Vikan


Vikan - 02.06.1966, Side 17

Vikan - 02.06.1966, Side 17
— Hvað er hann að gera? Hann er brjálaður, þessi maður! Þau greindu Rescator á logandi skut Sæarnarins. Sjómennirnir höfðu höggvið á akkerisfestarnar og þrísigluna rak nú út úr eldhafinu, þótt hún væri logandi sjálf. Logarnir á þilfarinu risu hærra og urðu ákaf- ari. Bugspjótið féll af. Siðan kom ærandi sprenging. — Púðurbirgðirnar, muldraði Angelique. — Nei. Savary dansaði enn af gleði og trampaði ofan á henni með þungum skónum. Vassos Mikoles reyndi árangurslaust að róa föður sinn. — Þetta hvíta ský þarna við sjávarborðið, hrópaði Savary. Hvað er það? HvaO er þaO? Þykkur, gulur mökkur kom upp úr iðrum skips Rescators og flaut út yfir sjávaryfirborðið. Á engri stundu haíði þetta hjúpað skipið, næstum upp að sigiutoppum. Það slökkti eldsglóðina og þrísiglan hvarf í þessum reykhjúp. Höfnin, sem enn stóð í ijósum loga, var nú að hverfa í fjarska og Grikkirnir réru af öllum kröftum. Áður en langt um leið, drógu þeir upp segl og. barkskip flót.tamannanna flaut léttilega yfir öldurnar. Savary lagði frá sér sjónaukann. — Hvað gerðist? Það var eins og maðurinn slökkti í skipinu með göldrum. Meðan hann velti fyrir sér þessum leyndardómi, notaði sonur hans tækifærið til að hverfa ofan í skipið svo lítið bæri á. Candia var nú varla sjáanleg, nema sem rauð glóð, sem enn spegl- aðist í sjónum. Allt í einu varð henni ljóst, að hún var enn með skikkju Rescators um axlirnar. Óskiljanlegur dapurleiki þyrmdi yfir hana, og hún fól andlitið í höndum sér og stundi þungan. Konan við hlið hennar snerti handlegg hennar: — Hvað er að yður? eruð þér ekki glöð yfir að vera frjáls? Hún talaði grísku, en Angelique skildi hvað hún átti við. — Ég veit það ekki, sagði hún með ekka. — Ég veit það ekki. Ó, ég veit það ekki. Síðan kom stormurinn. , 15. KAFLI Storminn, sem entist í tvo langa og hræðilega daga, lægði að morgni þriðja dagsins, en báturinn vaggaði og hjó öldurnar með horfið mastur og mölbrotið stýri. Fyrir eitthvert kraftaverk hafði enginn meiðzt eða farið fyrir borð, en þegar fyrsti góðviðrisdagurinn rann upp, tóku allir að skima út yfir sjóinn í von um að sjá bát eða skip, sem gæti hjálpað þeim. En sjórinn var alauður. Það var ekki fyrr en um kvöldið, að maltneskt skip kom í ljós við sjóndeildarhringinn og svaraði hjálpar- beiðni þeirra. Þetta var ein af stríðsgaleiðum Mölturiddaranna. Grikkirnir voru drifnir um borð, hjúpaðir með brekánum, gefið að éta og síðan yljað með góðu Astivíni. Litlu síðar var Angelique kynnt fyrir skipstjóranum, þýzkum riddara um fimmtugt, Wolf Nesenood baróni, hávöxnum, ljóshærðum; hann var nokkuð farinn að grána við gagnaugun; með þrjár fölar hrukkur, sem voru áberandi á sólbrúnu enni hans. Hann var viðfrægur sjómaður og fær hermaður. Undirforingi hans, franskur riddari um þrítugt, hét Roguier — sak- leysislegur unglingur, sem Angelique virtist hafa mikil áhrif á. Hún tjáði þeim alla sína titla og rakti ævintýri sitt. Þegar þau komu í land í Valetta, var henni boðið að dvelja hjá riddara að nafni de Rochebrune, sem tók á móti henni, sem hátt- virtum gesti. Þetta var skemmtilegur, roskinn maður, sem hélt á Möltu í heiðri allar þær venjur og siði, sem hann hafði vanizt, meðan hann dvaldi við hirðina. Húsnæðið, sem hann kallaði hógværlega krá, var raunar ein af átta ljómandi höllum, sem hann rak sem einskonar vöruhús, og hver um sig var fulltrúi hinna átta tákna i merki Möltu- riddaranna, og hver um sig endurspeglaði þjóðareinkenni þeirra svæða, þar sem reglan átti ítök: Provence, Auveregne, Frakklands, Italíu, Argon, Kastilíu, Þýzkalands og Englands, þótt síðasttalda landið hefði nú tekið mótmælendatrú. Hér