Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 6
Ronson RONSON fyrir dömuna RONSON fyrir herrann RONSON fyrir heimilið RONSON KVEINJNRI er tilvalin tækifærisgjöf WORLO'S GREATEST LIGHTERS EKTA BÍTLAR - OG FALSKIR. Kæra Vika! Ég lít venjulega yfir póstinn hjá þér og les í fljótheitum það, sem þar er skráð. Undanfarið hef ég rekist þar á eitthvað af bréf- um um fyrirbæri það, sem bítlar kallast, og þá ekki síst þessa Hijóma eða Óma eða hvað þeir nú heita þarna í Keflavík. Hafa sumir í Póstinum orðið til að hrósa þessum drengjum, en aðrir kallað þá leiðinlega. Ekki er því að neita, að mér finnst þessi Keflavíkurhljóm- sveit — og aðrar íslenzkar á svip- aðri línu, sem ég man ekki hvað heita — hörmulega leiðinleg, og mig hryllir beinlínis við smekk- leysi þess fólks, sem er svo létt- lynt að tengja þá að einhverju leyti við hina upprunalegu Bítla frá Liverpool eða aðrar vinsæl- ar bítlahljómsveitir í engilsax- neska heiminum. í Englandi og írlandi hef ég heyrt og horft á bítlahljómsveitir, sem hafa það ekki einungis fram yfir Kefla- víkurdrengina að geta sungið og leikið á hljóðfæri, heldur og lif- andi og listræna framkomu á sviði. Þetta síðasttalda vantar hina íslenzku „bítla“ átakanlega, og raunar íslenzkar danshljóm- sveitir yfirleitt. Annað mikilvægt atriði: Öll dægurlagatónlist, sem eitthvað er að marka, á rætur sínar í þjóðlagatónlist. Og íbúar Bret- landseyja eiga ótæmandi auð góðra þjóðlaga af ýmsu tagi, einkum þeir, sem eru af keltnesk- um uppruna. Það er engin tilvilj- un, að Bítlarnir skyldu koma frá Liverpool. fbúar þessarar gömlu og skítugu siglingaborgar eru að miklu leyti velskir og írskir að ætt, og áratug eftir áratug og mann fram af manni hafa þeir þróað með sér sannkallaðan fjársjóð af sjómannasöngvum í þjóðlagastíl. Um Liverpool var í gamla daga sagt, að þótt fólkið skorti bæði fæði og klæði, tré og söngfugla, þá væri það sjálft stöðugt syngjandi. Bítlunum var því söngur margra alda í blóð borinn. Ekki er nema von, að þessir heimskautalabbakútum okkar bregðist illa bogalistin, þegar þeir fara að stæla sanna bítla með litla kunnáttu, en minni hæfileika og enga tradisjón að baki. Við áttum einu sinni okk- ar þjóðlög, rímurnar, en nú veit æskan naumast að svoleiðis nokkuð hafi nokkurntíma verið til. Við höfum ekki haldið tengsl- unum við söng aldanna, eins og þeir í Liverpool hafa gert, og því verður okkar bítilsöngur aldrei annað en ámátlegar eftir- hermur. Gamall reiður bítill. LEIÐRÉTTING VARÐANDI KJÖT- VERÐIÐ. Hr. ritstjóri! Mér þykir leitt að slæm villa er í bréfi því, sem ég skrifaði yður og birt er í síðustu Viku, 5. maí 1966. Þar er sagt að einn kjóll- inn sem ég keypti í Hamborg hafi kostað 124 mörk en á að vera 174. Þar sem þetta stangast illa á við það verð, sem ég gef upp fyr- ir kjólana samanlagt og mína gjaldeyriseyðslu, held ég að rétt væri að leiðrétta þetta, annars mun fólk álíta að annað, sem ég held fram í bréfi þessu, muni vera álíka vitlaust. Ég sendi yður hér með nótuna yfir kjólinn, 10 mörkin sem bætt er við verðið á r.ótunni, eru fyr- ir að stytta kjólinn. Virðingarfyllst Húsmóðir í Hafnarfirði. Viff biffjumst afsökunar á vill- unni, og hvaff nótuna snertir, þá sannar hún mál þitt svo ekki verffur um villst. Svar til J.J., Dalvík: Eins og þú sérff, er fegurffarsam- keppnin nú hafin, svo aff ég vona aff þú fyrirgefir okkur seinlætiff. Skriftin er dáfalleg, og skrif- pappírinn ekki síffur. Er þessi tegund af honum kannski fram- leidd á Dalvík? HVERSVEGNA ER SKÝRINGARTEXT- INN NEÐST? Kæri Póstur! Væri til of mikils ætlast að þú vissir hversvegna íslenzki skýr- ingatextinn í kvikmyndahúsun- um er alltaf neðst á tjaldinu? Það er hálf hlægilegt að sjá alla teygja fram hausana um leið og myndin hefst, mætti ekki hafa hann efst? Og úr því að ég minn- ist á kvikmyndahúsin, er ekki ennþá í gildi sú gamla regla að snúa rassinum frá þeim sem sitja í sætum sínum um leið og maður trampar á tánum á þeim? En veiztu í hvaða verzlunum g VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.