Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 18
Heilaþveginn i Kfna síðasti tiluti 1 p pc □ 3 MORRIS WILLS SEGIR FRA DVÖL SINNI í K(NA EFTIR HEILAÞVOTTINN, FRA KYNNUM SÍNUM AF STÚLKUNNI SEM HANN KVÆNTIST OG HVERNIG REYNT VAR AÐ STÍA ÞEIM ( SUNDUR. NÚ ERU ÞAU FLUTT TIL BANDARlKJANNA. Heim kominn eftir 15 ár, segir Morris Wills frá lifinu i Kína. Taíjúan er höfuðborg í fylkinu Siansí. Þetta er frumstæð borg, loftslagið slæmt og ekki bæta hræðilegir sandstormar þessara slóða úr skák. Allt var morandi í óhreinindum. Draumur minn um Kína sem óskaland jafn- réttisins tók skjótlega að leysast upp, þegar ég kynntist raunveruleikanum innanlands. En nokk- urt öryggi fylgdi þó lífinu þarna. Að minnsta kosti gat maður verið viss um að fá að éta. En ég komst líka fljótlega að því, að hvers útlend- ings í Kína er gætt, bæði af lögreglunni og af manni, sem hefur fengið það verkefni ( hendur að komast í kunningsskap við hann og verða vinur hans. Hver útlendingur í Kína á sér slíka „barnfóstru". Að loknu námskeiði ( Taíjúan sendu Kínverj- arnir nokkra okkar í skóla, aðra í landbúnaðar- vinnu og enn aðra ( verksmiðjur. Ég var einn af ellefu, sem haustið 1954 hófu nám við Al- þýðuháskólann í Peking. Þar vorum við ( tvö ár við tungumálanám og stjórnmálalega þjálfun. En ekki leið á löngu áður en sundrung og óánægju fór að gæta í okkar hópi. Við vorum orðnir dauðleiðir á ádeilufundunum og á því að sjá alltaf sömu andlitin. Þrír okkar manna, sem unnið höfðu á samyrkjubúum, sneru aftur til Bandaríkjanna. Það hafði mikil áhrif á okkur. Dag einn kom túlkurinn okkar til mín og sagði að gamall vinur vildi heilsa upp á mig. Sá reyndist vera Kínverji ( einkennisbúningi hersins og vopnaður skammbyssu. Hann sagði að við hefðum sézt í Kóreu, en ég mundi ekki eftir honum. Hann sagðist hafa lesið sjálfsæfi- sögu, sem ég hafði skrifað ( fangabúðunum, og nú vildi hann vita, hverskonar kjarnorkuver það hefðu verið, sem ég hefði staðið vörð yfir í Nýju AAexíkó, og hvort ég gæti gert uppdrátt af þeim. Þetta með bomburnar og Nýju Mextkó var ein af mörgum lygum, sem ég hafði fundið upp á á þeirri tíð. Mér brá hastarlega og það kostaði mig óhemju fyrirhöfn að sannfæra hann um, að ég hefði aldrei komið nálægt neinum atómbombum. Enn í dag er ég ekki viss um, að hann hafi trúað mér. í ársbyrjun 1956 fór ég fram á að verða flutt- ur frá hópnum og að mér yrði fengið starf í verksmiðju. Ég vildi losna úr tengslum við landa mína í bráðina og komast í umhverfi, sem væri algerlega kínverskt. En greinilega höfðu Kín- verjarnir enn ekki gefið upp alla von um, að þeim gæti orðið eitthvað úr mér, því þeir buðu mér — einum úr okkar hópi — námsdvöl við Pekingháskóla. Það var frábært tækifæri. Ég var eini Bandaríkjamaðurinn þar. Það var töluvert af útlendingum við háskól- ann, aðallega frá Austur-Evrópu, nokkrir Kóreu- menn og einhverjir Víetnamar. Allir voru vinir. Allir vissu að ég var Bandaríkjamaður, því ég lék miðherja í körfuboltaliði háskólans. Þessi tími varð minn ánægjulegasti í Kína. Að leikj- um loknum vorum við vanir að fá okkur núðlur í veitingastað og svo lékum við mahjong. En svo komu „blómin hundrað" til sögunnar, þegar Maó Tsetúng taldi sig svo öruggan í sessi að hann vildi láta alla kveða upp úr um skoð- anir sínar. A svipstundu voru múrar og veggir í námunda við háskólann orðnir alþaktir plaköt- um. Textarnir á þeim voru fujlir af gagnrýni. Menn fóru að halda ræður og fordæma Kóreu- stríðið, sökum þess, hve mikið fé það hafði kost- að rtkið. Jafnvel flokkurinn var gagnrýndur. Nokkrir gengu meira að segja svo langt, að þeir töluðu vel um Bandaríkin. Hálf önnur vika leið unz flokkurinn tók ( taum- ana. Ollum var sagt að skrifa hrós um flokk- inn og stjórnina. Flokkurinn kom á fundum, þar sem menn voru látnir gagnrýna sjálfa sig og aðra af mikilli hörku. Margir urðu að þola það, að klögumál væru þulin yfir þeim marga daga í röð. Svo hófust sjálfsmorðin. Ég sá stúdent standa upp á einum klögunarfundinum og stökkva út um glugga. Aðrir hengdu sig eða drekktu sér í brunnum. Menn hurfu — fjöldi fólks var sendur í nauðungarvinnubúðir. Þaðan af var Kína öðruvtsi en fyrr. Og 1959 varð allt ( einu ekkert til að borða. Tilraunin að steypa samyrkjubúunum saman ( kommúnur hafði tekizt heldur illa. Fólk varð að standa í biðröðum til að ná sér í þó ekki væri nema eitt kálblað. Fólk streymdi utan úr sveit- unum inn í borgirnar, en þar var ástandið engu betra. ( þrjú ár voru allir svangir, óhreinir, klæddir druslum og ákaflega vonsviknir. Þar eð útlendingar fengu að verzla ( sérstök- um búðum, komu kínverskir vinir mínir til m(n og sögðu mér, að börn þeirra syltu og að konur þeirra væru örmagna af hungri. Þeir spurðu kurteislega, hvort ég gæti kannski keypt fyrir þá dós af niðursoðnum sardínum. Ég keypti fyr- ir þá eins mikið og ég gat. Á þremur árum keypti ég að minnsta kosti þúsund sardínudós- ir. Gamalmenni og börn fóru að deyja eins og flugur. Það var ekki óalgengt að sjá ungbarns- lík við veginn — þar sem aðstendurnir höfðu skilið það eftir. Einn okkar Bandarlkjamannanna missti barn. Hann vann ( verksmiðju og bjó við jafnslæm kjör og Kfnverjarnir. Hann varð mjög bitur og fór frá Kína löngu á undan mér. En það var engu síður sárt fyrir Kínverjana að sjá börn sín svelta ( hel. Þegar hér var komið, hafði ég glatað allri samúð með kommúnismanum, en þó get ég varla sagt, að ég hafi þá verið orðinn andkommún- isti. Annars mátti ganga að því vísu, að þeim mun lengur sem útlendir stúdentar námu við Jg VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.