fékk hún svo góða meðhöndlun og var sýnd svo mikil lotning, að hana langaði ekkert til að flýta sér í burtu, og þar að auki var hún á Möltu undir vernd síðasta kristna virkisins í Miðjarðarhafinu. Borgin Valetta var fögur, gerð úr marmara, en var tekin að gulna af salt- loftinu. — Hún reis eins og gullkambur móti bláum og rauðum himni —- bjölluturnar, hvolfþök, hallir á sjávarklettum, virkisveggir, hálf- þaktir af fallbyssum, sem náðu lengst ofan úr eyjunni og niður að höllinni, sem í sjálfu sér var virki frá náttúrunnar hendi. Brýr náðu eins og armar á risakrabba frá hinni raunverulegu höfn út á fjöldan allan af litlum eyjum, og hver um sig var rækilega víggirt. 1 þessari „krá“ hjá Rochebrune greifa, landa hennar og nokkrum kunningjum frá dögunum í Versölum, frétti hún að de Vivonne hertogi hefði leitað hennar um allt. Franski flotinn hafði dvalið í Valetta í tvær vikur, en var nú nýfarinn. Þær fréttir að Royale, hefði farizt við strepdur Sardínu höfðu næst- um riðið Vivonne að fullu. Þar sem hann var aðmíráll konungsins, var skipsskaðinn einn nógu slæmur fyrir hann; en þar sem hann var þar að auki ástfanginn af Angeliqua — að því er hann áleit sjálfur — var hann óhuggandi vegna þeirra hræðilegu örlaga, sem hún hlut að hafa þolað. Fyrst sonurinn, síðan móðirin — hann hafði ekkert fært nema dauða og tortimingu. Ekkert gat huggað hann, fyrr en hann fékk skilaboð frá Millerand liðsforingja, sem ennþá var fangi Paolo Visconti baróns, sem heimtaði þúsund pjastra í lausnargjald fyrir hann. Skilaboðin staðfestu tap Royale, en gáfu einnig upplýsingar um Mar- quise du Plessis, sem, að því er hann sagði, var heil á húfi, hafði flúið frá baróninum og var nú vafalítið komin til Krítar á litlum seglbáti. De Vivonne hertogi tók gleði sína þegar i stað, og þegar gert hafði verið við galeiðu hans í höfninni í Valetta, lagði hann af stað til Krítar í von um að finna Marquisuna fögru, sem aðeins fáum dögum eftir brottförina steig sjálf fæti á Möltu í svartri skikkju Rescators, sem nú var orðin saltmettuð og óhrein. Angelique gat ekki varizt brosi yfir þessum eltingaleik. Vivonne, galeiðuþrælarnir, skyndilega afturkoma Nicholasar, eins og manns, sem risið hafði upp frá dauðum, — dauði hans — allt þetta var nú svo langt í burtu. Var raunveruiegt, að hún hefði lifað þetta allt saman? Atburðirnir gerðust svo hratt. Og jafnvel hræðilegri og nýliðnari við- burðir höfðu skilið eftir sitt mark á henni. Viku eftir komu hennar til Möltu, rakst hún á Don José de Almada á götunni. Hann og félagi hans, de la Marche ráðsmaður, voru komnir til eyjarinnar. Tvisvar skipreika og þrisvar á flótta, var Angelique nú orðin nógu vön undarlegum viðskiptum til að roðna ekki, þótt hún hitti mann, sem hafði séð hana nakta á uppboðspalli á þrælamarkaði. Og yfirmaðui' þrælahalds var of vel að sér til að verða vandræðalegur í ótíma. Þau heilsuðust með miklum virktum og voru þegar í stað farin að rifja upp sameiginlegt ævintýri, eins og tveir gamlir vinir. Og þessi strangi Spánverji lét í Ijósi ósvikna gleði yfir því, að sjá hana hér, enn lifandi og lausa úr klóm sjóræningjanna. — Ég vona, Madame, sagði hann, — að þér séuð ekki of reið við okkur fyrir að gefa yður á vald hinni brjálæðislegu græðgi og sjálfs- elsku bjóðendanna í Candia. Annað eins uppboð hefur aldrei farið fram, og verður aldrei. Þetta var fulikomið brjálæði. Ég gekk eins langt og mér var mögulegt. Angelique sagðist vera honum mjög þakklát fyrir það, sem hann liefði reynt að gera fyrir hana, og um leið og hún hefði hlotið frelsi sitt, myndi hún minnast hans með þakklæti. — Guð forði yður frá að falla í hendur Rescators aftur! andvarpaði de la Marche ráðsmaður. — Þér