Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 11
Smásaga efftir Virginia Jones OAAIÐ MORÐKVE N Dl Hún bjó til mat fyrir mann, sem hafði í huga að yfirgefa hana, og hún bjó til matseðil, sem ör- ugglega átti að hraða brottför hans. Þessi óvera sem hún lét í matinn hans, var bara æfing, meðan hún beið eftir hinu gullna tækifæri.... sínum. En svo hafði Frank líka komizt að því með tímanum að það var fleira en veiðar, sem hún var ekki fær um. Það var fleira en slímugi fiskurinn sem hún gat ekki matreitt, hún gat hreint ekki búið til neinn mat, svo hann væri ætur. Maturinn var aldrei tilbúinn ó réttum tíma og þegar hann var loksins kominn ó borðið, var það venjulega einhver makkaronikássa, sem hún hafði fundið uppskrift af í einhverri eldgamalli matreiðslu- bók. Og það var ekki nóg með það að skyrturnar hans kæmu ekki fyrr en eftir dúk og disk frá þvottahúsinu, heldur gleymdi Amy oft, í hvaða þvottahús hún hafði sent þær. Hún virtist líða í gegnum þessa hversdagslegu hluti eins og í draumi. Þrátt fyrir allt þetta hefðu þau líklega getað hangið saman allt lífið, ef Frank hefði ekki hitt aðra konu í tennisklúbbnum, þar sem hann var vanur að vera á hverjum laug- ardagseftirmiðdegi. Einn daginn fékk hann sérstakiega aðlaðandi, fráskilda konu sem mótspilara. Hún var lagleg og ansi hressileg, í stuttum léreftsbuxum. Hún vann með yfir- burðum. Eftir leikinn sátu þau f skugganum og drukku Martini. Frank komst að því að hún var jafnelskuleg og hún var lagleg. Næstu vikur hirti hann ekki um að segja Amy hve oft hann lék tennis og golf við Sylviu Morton. En Amy komst að því eitt sumarkvöld. Amy sat með vinkonu sinni á veitingahúsi, þá sá hún Frank koma inn með Sylviu. Hann hafði sýnilega drukkið of mikið og gætti sín ekki, hann faðmaði Sylviu að sér, en Amy horfði á, nábleik og skömmustuleg. — Eg vil skilnað, sagði hann seinna um kvöldið, þegar þau voru að rífast, í dagstof- unni heima hjá sér. — Já, en það vil ég ekki, sagði Amy og sýndi nú meira hugrekki en hún hafði nokkru sinni áður haft kjark til að sýna. — Ég elska þig, Frank. — Ég elska þig ekki, sagði Frank. — Þú veizt það jafnvel og ég að við erum ekki ham- ingjusöm saman. — Jú, ég er hamingjusöm, sagði Amy og virtist vera í miklu uppnámi. — Ég er það ekki, og ég vil skilja við þig, sagði Frank. — Hvernig ætlarðu að fara að því? spurði Amy með hægð. — Ég hefi aldrei gert neitt af mér. — Þú hefur hreinlega aldrei gert neitt sem rétt er eða gagnlegt, öskraði Frank. — Þú ert geðveik, ábyrgðarlaus gæs, og mér býður við að horfa á þigl Amy horfði á hann, dauðskelkuð. Hún var sein til reiði, eins og til annarra tilfinninga, en þegar hún fór að hugsa um samlíf þeirra, fylltist hún gremju. — Hann skal ekki sleppa með skilnaðinn einan, hugsaði hún, — hann skal kveljast, eins og ég er búin að kveljast. Hún hugsaði um öll þau skipti sem hún hafði þrammað, gegnblaut, ísköld og dauð- þreytt gegnum skógana með Frank. Hún hugsaði um alla þá daga sem hún hafði verið um borð í bátnum, þar sem blaut seglin slógust framan í hana og hún varð að horfa í köld og dauð augu fiskanna sem hún var að reyna að slægja . . . Það leið ekki á löngu þar til hún fór að hugsa upp ráð, píningarherferð sem hlaut að enda með morði. [ einfeldni sinni fór hún að mylja gler og setja það í kartöflustöpp- una. Þegar það mistókst að láta hann borða stöppuna, tók hún til þess örþrifaráðs að reyna að aka bílnum á hann, þegar hann var að opna hurðina á bllskúrnum. — Hvern fjandann ertu að gera, öskraði hann. — Ætlarðu að reyna að drepa mig? og svo fleygði hann sér til hliðar. — Fyrirgefðu Frank, ég steig á vitlaust fótstig, sagði hún. Hún fór með honum upp til sumarhússins, til að ganga frá því fyrir veturinn. Þau þurftu að fara yfir vatnið, og þá reyndi hún að hvolfa bátnum, en það var ekkert ó- venjulegt, hún hafði svo oft hvolft bátnum. Svo vafði hún handleggjunum um hálsinn á honum og reyndi að halda höfði hans undir vatnsborðinu í tvær mínútur, en það þurfti víst þrjár mínútur til að drekkja manni. Frank hafði þá ekki hugmynd um að hann hafði verið að berjast fyrir lífi sínu. Þegar hún lá rennblaut f fjöruborðinu, hugsaði hún um það með eftirsjá, hve vitlaus hún hafði verið, þegar hún skaut bara hattinn af Frank, en ekki höfuðið. Hún fór nú að sitja langstundum á bókasafninu og gleypa í sig hverja glæpasöguna Framhald á bls. 50. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.