og verðið lægst. Þér getið búið I haginn, með þv( að geyma bökuð brauð og kökur eða tilbúna rétti. Og þegar til 6 að taka er stutt að fara, þ.e.a.s. ef þér hafið djúp- frysti ( húsinu. Og djúpfrysti ættuð þér að eiga, þvi hann sparar yður sannarlega fé, tfma og fyrir- höfn, og þér getið boðlð heimilisfólkinu fjölbreytt góð- meti allt órið. Takið því ferska ókvörðun: — fáið yður frystikistu eða frystiskáp, og . . . Látið kalda skynsemina ráða — veljið ATLAS, vegna gæð- anna, vegna verðsins, vegna útlitsins. Við bjóðum yður 3 stærðir af ATLAS frystikistum og 2 stærðir af ATLAS frystiskápum. Munið ennfremur ATLAS kæliskápanna, sem fást ( 5 stærðum, auk 2ja stærða af hinum glæsilegu viðarkæliskápum f herbergi og stofur. Komið og skoðið, skrifið eða út- fyllið úrklippuna, og við mun- um leggja okkur fram um góða afgreiðslu. Sendum um allt land. s SÍMI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar, m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................................................. Heimilisfang: .......................................................... Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. VIKAN 15. tbl. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.