eruð ábyrg fyrir hræðilegasta áfalli allrar lífsgöngu hans. Eldurinn er aukaatriði, en að tapa konu á sama kvöldi og hann öðlaðist hana — ambátt, sem hann hafði greitt fyrir svimháa upphæð, þrjátíu og fimm þúsund pjastra.... þetta var ó- þokkabragð, sem þér gerðuð honurn, Madame. E’n farið varlega. Þeir sögðu henni, hvað gerzt hafði, nóttina hræðilegu í Candía. Eld- urinn hafði breiðzt út í gömlu timburhúsin i tyrkneska hverfinu, sem fuðruðu upp. 1 höfninni hafði fjöldi skipa brunnið niður að sjávar- borði eða skemmst verulega. D’EscrainvilIe markgreifi hafði fengið flog, þegar hann sá Hermes hverfa fyrir augum sínum í reyk og eldi. Rescator hafði hinsvegar heppnazt að bjarga þrisiglunni sinni, með því að slökkva eldinn á einhvern leyndardómsfullan hátt. Eftir þetta eyddi Savary miklum tíma á Auvergneheimilinu eða Kastilíuheimilinu, til að lokka upp úr riddurunum tveimur, eins mik- ið af smáatriðum og mögulegt væri. Hvernig hafði Rescator heppnazt að slökkva eldinn? Hvaða aðferðir hafði hann notað? Hvað hafði hann verið lengi að því? Don José hafði ekki nokkra hugmynd um það. Ráðsmaðurinn hafði hins vegar heyrt um einhvern arabiskan vökva, sem breyttist i gufu, þegar hann komst í samband við hita. Allir vissu, að Arabarnir voru mjög færir i framandlegum vísindum, sem kölluð voru efnafræði. Eftir að hafa bjargað sínu eigin skipi, hafði Rescator hjálpað til við að slökkva í hinum skipunum, en þrátt fyrir viðleitni hans hafði það haft takmörkuð áhrif, því eldurinn hafði breiðzt út með ótrúlegum hraða. — Ég er ekki hissa, hlakkaði í Savary, og það glampaði á augun i honum bak við gleraugun. — Grískur eldur.... Hann talaði svo mikið, að hann vakti tortryggni riddaranna tveggja: — Gætuð þér hafa verið einn þrælanna, sem stóðu fyrir þessu hræði- lega áfalli? Við misstum eina af galeiðunum okkar.... Savary afsakaði sig í flýti og fór. Hann fór til Angelique með vanda- mál sín. Hvert ætti hann að fara héðan? Átti hann að fara til Parísar og skrifa skýrslu fyrir vísindaakademíuna, varðandi tilraunir hans með maumie? Eða átti hann að leita að Rescator og læra leyndarmálið um það, hvernig hann hefði slökkt eldinn? Eða átti hann að halda á- fram fyrirhugaðri ferð sinni svo hættulegri og svo óvissri, til að fá nýjar birgðir af maumie frá uppsprettunni í Persiu? Hann var ósköp aumur með sig, þegar hann hafði ekki lengur hina dýrmætu mawmieflösku til að gæta og flytja með sér. Og síðan, hvað um Madame du Plessis-Belliére sjálfa? Hvert stefndi hún? Hún vissi það ekki. E?n rödd hvislaði I eyra hennar: Snúðu aftur heim. Biddu konunginn að fyrirgefa þér og gefðu þig honum á vald, síðan.. —.. En henni hraus hugur við því úrræði, og þrátt fyrir allt starði hún út á hafið í leit að nýrri von. Sólin var að setjast, og frá borgarturnunum glumdu hundruð klukkna, sem kölluðu til kvöldbæna. Angelique lokaði glugganum. Þetta var svo mikill hávaði, að hún heyrði ekki einu sinni hvað hún var að hugsa. Skikkja Rescators lá á rúminu hennar. Þótt hún væri orðin óhrein og illa farin, vildi hún ekki láta hana frá sér því henni fannst hún einskonar sigurmerki. Hún teygði úr sér á rúminu og gróf andlitið í flauelskrag- ann. Sjávarvindurinn og saltið höfðu ekki þvegið úr honum mjúkan ilminn. Þegar hún fann hann, sá hún aftur fyrir sér stóru, svörtu veruna, sem gnæfði yfir henni. Hún heyrði aftur djúpa, hása röddina, og fyrir henni rifjaðist upp þessi furðulega stund í Candia, á kafi í skýjum af reykelsi og tóbaksreyk, ilmi a£ kaffi, hljóðfæraslætti. Og gegnur rifurnar í svörtu flauelinu vöktu tvö brennandi augu yfir hverri hreyfingu hennar. Framhald á bls. 28. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.