Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 16
-— Ég er að hugsa, muldraði hún, — að þér verðið ekki harður hús- bóndi. Glettnin dansaði í augum sjóræningjans: — Ef til vill verð ég Það einhvern tíma. Það er erfitt að stándast fegurð yðar lengi, en það verður ekki án yður samþykkis, þvi heiti ég. 1 kvöld bið ég aðeins um eitt, sem er mér óendanlega mikils virði — að þér brosið. — Ég vil vera viss um, að þér séuð ekki lengur döpur eða óttasleginn. Brosið fyrir mig. Varir Angelique skildust. Augu hennar fylltust af ljósi. 1 sama bili yfirgnæfði ómennskt öskur allan annan hávaða og d’- Escrainville markgreifi kom eins og rauð furðuvera utan úr þéttum reyknum í herberginu. Hann veifaði nöktu sverðinu og allir þustu úr vegi hans. -— Nú eigið þér hana, þrumaði hann. — Hún sýnir yður ástarandlitið, margbölvaður glæpamaðurinn yðar. Ekki mér! Ég er aðeins Skelfingin, ekki Galdramaöur Miðjarðarhafsins. Heyrið þið það, allir viðstaddir, Skelfingin ekki GaldramaÖurinn. En ég skal ekki láta Það viðgangast. Ég ætla að drepa yður. Hann keyrði sverðið á undan sér. Rescator sparkaði bakkanum milli fóta hans og þungum silfursamóvarnum á eftir. Meðan d’Escrainville var að ná jafnvæginu, stökk Rescator á fætur og dró sverð sitt úr sliðrum. Vopnin tvö skullu saman. D’Escrainville barðist eins og djöful- óður. Þeir börðust í gegnum hægindi, borð og bakka, upp að uppboðs- pallinum. Markgreifinn sneri bakinu að veggnum og var að stökkva upp á pallinn. Dansmeyjarnar flúðu æpandi undan. Þetta var bardagi upp á líf og dauða. Rauður hjúpur gegn svörtum. Hvor um sig kunni vel að beita vopni. Maltnesku þjónarnir þorðu ekki að skerast í leikinn til að koma aftur á reglu í salnum, sem þeir þjón- uðu Rescator hafði gefið hverjum þeirra tuttugu sekínur og bita af amerísku tóbaki. Þessvegna var grafarþögn, meðan allir viðstaddir biðu eftir endalokum einvígisins. Að lokum tókst Rescator að særa hinn óða andstæðing sinn á úln- liði, svo hann missti sverðið. D’Escrainville froðufelldi. Erivan þreif um mitti hans og dró hann yfir til Corianos. — Vesalingurinn, var allt sem Rescator sagði, þegar han slíðraði vopnið. Hefði Erivan ekki gripið i taumana, hefði d’Escrainville markgreifa örugglega verið fórnað þarna á sama stallinum og hann hafði selt svo marga þræla. Rescator lyfti höndunum: — Samkvæminu er lokið! hrópaði hann. Han hneigði sig til hægri og vinstri. Sló gullhamra á tyrknesku, ítölsku og spænsku. Gestirnir gengu burt eftir flýtislegar kurteisiskveðjur. Rescator sneri aftur til Angelique. Einu sinni enn hneigði hann sig svo djúpt, að fjöðrin í hattinum hans snerti gólfið. — Viljið þér fylgja mér, Madame? Á því andartaki hefði hún getað fylgt honum á heimsenda. Hún þekkti ekki einu sinni aftur garðinn, sem hún hafði fyrir svo stuttu komið i gegnum, gagntekin af hugarvíli. Sjóræninginn lagði skikkjuna aftur um axlir hennar: •— Nóttin er svöl. En finnið ilminn, hve dásamlegur hann er! Á torginu fyrir framan bygginguna var verið að steikja heilan uxa yfir stóru gióðarkeri. Ánægð andlit fjöldans og íbúa staðarins glömp- uðu í eldsbjarmanum. Neðan af götum Candia barst gleðisöngur og drykkjuvisur. Þegar Rescator kom i Ijós, var honum fagnað ákaft. Blár fiugeldur með löngum hala skauzt upp yfir þökin og sprakk i þúsund stjörnur. — Sjáið, flugeldar! Rescator var fyrstur til að skynja nálægð einhvers ógnþrungins. Hann þaut frá Angelique og hljóp út að virkisbrúninni, sem gnæfði yfir borgina. Himinninn var allur baðaður i rósrauðu. Flöktandi ljós kom neðan frá borginni og lék