Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 50
E VINRUDE TAN BORÐS HREYFLAR A UOlQi Á SJfl SPIITVEIBIMEHN VEIBIBÆNDUR ÍTGERIARMENN LIGHTWIN 3 hö. 3ja ha. hreyfill, mjöglétturog þægilegur. Tilvalinn á grunn- um vötnum. Verð kr. 8182,00 HÖfum einnig fyrir sport- veiðimanninn ANGLER 5, sem er 5 hö., léttur cn kraft- mikill. Verð kr. 12.308,00 SPORTWIN 91/2 hö. Kraftmikill, hljóðlítill léttur miðað við orku. Sérstaklcga spameytinn þægilegur í meðförum. Verð kr. 19.801,00 og og FASTWIN M' 18 hö. rétta tcgundin fyrir báta mcð þungan farm og fyrir vatriaskíðaíþrótt. Kjörinn á hjálparbáta á síldveiðum. Verð 22.411,00 Höfum cinnig BIG TWIN 40, sem er afar þægilegur á ýmis konar sjóferðum. ALDREIBETRIEN NU Evinrude utanborðshreyflarnir hafa verið framleiddir samfleytt í 59 ár — einkunnarorðin eru og hafa verið NÁKVÆMNI og KRAFTUR. Þér fáið það bezta út úr bátnum, því að það bezta hefur verið lagt í hreyfilinn. ALLAR UPPLYSINGAR I SÍMA 38000, EÐA I VERZLUN VORRI LAUGAVEGI 178 Fullkomið morðkvendi Framhald af bls. 11. á fætur annarri, til að reyna að fá einhverjar hugmyndir, en þær voru, því miður, allar óframkvæmanlegar. Þetta varð að líta út sem slys, hugs- aði hún. Þetta með eitrið hafði al- veg misheppnazt, en það hlaut að koma að því að hún dytti niður á eitthvað. Dag nokkurn rakst hún á þunnan pésa, á einni rykfallinni hillunni. „Morð handa fagmönnum", stóð á upplitaðri kápunni. Hún opnaði pésann, og þar var í stafrófsröð yfirlit yfir morðaðferðir. Það byrjaði á „Anafylaxi", það var að nota eitraða bitvarga. Þetta gat verið gott, því að Frank hafði of- næmi fyrir vespum, en það yrði ekki auðvelt að fá hann til að standa kyrran, meðan vespan beit hann. Kurarin var líka fljótvirkt, en hún gat ekki náð í neinn hottentotta til að skjóta hann með eitraðri ör. Að lokum var það Zombi-snákurinn, en það var vonlaust, hún gat ekki náð í neinn snák, hún varð bara að vona að snákurinn hitti Frank. Allar mögulegar og ómögulegar hugmyndir flugu í gegnum höfuðið á henni. — Bara að við værum bú- sett í stórborg, hugsaði hún. — Þá gæti ég hrint honum undir neðan- jarðarlestina . . . Hún sá í anda hjörð af villtum nautgripum troða hann í hel, hún sá hann detta ofan í lyftuop, — steypast út úr flugvél, og einu sinni var hún næstum því búin að koma upp um sig af ógætni. Þau voru að kasta pílum í mark hjá nágrönnunum og Frank var að taka pílur út af markaskífunni, en hún hélt áfram að kasta og það munaði minnstu að hún negldi hann fastan á eyranu, með einni pílunni. Það gekk mjög nærri Amy að hún gat ekki komið sér niður á ör- ugga aðferð til að ryðja honum úr vegi. Taugar hennar voru strengd- ar, eins og fiðlustrengir, og um tíma var hún að hugsa um að hætta við allt saman. Eitt kvöldið fór Frank inn í skrif- stofuna sína og tók haglabyssu nið- ur af veggnum, og meðan hann var að strjúka silkimjúkt byssuskeft- ið, munaði minnstu að hann hefði skotið af sér stóru tána á öðrum fætinum. Amy kom æðandi og hrinti hurðinni á Frank, sem var sjóðandi af bræði. — Ert það þú sem hefur verið að fikta við byssurnar mínar? öskr- aði hann. Amy leit út eins og sakleysið sjálft og munnurinn titraði af skelf- ingu. — En elsku Frank, ég hefi ekki snert byssurnar þínar. Þú hefur sjálfur sagt mér hve hræðilega hættulegar þær séu! Frank benti á gatið á gólfinu. — Fjandinn hafi það, það mun- aði minnstu að ég hefði skotið af mér fótinn. Þú veizt mæta vel, að ég hengi aldrei upp hlaðna byssu. Amy fór inn til sín og hné niður á rúmstokkinn. — Róleg, róleg, sagði hún við sjálfa sig. — Það er um að gera að vera róleg. Ekkert æði, það borgar sig ekki, ég verð að reyna að finna upp á einhverju nýju. Næstu viku skeði ekki nokkur skapaður hlutur. Þessir smámunir sem hún var að láta í mat hans, gerðu hvorki til né frá. Þetta var bara eins og einskonar æfing, með- an hún beið eftir hinu gullna tæki- færi. Svo var það á þriðjudagskvöldi að Frank sagði upp úr þurru: — Ég ætla út i kvöld . . . Amy leit á hann og yppti öxl- um. — Þú hefur það eins og þú villt, sagði hún rólega. Meðan Frank lá ! heitu baðinu og hugsaði með tilhlökkun um kvöldið sem hann átti framundan, með Syl- víu, þá kom Amy æðandi inn í bað- herbergið, með lítið útvarp í hönd- unum. • — Ég hélt þú vildir hlusta á í- þróttafréttirnar, sagði hún og setti útvarpið á hillu, fyrir ofan baðker- ið. Um leið og hún sneri sér við til að fara út, flæktist hællinn á skón- um hennar í snúrunni frá útvarpinu og það féll ofan af hillunni. En um leið hafði ístungan losnað úr sam- bandi, og útvarpið gerði ekki ann- að af sér en að detta ofan á höfuð Franks. — Fjandinn hafi það, — út með þetta andskotans útvarp! Svo þrammaði hann út úr bað- herberginu, klæddi sig og opnaði útidyrahurðina. Hann staðnæmdist andartak á dyraþrepinu, sneri sér við og kallaði til hennar: — Þú ert verri en svartur köttur. Líf mitt er ekki túskildings virði, meðan ég er í nærveru þinni. En þegar hann hljóp niður af þerpinu, hrasaði hann um lausan tígulstein og féll á höfuðið niður á gangstéttina. Amy stóð í dyrunum og sá fólk- ið streyma að. Höfuð hans hafði lent á brúninni og hann lá graf- kyrr. Hún hljóp til, beygði sig niður og lagði höfuð hans í kjöltu sína. — Hringið þið á lækni fyrir mig, sagði hún við nærstadda. Frank stundi og ætlaði að standa upp, en gat það ekki. Hann horfði framan í Amy. Hann hafði meðvitund aðeins nokkur augnablik áður en hann dó, en hann notaði þau vel. Hvað hann sá f augum hennar, hvort það var léttir, — ánægja, eða mállaus undr- un, er eitt víst, ást var það ekki, þv! hann sagði hátt og skýrt við lögregluþjóninn, sem sat á hækj- um sínum við hlið hans: — Þetta er henni að kenna. Hún hrinti mér... I ☆ 5Q VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.