Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 28
Rafmagnsrakvélar
i miklu urvali metf og
án bartskera og
h'arklippum
VIÐ ÓfllNSTORG „m, J
ANGELIQUE OG SOLDÁNINN
Framhald af bls. 17.
Hún stundi og þrýsti slitinni spjörinni að sér velti höfðinu frá einni
hliðinni til annarrar, gagntekin af þeirri tilfinningu, að hafa glatað
einhverju, sem hún gat hvorki nefnt né lýst.
Ómur klukknanna var smámsaman að deyja út. Það heyrðist aðeins
í einum eða tveimur, eins og bassasvar gegn skærum samhljómnum.
Angelique veitti því athygli, að verið var að banka á dyrnar, og því
hafði sennilega farið fram nokkurn tíma, þótt hún heyrði það ekki
fyrir hávaðanum frá bjöllunum.
— Kom inn, kallaði hún og reis á fætur.
Sveinn i svartri skikkju kom í ljós í dyrunum. — Madame, fyrirgefið
mér þótt ég trufli hvíld yðar, en það er Arabi niðri að spyrja eftir
yður. Hann segist heita Mohammed Raki og vera hér vegna eiginmanns
yðar.
Um leið og orðin höfðu náð skilningi hennar, tók hún að hreyfa
sig eins og gervimaður. Orðalaust gekk hún þvert yfir herbergið, sveif
eins og andi niður háan marmarastigann og niður í forsalinn. Undir
feneysku súlunum stóð maður með hörundslit Berba, klæddur eins og
franskur miðaldabóndi með stuttklippt skegg. Hann hneigði sig djúpt,
þegar hún kom til hans; hún var með spenntar greipar og ákefð í
augunum.
— Þér heitið Mohammed Raki?
— Yður til þjónustu, Madame.
— Skiljið þér frönsku?
— Ég lærði hana hjá frönskum aðalsmanni, sem ég þjónaði lengi.
— Joffrey de Peyrac greifa?
Dauft bros færðist yfir andlit Arabans. Hann sagðist aldrei hafa
hitt mann með svo furðulegu nafni.
— Hvað þá....?
Mohammed Raki lyfti upp hendinni til að þagga niður í henni. Mað-
urinn, sem hann hafði þjónað, var kallaður Jafar el Khaldun.
—• Þetta var nafn hans á arabisku, sagði hann. — Ég vissi alltaf, að
hann var af háum stigum, en ég vissi ekki, hvaða titil hann bar. Hann
sagði það engum. Hann sendi mig til Marseilles fyrir fjórum árum til
að hitta prest einn, og fá hann til að leita að Madame de Peyrac.
Síðan gætti ég þess, að gleyma nafninu í flýti, til að þjóna manninum,
sem var mér miklu meiri vinur en vinnuveitandi.
Angelique varpaði þungt öndinni. Hné hennar skulfu. Hún benti
Arabanum að fylgja sér inn í salinn, þar sem hún lét fallast niður á
dívan. Maðurinn settist auðmjúkur á hækjur sinar við hlið hennar.
— Segið mér frá því, sagði Angelique.
Mohammed Raki lokaði augunum og hóf að tala með tilbreytingar-
lausri röddu, eins og hann væri að rifja upp lexíu.
Hann var hávaxinn og grannur, fremur líkur Spánverja í útliti. And-
lit hans var svo örum slegið, að það veir hræðilegt. Á vinstri kinn
bar hann ör svona í laginu. Hann teiknaði V á kinn sína. Annað ör
náði frá gagnauganu niður á augað. Allah hlýtur að hafa verndað
hann fyrir blindu og ætlað honum stórfenglegt hlutskipti. Hár hann var
svart og þykkt, eins og makkinn á Núbísku ljóni. Svört augu hans
voru stingandi, og það var eins og hann gæti séð i gegnum mann. Hann
var sterkur og fimur. Sverðið lék í höndum hans, og hann gat tamið
jafnvel villtustu hesta, en þó var þekking hans meiri og nærvera hugans,
og prófessorarnir í Fez dáðu hann mjög.
Angelique fann blóðið taka að streyma á ný um æðarnar.
— Hefur eiginmaður minn kastað sinni kristnu trú? spurði hún
óttaslegin, þótt hún geröi sér um leið grein fyrir, að það skipti í raun
og veru engu máli fyrir hana.
Mohammed Raki hristi höfuðið. — Það er ekki oft, sagði hann, —
28
VIKAN 22. tbl.