um þrumu lostin and- lit hermannanna. Svo stukku þeir einnig upp að virkinu. Bjöllum var Jg VXKAN 22. tbl. hringt. Hróp bergmálaði í gegnum göturnar á mörgum mismunandi tungumálum: — Eldur! Æðandi mannfjöldinn ýtti Angelique til hliðar. Hún varð að skriða eftir gangstétt, þar til hún gat leitað skjóls í dyraskoti. Allt í einu lokaðist hönd um hennar. — Komið! Komið! Hún horfði inn í slóttugt andlit Vassos Mikoles. Hún minntist orða Savarys: — Þegar þér komið út úr uppboðsstaðnum, verður blá eld- flaug merkið.... Hún hafði þrábeðið hann að bjarga henni úr höndum kaupandans og færa henni frelsið á ný, og hann hafði staðið við fyrirheit sitt. En nú var hún eins og steingerð. Hjarta hennar var eins og ísklumpur, og hún gat ekki hreyft sig. Litli Grikkinn sagði hvað eftir annað: — Komið! Komið! Að lokum neyddi hún sig til að fylgja honum. Þau hlupu í gegnum þröng strætin, niður að höfninni, og blönduðu sér í mannfjöldann. Þarna var allt á tjái og tundri. Jafnvel kettirnir voru mjálmandi og stukku milli svalanna eins og púkar með útglenntar klær. Og allir hróp- uðu það sama: — Skipin! Þegar Angelique og Vassos Mikoles komu niður að sjónum skammt frá Krossfaraturninum, skildi hún hvað þetta þýddi. Skip d’Escrain- ville markgreifa logaði eins og kyndill. Það var eins og brennandi rifbein. Eldibrandarnir féllu eins og rigning á hin skipin, sem iágu fyrir akkerum. Galeiða Danans var í ljósum loga. Fleiri eldar voru að brjótast út, og vindblærinn magnaði logana, og í þessari heljar- birtu greindi Angelique loks þrísiglu Rescators. Eldur hafði brotist út á bógnum, og þeir fáu áhafnarmeðlimir, sem eftir höfðu orðið um borð, höfðu gefizt upp við að reyna að slökkva hann og urðu að hörfa fyrir kæfandi reykskýum. — Savary! — Ég hef verið að bíða yðar, sagði Savary ásakandi. — Þér horfið ekki í rétta átt, Madame. Sjáið þarna yfirfrá! 1 skugganum af Krossfarahliðinu, sem stóð nú autt, þvf varðmað- urinn hafði hlaupið til að horfa á eldinn, benti hann á barkskip, sem var að draga upp segl til að fara. Barkskipið var næstum týnt í mistrinu og aðeins stærstu blossarnir frá eldinum sýndu spennt andlit flótta- þrælanna, sem voru i hópnum á þilfarinu og sjómannanna, sem voru að reyna að komast af stað. Þetta var bátur Vssos Mikoles og frænda hans. — Komið fljótt! — En þessi eldur, Savary! — Þetta er grískur eldur, hrópaði litli, gamli vísindamaðurinn og stökk til og frá í æsingu. — Ég hef að lokum kveikt hinn óslökkvandi eld. Við skulum bara leyfa þeim að reyna að slökkva hann. Þetta er gamalt leyndarmál frá Byzants. Og þaO er ég, sem hef enduruppgötvaö þaö! Hann dansaði af gleði eins og púki, nýkominn frá helvíti. Vassos Mikoles stjakaði honum um borð. Angelique stökk um borð í barkskipið um leið og það seig frá strönd- inni. Fiskimennirnir reyndu að vera skuggamegin í höfninni, en eldurinn breiddist óðfluga út og náði þeim hvert sem þeir fóru. Savary stóð frammi i stafni og starði á logandi höfnina, þar sem fólkið þeyttist til og frá eins og maurar í mauraþúfu, sem hefur verið eyðilögð. — Ég raðaði upp hampi á viðkvæmum stöðum í lest galeiðunnar, sagði hann. — Alla leið milli eyjanna, fór ég niður í lestina á hverjum degi til að undirbúa allt. Svo, í kvöld, dreifði ég maumie yfir þetta allt. Við það varð hampurinn þúsund sinnum eldfimari. Eldurinn breiðist eins og fellibylur.... Angelique stóð við hlið hans og var svo gagntekin, að hún kom ekki upp nokkru orði. Savary þagnaði. Hann lyfti gamla sjónaukanum upp að auganu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.