Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 22
 og þykk olía — ofan í lítið, ílangt glas. Svona lítur það nú út, lífið í manni, flaug mér ! hug, rautt og þykkt og renn- ur illa. Allir vilja hafa það, en mörgum er illa við að sjá það. Meira að segja Ifður yfir suma. Hvað skyldi vera næst? Jú, hún kom með nokkur papp- írsspjöld. Fyrirmæli um mataræðið í sex daga, og hvernig taka átti sýnishorn af úrgangsefnum líkamans þann tíma. Og til þeirra hluta þrjár litlar plastdósir gagnsæjar með hvítum plastlokum, fyrir það sem erfitt er að láta á flösk- ur. Og skammtar til að taka í sambandi við það flösku- tæka. Allt hreint og fínt og fágað. Og gera svo vel að koma við á Heilsuverndarstöðinni til gegnumlýsingar, áður en komið væri í lokaskoðunina. Takk fyrir í dag. Strax daginn eftir fór ég í Heilsuverndarstöðina. Fyrst var lítilsháttar skriffinnska frammi í almenningnum, svo var kallað á mig inn í afhýsi þar innar af. Þar sátu fyrir þrjár aldnar frúr á bekk og einn ungur maður stóð á miðju gólfi. Það var verið að skoða á honum berklaprufur, á báðum handleggjum, þær komu báðar út. Svo kom röðin að mér. Gera svo vel að fá mér sæti. Reykið þér? Hef gert það. Hve langt síðan þér hættuð? Eg hugsaði mig um í snarheitum; átti ég að telja jólavindilinn með? Ég ákvað að þegja yfir honum og sagði: 16 mánuðir. Hvort gerðar hefðu verið á mér berklaprufur? Já, alltaf nei- kvæðar. En konan, sem yfirheyrði mig, var ekki á því að gefast upp og ákvað að gefa mér eina prufu enn; dældi einhverju í vinstri handlegginn á mér gegnum mjög mjóa sprautunál, sem hún brá fyrst í eldsloga. Þegar hún hætti, var hvít blaðra á handleggnum og vætlaði úr. Svo bauð hún mér annað sæti, þar til ég fengi bás. Það voru fjórir básar við aðra hlið herbergisins, meter á breidd og lik- lega svo sem einn og sextíu á lengd; trébekkur með ann- arri hliðinni og yfir honum spegill, fatahengi sömu meg- in nær dyrunum hinum megin. Svo losnaði bás, ég í hann og úr að ofan. Rétt að því loknu voru opnaðar innri dyrn- ar og læknir bauð mér inn að ganga, lágvaxinn, þybbinn, snaggaralegur og einn af þeim, sem ekki gera mann feim- inn. Herbergið var svo að segja myrkvað, samt greindi ég stólinn sem hann bauð mér í, hásæti með tröppu upp í, hafði varla tyllt mér þar, þegar hann sagði mér að koma og fór með mig í herbergi sem var alveg koldimmt. Þar sagði hann mér að snúa fram og fara inn í einhverja vél, ég sá ekkert hvað ég var að gera en gerði eins og ég hélt ég ætti að gera; hann skorðaði mig af milli tveggja hlemma og hreyfði þann fremri til á mér, þreif í handlegg- ina á mér og kippti í, svo ég varð eins og kýr með fram- skotu, sagði mér að snúa mér við og gerði eins við mig að aftan. Svo sagði hann allt í lagi, það væri ekkert i lung- unum á mér, þau væru hrein og fín. Ég þakkaði fyrir mig og fór aftur í fötin, líðanin var líkust því ég hefði verið þyrstur en siðan fengið framúr- skarandi gott lindarvatn að drekka. Ég gekk léttum og fjaðurmögnuðum skrefum fram afgreiðslusalinn og út og fann hvað loftið var tært og hreint. Ég stanzaði við næstu búð og fékk mér litinn Roi Tan vindil í tilefni dagsins. Þegar ég fór að skoða mataræðisfyrirmælin, koms ég að raun um, að ég mátti ekkert kjötkyns borða næstu 6 dagana og ekkert, sem blóð var í. Fiskablóð er þó ekki talið með blóði. Þetta var nokkur hængur, því ég hafði gert ráðstafanir til að komast á pressuballið, og bauð í grun, að þar myndi verða kjöt á borðum. Ég hringdi því í Guðrúnu og bað leyfis að byrja kúrinn tveim dögum fyrr, svo ég mætti éta vild mína á pressuballinu. Það var auðsótt mál. Og er síðan ekki að orðlengja um kúrinn. Það gekk von- um framar að halda blóðbindindið, utan hvað mig dreymdi eina nóttina að ég væri að vaða í rúllupylsum og niður- skornu hangikjöti upp að hnjám og át og át og át og át. Meira að segja svo, að daginn eftir var ég ekki laus við grun um, að mér hefði orðið eitthvað á í kúrnum. Ef ein- hver draumasérfræðingur les þessar línur, hefði ég gaman af að fá skýringu hans á fyrirbrigðinu. — Innheimta sýnis- hornanna, sem ég hafði haft nokkrar áhyggjur af, gekk mætavel og var alls ekki sá vandi, sem ég hafði ímyndað