Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 23
í framhaldi af rannsókninni á leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins, náði ég tali af Bjarna Bjarna-
syni lækni, nýkjörnum formanni Krabbameins-
félags íslands, áður formanni Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur, og fer það samtal hér á eftir:
Stöðinni er skipt í tvær deildir, A og B. B stöðin er eingöngu
fyrir konur, sem þar eru rannsakaðar með tilliti til legháls-
krabbameins. Þær rannsóknir hafa nú staðið hátt á annað
ár, og er búið að rannsaka þar um 13 þúsund konur. Það er
varla tímabært að gefa upp, hve mörg krabbameinstilfelli
hafa fundizt, en þau eru þó nokkuð mörg, og útkoman hjá
okkur hefur verið mjög svipuð og annars staðar, þar sem hefur ver-
ið leit að leghálskrabbameini, nánast sama talan hér og í Noregi,
eða 6 pro mille, af rannsökuðum konum, sem hafa fundizt með
krabbamein, eða frumstig þess.
— Er þessi B stöð í sambandi við leitarstöð A, eða eru þær al-
veg aðskildar?
— Þær eru alveg aðskildar. Leitarstöð A, og sú stöð sem þér
fóruð á, er alveg sér. Frú Alma Þórarinsson er yfirlæknir á leitar-
stöð B, og hefur sér til aðstoðar hjúkrunarkonur og stúlkur, sem
undirbúa frumurannsóknirnar og gera þær að nokkru leyti, og frú
Alma hefur að nokkru leyti yfirumsjón með frumurannsóknunum,
en Ólafur Jensson, sérfræðingur í frumurannsóknum, hefur yfir-
umsjón með höndum og fer yfir allt, sem þykir grunsamlegt, og
sker endanlega úr, hvort um krabbamein sé að ræða eða ekki. Yfir-
maður A stöðvarinnar eru hins vegar Jón Hallgrímsson læknir, og
eini læknirinn, sem starfar þar. Guðrún Bjarnadóttir er honum til
aðstoðar, ásamt Kristjönu Guðmundsdóttur.
— Er sú stöð mikið sótt?
— Það er takmarkað, sem hún getur tekið á móti. Aðeins
einn læknir, starfar við stöðina, og hún er ekki opin nema þrisvar
í viku, og það er töluvert mikil vinna við hvern þann, sem þangað
leitar, þannig að ekki er hægt að afgreiða nema rúmlega 400 sjúkl-
inga á ári.
— En aðsóknin þá?
— Hún er nokkuð mikil, og oft á tíðum er ekki hægt að afgreiða
fólk nema með talsvert löngum biðtíma, þó er það misjafnt.
— En ef við förum út í kostina við þessa stöð, fyrir þá, sem þang-
að leita?
— Ef reka ætti fullkomna leitarstöð, sem rannsakað gæti til hlít-
ar, hvort sjúklingur, sem þangað leitar, er með byrjandi krabba-
mein eða ekki, þá væri það geysilega mikið fyrirtæki og dýrt. í
kringum það þarf röntgenstöð, rannsóknarstofur, fyrir ýmsar rann-
sóknir, blóðmeinarannsóknir og frumugreiningar, það þarf sérfræð-
ing í magaspeglun og ýmislegt fleira. Þess konar stöð og rekstur
hennar myndi þurfa gífurlegt fé, og það er útilokað, að við höfum
nokkurt bolmagn til þess, í náinni framtíð. Meira að segja stór-
þjóðirnar hafa ekki séð sér fært að gera slíkar hóprannsóknir nema
að takmörkuðu leyti, vegna tilkostnaðarins. En annað gæti komið
til greina. Það væri hægt að auka starfsvið þessarar almennu stöðvar,
með því að taka fyrir einstök líffæri og rannsaka þau, sem mest hætta
er á, að krabbamein myndist í. Brjóstkrabbamein, er mjög algengt
hjá konum hér á landi eins og annarsstaðar. Yfirleitt hafa ekki verið
nein ráð til að finna það, önnur en þukla brjóstin á konunum, og
reyna að finna hnúta, sem þar kunna að myndazt, en það er ekki
fullkomlega örugg rannsókn. Hnútar geta leynzt í brjóstunum, án
þess að hægt sé að finna þá með fingrunum. En nú hefur verið
fundin upp tækni, til að finna byrjandi krabbamein í brjóstum, og
það er röntgenskoðun. Sérstök aðferð með röntgentækjum gefur
möguleika til að finna krabbameinið á byrjunarstigi, og þetta hefur
þann kost í för með sér, að hægt er að finna öruggar en með þuklun,
hvort hnútur í brjóstinu, sé raunverulega krabbamein, eða eitthvað
annað. Það er, með talsvert mikilli nákvæmni, hægt að greina
þar á milli, og þannig má oft spara konunum óþarfa aðgerðir til að
ganga úr skugga um, hvað sé á seyði. Yfirleitt hefur það verið
reglan, þegar grunsamlegir hnútar hafa fundizt í brjóstum, að skera
inn á þá, taka sýni úr þeim og gera vefjarannsókn til úrskurðar.
f mörgum tilfellum eru þetta algerlega meinlausir hnútar, en svo
koma krabbameinin alltaf innan um og saman við, en það er talið,
að með þessari röntgentækni sé mikið hægt að spara konunum próf-
aðgerðir.
— Eru þetta mjög kostnaðarsöm tæki?
— Þau eru ekki mjög kostnaðarsöm, og það er hugsanlegt, að
hægt væri að koma hér upp stöð, sem gerði þetta, eða gera hag-
kvæma samninga við einhverja röntgendeild. En svo eru önnur
krabbamein, svo sem magakrabbameinið, sem er mjög algengt hér
á landi. ísland er eitt af fimm löndum í heiminum, sem maga-
krabbamein herjar hvað mest, og þess vegna væri mjög æskilegt,
ef hægt væri að koma á einhverjum hóprannsóknum til að rann-
saka það, þar er alveg sama sagan, það er óheyrilega dýrt. Það þarf
margskonar rannsóknir til að gera sér grein fyrir því, hvort maður
sé með magakrabbamein, og röntgenskoðunn ein er svo dýr, að
hún er mjög mikill þrándur í götu. Röntgenskoðun á maga, kostar
660 kr. núna. Og eins og ég sagði áðan, þarf stóra, fullkomna rann-
Framhald á bls. 37.
VIKAN 22. tbl. 23