Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 14
ANDRÉS INDRIÐASON Oska- hljómsveitin Sýnt er, að þátttaka mun verða mikil í skoð- anakönnuninni um óskahliómsveitina. Fjöldi bréfa hafa borizt og vonandi eiga enn fleiri etfir að berast, en eins og sagt var frá í næst síðasta blaði, er frestur til að skila til- nefningu til 4. júní n.k. Þeim, sem ekki hafa fýlgzt með þessari skoðanakönnun, skal á það bent, að lesendur kjósa þá íslenzka hljóð- færaleikara, sem þeir álíta bezta, þ.e. sóló- gítarleikara, rhythmagítarleikara, bassagítar- leikara, trommuleikara, tvo saxófónleikara, orgelleikara og söngvara. Þannig fáum við óskahljómsveitina — og mun hún koma fram í þættinum Lög unga fólksins, en auk þess verða þeir, sem tilnefningu hljóta, að sjálf- sögðu kynntir hér í blaðinu. Utanáskrift okkar er: Vikan, Eftir eyranu, Skipholti 33, Reykjavík. Róianlík Hér er mynd af hinum frægu hjónakornum, George Harrison og Patti Boyd. Myndin er tekin á pálmaeyjunni Barbados, sem er ein- hversstaðar í Karabíska hafinu, en þangað héldu þau 1 hálfs mánaðar brúðkaupsreisu skömmu eftir að þau höfðu látið pússa sig saman. Myndin sannar raunar, að ekki hafa þau fengið að vera í friði fyrir blaðaljós- myndurum frekar en fyrri daginn. Þegar þau komu aftur til London, á 23. afmæl- isdegi Georgs, fagnaði þeim kerskari ljósmynd- ara og blaðamanna á flugvellinum. Frúin var spurð m.a., hvort hún hygðist halda áfram ferli sínum sem tízku- sýningardama. Georg leit á hana og spurði: — Hvað segirðu um það, gæzkan? Hún brosti hálf feim- in og sagði: — Svona við og við, býst ég við. The Hollies í búningsherbergi sínu í Háskólabíói. (Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson). Hliímleikar th( Hollies í fabrúar s.l. Það er orðin gömul og nokkuð slitin klisja, að hver sú hljómsveit, erlend, sem kemur hingað til lands, er talin bezt í heimi, — þ.e. næst á eftir Bítlunum og Rollingunum. Reykvískir unglingar hafa nú fengið að sjá og heyra nokkrar þekktar brezkar hljóm- sveitir, The Swinging Blue Jeans, The Searchers, Brian Poole og The Tremeloes, The Kinks og nú fyrir skömmu The Hollies. Hinir síðasttöldu njóta að sönnu talsverðra vinsælda víða um heim, en tæpast mundu þeir unglingar, sem sáu og heyrðu þá félaga í Háskólabíói skrifa undir það, að þeir væru þriðja vinsælasta hljómsveitin í heimi, svo sem auglýst var. Þannig var Brian Poole snöggtum tilþrifameiri — að ekki sé minnst á The Kinks eða The Searchers, sem er að öllu samaniögðu bezta erlenda hljómsveit, sem enn hefur hingað komið. The Hollies hafa sent frá sér margar frábærar hljómplötur, og þess vegna hefur mörgum eflaust verið fagnaðarefni að sjá þá hér í eigin persónu. Lagið „I’m Alive“ var á hvers manns vörum s.l. sumar, fallegt lag og óvenju vel sungið og sama er raunar að segja um nýjustu lög þeirra „Look through any window“ og „If I needed someone“. Síðast nefnda lagið er eins og kunnugt er eftir Georg Harrison og er á nýjustu hæggengu plötu Bítlanna. Georg komst svo að orði, þegar hann heyrði The Hollies flytja þetta lag sitt, að það minnti hann á undirbúnings- laust „jamsession" hljóðfæraleikara, sem aldrei hefðu leikið saman. En víkjum nú að hljómleikunum í Háskólabíói. Auk The Hollies komu fram tvær ágætar unglinga- hljómsveitir, Logar frá Vestmannaeyjum og Dátar. Þessar hljómsveitir eru um margt ólíkar, Logar eru fyrst og fremst „Rhytm og Blues“ hljómsveitir, en Dátar hafa tileinkað sér spilastíl Bítlanna og Kinks. Óhætt er að segja, að Logar hafi komið á óvart með hinni ágætu frammistöðu sinni. Það var líka Ijóst strax í upphafi, að þeir áttu mikil ítök meðal áheyrenda, enda eru þeir mörgum að góðu kunnir eftir dvöl þeirra í höfuðstaðnum fyrir nokkrum mán- uðum. Hljómsveitin er mjög samstillt og var greini- legt að piltarnir höfðu lagt rækt við æfingar fyrir þessa hljómleika. Hinn ungi söngvari, Helgi Her- mannson, á áreiðanlega eftir að láta að sér kveða síðar meir, ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann hefur breiða og afar þægilega rödd, sem naut sín Framhald á bls. 37. Sfiörnublik Hiónin Sonny og Cher hafa að undanförnu ferðast vítt og breitt um Bandaríkin og enn sem fyrr vakið athygli fyrir lögin sín og hinn frumlega klæðnað. Þó er sýnt, að á- hugi á lögum Sonna er held- ur að réna, enda Iíkjast þau hvert öðru æði mikið. Á nýj- ustu plötunni syngja hjónin lagið „But you're mine" en lagið ,,The Revolution Kind", syngur Sonny einn, þótt f rauninni sé ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því í fljótu bragði, hvort það er karlmaður eða kvenmaður, sem syngur . . Næsta tveggja laga plata Bítlanna er vænt- anleg mjög bráðlega. Upp- taka þriðju kvikmyndar Bítl- anna, A Talent For Loving, mun hefjast í sumar, en ráð- gert er að myndin verði frumsýnd í nóvember......... Ungur maður hefur tjáð brezku músikblaði, að aðdá- endur The Who, séu ekki ann- að en „heimskar, skrækjandi smástelpur og andlega bil- aðir aumingjar". Víst hafa allir leyfi til að láta I Ijós sína skoðun, en er það ekki dálítið undarlegt, að þessi ummæli skuli koma frá Pete Townsend, gítarleikara The Who? .... Ein nýjasta plata Donovans er helguð Bítlun- . um Jóni og Páli. Upphafleg- ur titill plötunnar var „For John and Paul", en þessu var breytt í „Sunshine Superman" . . . Petula Clark hefur sung- ið hið vinsæla Kinks-lag „Well Respected man" á frönsku. Ray Davies samdi þetta lag, þegar hann hafði verið spurður móðgandi spurninga á blaðamanna- fundi . . . Trommuleikari The Animals, John Steele, hefur nú sagt sig úr hljómsveitinni . . . The Honeycombs, sem fyrst vöktu á sér athygli fyr- ir lagið „Have I the right"? hafa nú farið að dæmi The Toys og sent frá sér lag, sem byggt er á tónverki eft- ir Schubert. V________________________________J VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.