Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 24
o BLAKQ lO. hluti Eftlr Peter 0‘Donald — Ég sá þig 1961, þegar ég kom til fundar við Pacco, sagði hún. — Og manstu 1962, þegar þú sendir Willie Garvin að finna mig, eftir að ég hafði selt smá pakka af herólni? — Við fengumst aldrei við eit- urlyf. Hún talaði með samblandi af ofsa og leiðindum. — Allir, sem unnu fyrir mig, vissu það. — Ég vissi, að eftir að Garvin kom, var ég með handlegginn í gipsi í fimm vikur, sagði Didi reiði- lega og Hagan fann hatrið ólga í manninum. — Ég skal tala við hann um það, sagði Modesty. — Þegar eiturlyf eru annarsvegar, hefði það átti að vera hálsinn. — Nei. Ég skal tala við Garvin. Hvar er hann? — Hann fór að hitta vin. — Ég vil fá hann hingað. Pacco sagði mér að fylgjast með Hagan. Ég fylgdist með honum, og fann Modesty Blaise. Þar sem hún er, er Garvin ekki langt undan. Og ég ætla að tala við hann, áður en ég tala við Pacco. Hann stakk hnifnum í gólfið, og í sama bili þrýsti hann byssuhlaup- inu að hálsi Hagans, án þess að hafa augun af Modesty. — Ef þú hreyfir þig, drep ég hann, sagði hann einfaldlega og kastaði með lausu hendinni, einu feti af tói í áttina til hennar. — Taktu þetta upp . . . mjög hægt. Gott. Snúðu þér nú við, með hend- urnar fyrir aftan þig, og gerðu þumallykkjur. Hún sneri sér hægt við og vissi, að ef hún gerði eitthvað vanhugs- að, myndi kúla fljúga í gegnum höfuð Pauls. Fyrir aftan bak sneri hún upp á tóið, þannig að á miðj- una kom tvöföld lykkja. Hún renndi sínum þumalfingrinum í gegnum hvora lykkjuna og beið. Didi myndi ekki hlaupa á sig. Hún gæti ef til vill náð honum, en það myndi kosta Paul. Og eftir andartak myndi Paul hafa tækifæri til að hreyfa sig, og þá myndi kúlan vera handa henni. — Leggstu á dívaninn, á grúfu, sagði Didi. Hún gekk að dívaninum, sem stóð upp við annan vegginn, lagðist á hann á grúfu. Didi reis á fætur, mjög léttfættur, og gekk hratt yfir stúdíóið, án þess að sleppa nokkurn tíma miðinu af henni. Nú var hann kominn með hnífirm aftur í hina hendina. Modesty sneri höfðinu og sá Paul hreyfa sig og reyna að koma fyrir sig fótunum. Byssuhlaupið þrýstist í háls hennar og Paul varð graf- kyrr. Didi stakk hnífnum ( vegginn, tók lausa endann á tóinu og kippti í. Lykkjurnar herptust miskunnar- laust að þumalfingrum hennar. Hann hnýtti á. Nú miðaði hann aft- ur á Paul. — Fæturnir, sagði Didi. Hún vissi, hvað hann átti við. Með þesari að- ferð var hægt að binda mann með sex þumlungum af snæri, og halda honum bjargarlausari en með hand- járnum. Henni flaug í hug, hvort hún ætti að missa meðvitund. Það var nokk- uð, sem hún gat gert að vild. Það gat komið að gagni, en hún kom ekki auga á nytsemd þess þessa stundina. Hún beygði hnén, lyfti öðrum fætinum og lagði hinn ökl- ann í vaffið, sem myndaðist í hnés- bótinni. Didi greip um þann fótinn, sem hún lyfti, og ýtti honum fast niður og festi þannig hinn fótinn í hnésbótinni. Með byssuhendinni seildist hann í samanreyrða þumalfingurna, lyfti höndunum á henni og krækti þeim yfir framleistinn á upplyfta fætin- um. Þegar hann sleppti, sperrtist fóturinn upp aftur, móti þumalhald- inu, svo hendur hennar og fætur voru bundnar saman á sársauka- fullan hátt. Þessi seinasta hreyfing hafði aðeins tekið tvær mínútur, en Hagan var kominn upp á hnén, óskuhvítur í framan af reiði. — Rólegur Paul, sagði Modesty lágt. Didi gekk yfir stúdíóið með byssuna í hendinni og sparkaði í magann á Paul, svo hann féll á hliðina og greip andann á lofti. — Jæja, sagði Didi og kom aftur að divaninum. Hann tók hnífinn af veggnum, settist á dívanbrúnina og leit á Modesty: — Hvenær kemur Garvin? Hann beið í þrjár sekúndur, og þegar hún svaraði ekki, renndi hann blaðinu undir hálsmálið á sloppnum og risti niður úr, alla leið. — Seint í nótt, svaraði Modesty og horfði á Paul. — Eða á morg- un. Didi neri á sér hökuna og augun minnkuðu. — Þú veizt, hvar þú átt að ná í hann. Þetta var ekki spurn- ing. — Antibes 26-3157, sagði hún. — Verrons alors. Didi reis á fæt- ur og lyfti símanum af litla hliðar- borðinu. Með því að teygja úr þræð- inum, tókst honum að rétta s(mtól- ið að eyranu á Modesty. — Þú segir