mér. Svo kom að sjálfri rannsókninni. Einhvers staðar innst í hugskoti mínu var eitthvað að þvælast um hnífa og skæri og plástra og sárabindi og sprautur, jafnvel gúmmíslöng- ur og sogdælur. En því var öllu ýtt til hliðar og haldið niðri, ég vissi mig hvergi krankan og þar að auki gaf ég mig fríviljugur í þetta, og því var ekki um annað að ræða en duga ellegar drepast strax. Og ef eitthvað væri að, myndi það uppgötvast í rannsókninni, og meiri líkur að það væri í tæka tíð heldur en ef ég biði eftir sjúkdómseinkennun- um. Og hvað gætu þeir gert við mig núna, sem ekki yrði helmingi meira og verra, þegar eitthvað væri orðið að? Ég ók hægt suður eftir upp úr hádeginu í glampandi sólarbirtu og allir voru í vorskapi. Hlaðið var fullt af bíl- um svo ég ók ofurlítið lengra og lagði hjá kirkjugarðin- um. Svo sporaði ég sólbráðina til baka og gekk settum skrefum suður fyrir húsið og ofan [ kjallarann. Hurðin massíva var lokuð og skápurinn með kvenmanninum einn- ig. Þær voru tvær þarna núna, og virtust ekkert eiga van- talað við mig. Ég fór úr skónum og bræddi með mér, hvort ég ætti að setjast; meðan ég var að því, koma kona, sem ég hafði ekki séð áður, og bauð mér inn til sín. Þetta var lítið herbergi, þrír stólar, skrifborð á norðurveggnum en púlthillur á vestur og suðurveggnum, einhver tæki sem ég ekki þekkti. Öll lítil. Og svo hófst yfirheyrslan. Svo nákvæm, að ég var stundum í vandræðum með að svara. Fátt eitt í liðan minni og hegðun var ekki tekið til meðferðar. Sum atriðin eru svo vanaleg, að maður tekur varla eftir þeim lengur, og það þvælist fyrir manni að rifja upp eitt og annað. Ég er meira að segja alls ekki viss um, að öll svörin hafi ver- ið 100% rétt, ef farið er að grandskoða sannleikann. En ég svaraði samt eins og mér fannst sannast og réttast og konan var afar elskuleg og hjálpsöm. En mig óaði, hve mörgum spurningum um kvilla og þvíumlíkt ég varð að svara jákvætt. Ég, sem gekk alheilbrigður inn í þessa stofnun, var nú orðinn sannfærður um það með sjálfum mér, að ég væri höfuðveikur, bakveikur, magaveikur og vítamínlaus þróttleysingi. Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir því áður, af þvi ég átti engan svona spurn- ingalista. Að lokum hætti hún að spyrja. Hún bað mig að fara úr jakkanum og bretta upp hægri ermina, svo spennti hún breitt poplínbelti um upphandlegginn á mér. Ur því lágu s'öngur tvær, önnur í litinn gráan stokk á borðinu en hin í svarta blöðru, sem hún hélt í hendinni. Svo tók hún hlustarpípu og stakk í eyrun á sér, setti hinn endann í olnbogabótina neðan við poplínbeltið. Siðan tók hún að kreista blöðruna, og beltið þjarmaði þvi meir að upp- handleggnum, sem konan hamaðist meira á blöðrunni. Svo slakaði hún á aftur, herti að og slakaði á víxl, og var loks ánægð. Þessu næst rétti hún mér tvær dulur hvítar og bað mig að fara úr öllum fötunum, hverri spjör, inni i herberginu hinum megin við ganginn, þar sem nálarnar voru geymd- ar og bekkurinn með hnésbótagálgunum. Þar sat svart- hærður læknir í hvítum slopp og sneri við mér bakinu. Konan vísaði mér til afklæðingar bak við forhengið aftan við dyrnar og dró fyrir á eftir mér. Ég afklæddist og tók að atuhga dulurnar hvítu. Önnur var saumuð eins og axlaslá og var að framan með tveim bendlum í hálsmál- ið til að binda á slaufu. Hitt var bara litið lak, bendla- laust. Ég smeygði mér í axlaslána án þess að binda og vafði lakið utan um hinn helminginn af skrokknum. Svo stóð ég þarna og beið, bak við forhengið. Læknirinn hafði gengið fram og stóð einhvers staðar á hjali við konuna. Þeim varð undarlega skrafdrjúgt. Voru þau ekki örugg- lega að ræða með alvöruþunga niðurstöðurnar af yfir- heyrslunni? Ég hélt dauðahaldi í lakið og reyndi að láta axlaslána falla saman að framan, maður er eitthvað svo óumræðilega öryggislaus svona nettó, eins og einn á- gætur vinnufélagi minn kallar það að vera allsber. Eftir því eru fötin bara tara. Loks kom læknirinn og dró tjaldið frá. Bauð mér að setjast og kynnti sig. Jón Hallgrímsson. Viðkunnanlegur ungur maður, rólegur og látlaus í framkomu, með brún Framhald á bls. 31. 22 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.