Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 19
Morris Wills og hin kínversko kona hans, Kai-yen ásamtl dóttur þeirra, eftir að þau| komu ti! Bandaríkjanna. Kai-yen, stúikan sem Willsí trúlofaðist í Kína. Hún va tekin fös fyrir lognar sakir,: þegar það vitnaðist að húnj væri í tygjum við Bandarikja- mann. Pekingháskóla, þeim mun meiri andkommúnist- ar urðu þeir. Jafnvel ofstækisfullir kommúnist- ar urðu með tíð og tíma ofstækisfullir andkomm- únistar. Þannig var málum komið í umhverfi mínu þegar ég fór að hugleiða, hvort ekki væri rétt- ast að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þá hafði ég líka hitt Kaí-jen. Við Kaí-jen elskuðum hvort annað og vildum giftast. En föðurbróðir hennar geðjaðist ekki að mér af því að ég var útlendingur, og hann sá til þess að haustið 1960 var Kaí-jen flutt frá Peking til skóla Rauða krossins í Tíentsin. Hún varð að láta sér það lynda, en við urðum sammála um að hún skyldi heimsækja mig i Peking um hverja helgi. Þetta gekk ágætlega í upphafi, og alla vikuna hlakkaði ég til laug- ardagsins. Þriðju helgina, sem hún heimsótti mig, yfirgaf hún mig eftir hádegið á sunnudag- inn til að kaupa farmiða til Tíentsin. Ég gaf henni tuttugu og átta jen til að kaupa hann fyr- ir. Hún ætlaði að koma aftur og borða með mér miðdegisverð, og svo ætlaði ég að fylgja henni til lestarinnar. En hún kom ekki. Alla nóttina vakti ég og var á nálum um að eitthvað hefði komið fyrir hana. Ég sendi henni símskeyti til skólans í Tíentsin og bað hana svara umsvifalaust. Ekkert svar kom. Þá skildi ég að hún hafði verið numin á brott. Ég fór beina leið til kínverska Rauða kross- ins, sem bar ábyrgð á mér í Peking. Ég var næstum óður af vonsku. Ég hafði komið fram af fullri hreinskilni. Ég hafði sagt þeim hjá Rauða krossinum, að ég ætlaðj að dvelja lengi í Kína og að ég vildi kvænast Kaí-jen. Samt höfðu þeir lagt hindranir í veg minn. Ég sakaði þá um svik og kallaði þá lygara. Túlkurinn fór að æpa á mig. Ég sagði honum að fara til and- skotans og rauk út. Ég skrifaði forstjóra Rauða krossins — sem var kona og auk þess heilbrigðismálaráðherra — og sagði henni að ég vildi yfirgefa landið þegar í stað. Ég var bálillur ennþá, annars hefði ég trúlega hugsað mig betur um. Þegar dag- inn eftir hringdu þeir í mig og báðu mig koma til viðtals. Þá voru þeir ekkert nema elskuleg- heitin. Framkvæmdastjóri einn sagði að þeir skyldu ganga úr skugga um, hvar Kaí-jen væri. Ég bað um að fá að senda henni dálítið af hlýj- um fötum, því það var komið fram í nóvember og nístingskalt. Smámsaman var ég svo upplýstur um, að hún hefði verið handtekin í búð einni í Peking fyrir að hafa stolið peningum. Þeir sögðu að hún hefði stolið tuttugu og átta jenum — ná- kvæmlega upphæðinni, sem ég hafði géfið henni fyrir farmiðanum. En við skulum ekki tala meira um það, sögðu þeir, því hún verður látin laus eftir fáeina daga. Þrír dagar liðu. Ég fór til þeirra með teppi og fleira og þeir lofuðu að koma því til hennar. Ég fór aftur til þeirra og þá sögðu þeir, að hún slyppi ekki fyrr en eftir nokkra daga í viðbót. Ég lét þá aldrei ( friði, en heimsótti þá dag eftir dag. Að lokum kváðu þeir upp úr með það, að hún hefði verið send á stað nokkurn í Peking, þar sem hún átti að ,,gera bót". Ég vissi hvað það þýddi. Fyrst löngu seinna frétti ég, að þeir höfðu handtekið hana jafnskjótt og hún yfirgaf mig og farið með hana á varðstöð eina. Þar varð hún að sitja í sömu stellingum á stól alla nótt- ina, en þeir komu inn og yfirheyrðu hana með nokkra klukkustunda millibili. Svo fóru þeir með hana í búðir utanvið Tíent- sin. Á pappírnum var hún ákærð fyrir þjófnað, en henni var aldrei stefnt fyrir rétt. Þessháttar refsingar eiga sér engin tímatakmörk í Kína. Það hefði ekki orðið til neins, þótt hún hefði fullvissað þá um, að hún væri hætt við að gift- ast mér og lofað að hitta mig aldrei framar. Hún hefði engu að síður orðið að gera bót og betrun. Þá var Kaí-jen átján ára, saklaus og yndis- leg. Hún fæddist ( fylkinu Kvantúng, þar sem afi hennar og amma áttu litla jörð. Móðir henn- ar dó meðan hún var ! bernsku, og þegar fað- ir hennar kvæntist öðru sinni og flutti til brezku krúnunýlendunnar Hongkong, varð Kaí-jen kyrr hjá ömmu sinni. Eftir að kommúnistarnir höfðu sigrað í borgarastríðinu, réðust þeir undireins á jarðeigendurna. Það gerðu þeir einnig í þorp- inu, þar sem Kaí-jen átti heima. Jarðeigendurn- ir voru dregnir fram á torgið, einn í einu, og þorpsbúar helltu yfir þá ákærum, sem marg- ar voru sannar en álíka márgar uppspuni. Amma Kaí-jen var orðin sextug, en hún varð einnig að ganga í gegnum þetta. Dag einn kom Kaí-jen, sem þá var tíu ára, að henni, þar sem hún hafði hengt sig í einni þaksperrunni. Þá kom faðir Kaí-jen og fór méð hana til Hong Kong þar sem hún dvaldist unz hún var orðin seytján ára, en þá var hún send í skóla í Peking. Föðurbróðir hennar var stærðfræðikennari við skólann og hann átti að l(fa eftir henni. Það er algengt að kínverskar fjölskyidur, sem erlendis búa, sendi börn sín í skóla í K(na. Ég skrifaði öllum hugsanlegum yfirvöldum bréf viðvíkjandi Kaí-jen. Ég sá sárlega eftir þv( að hafa komið henni í þessi vandræði. Nú missti ég það litla, sem ég átti eftir af trúnni á k(n- verska kommúnismann. Hvergi virtist örla á von. Sumarið 1961 skrifaði ég Rauða krossinum síð- Framhald á bls. 40. VIKAN 22. tbl. JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.