Garvin að koma, sagði hann og valdi númerið. — Og þú talar mjög gætilega, ma belle. Hann rétti úr sér með símann í ann- arri hendi, og renndi hnífsoddinum fimlega niður eftir nöktu bakl henn- ar, án þess að skera hana, en skildi eftir mjótt rautt strik. — Mjög gæti- lega, endurtók hann. 8. — Svona nú elskan, talaðu ensku. Willie Garvin hreiðraði þægilega um sig á koddanum. — Þú hefur gott af því. — Ég veit það. En ég get það ekki, þegar við elskumst, Willie. Þá hef ég ekki hugann við það, sem ég er að gera, og ég vil það ekki. — Ég vona ekki. En við erum ekki að elskast núna, Nicole. — Og ég er líka að tala ensku. — Jæja, þá er allt í lagi. Hún lá til hálfs ofan á honum og krosslagði handleggina á brjóst- inu á honum og horfði niður á hann. Nicole var tuttugu og þriggja ára gömul, fremur lágvaxin með rautt hár og þrýstinn líkama, án þess að vera feit. Hún vissi, að hún hafði fuglsheila, en sú vitneskja olli henni engum áhyggjum. Lífsskoðun henn- ar var afar einföld. Hún gerði það, sem hún þurfti til að Iifa þægilegu lífi, og þess á milli gerði hún það, sem henni þótti gaman að. Hún var hamingjusöm og örlát, og hafði engar áhyggjur af morgundeginum; þó var hún að hugsa um hann núna. Af öllum þeim mönnum, sem hún hafði þekkt, var hún nú viss um, að hún var langhrifnust af Willie Garvin. Þegar hann hafði sprottið upp við hliðina á henni á iðandi markaðinum í gamla hluta Antibes fyrir klukkustund, hafði hjartað í henni tekið svo undarlegt stökk. Willie hjálpaði henni að kaupa það, sem hún þurfti, og sat síðan aftan á hjá henni á vespunni, með- an hún ók heim að litlu íbúðinni á Avenue de Verdun. Nicole andvarpaði og kyssti hann blíðlega á nefið. — Það er svo gam- an að sjá þig aftur, Willie. Þú ert miklu fallegri en nokkru sinni fyrr. — Sætari, sagði hann annars hugar. — Þú ert falleg, ég er sætur. — Sætur. Þakka þér. Hve lengi verður þú í Antibes? — Ég veit það ekki ennþá, kjúkl- ingur. Það er undir ýmsu komið. — O. Hún varð fyrir vonbrigð- um. — Síðasta ár varstu þrjár vik- ur i fríi. Ég get sagt Pacco, að ég þurfi að heimsækja ömmu mína í Grenoble, eins og í fyrra, og svo getum við farið í burtu . . . — Þvi miður elskan. Ég er að vinna. — Vinna? Aha. Með Modesty? Augu hennar Ijómuðu. Hluti af að- dráttarafli Willies var fólgið í sam- bandi hans við Modesty Blaise, sem Nichole dáði, án minnstu öfundar. — Með Modesty? endurtók hún — Eins og í gamla daga? — Ekki alveg eins og í gamla daga, sagði Willie, og neri bliðlega aðra öxlina á henni. — Hvar finn ég Pacco? — í Le Gant Rouge, í Juan les Pins. Hann hefur komið sér upp anzi fallegri íbúð þar. Hún horfði áhyggjufull á hann. — En gerðu það ekki, farðu ekki til Pacco, elskan. — Af hverju ekki? Hann er snið- ugur náungi, og við höfum aldrei átt í neinum vandræðum með hann. — Það er annað núna. Hún lagð- ist út af, og lagði höfuðið á öxl hans. — Síðan Pacco varð yfirmað- ur, er hann ekki góður. Hann óttast, að einhver vilji taka við af honum, svo hann gerir slæma hluti, til að gera fólk hrætt. Hann mun halda, að Modesty hafi komið aftur með þig, svo hann verði ekki yfirmað- ur lengur. Hún tók um hökuna á Willie og talaði í fullri alvöru: — Trúðu mér Willie, hann gerir þér slæmt og hann hefur meira en fimmtíu menn núna, bara milli Cannes og Nizza. — Allt of mikið lið, sagði Willie með fyrirlitningu. — Modesty hefur aldrei safnað að sér slíkum fans, en það er Paccos höfuðverkur núna. Það eina, sem mig vantar, eru svo- litlar upplýsingar. — Heyrðu, Willie, ég skal kom- ast að því sem þú þarft að vita. Nicole reis upp á annann olnbog- ann og horfði áhyggjufull á hann. — Mér þykir fyrir því, en í kvöld, áður en ég fer að syngja, verð ég um stund hjá Pacco. Þú veizt, að það er hluti af vinnunni. — Hann fer þá troðnar slóðir ( kvöld, sagði Willie og glotti. — Hvernig? — Skiptir engu. Hvað ertu að segja? — Það getur vel verið, að það sé bara betra, að ég verð að vera hjá Pacco í kvöld, vegna þess að þá get ég látið hann segja mér það, sem ég þarf að vita. Willie gretti sig: — Pacco er fluga, sagði hann. — Fluga? Une Mouche? Framhald á bls. 43. 24 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.