Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 44
BLACK & WHFTE
Fílter sígarettur
iCOVITCH
Mmmm'
Willie. Þegar Pacco — lætur sér liða
vel, ssgir hann mér marga hluti.
Hann veit, að ég hlusta ekki og
tek ekki eftir, svo hann talar. Hann
er ónægður, ef ég segi jó og nei og
hvernig þó, og ó, þú ert svo snið-
ugur.
— Ertu viss um, að þú takir ekki
á þig áhættu?
— Orugglega ekki, þetta verður
auðvelt.
— Allt í lagi. En farðu ekki svona
stóreygð, eins og þú ert núna. Pacco
gæti farið að velta því fyrir sér,
hvað þú hefðir verið að gera í
kvöld.
— Poh! Þetta var fyrirlitning. —
Pacco tekur ekki svoleiðis eftir mér.
Síminn við rúmstokkinn hringdi,
og hún teygði sig eftir honum, liggj-
andi yfir magann á Willie. Annars
hugar tók hann að ganga með
tveimur fingrum upp eftir hrygg-
lengjunni á henni.
— Já, sagði hún inn i símatrekt-
ina. — Aha! Modesty? Svo varð hún
undrandi á svipinn. — En þetta er . .
hún þagnaði og hlustaði, með at-
hyglishrukku milli augnanna. — Já,
en . . . já, hann er hjá mér . . . Viltu
tala við hann? Þögn. — Allt í lagi.
Eg skal segja honum það strax.
Hún tók símann frá eyranu, starði
á hann, og lagði hann svo á tæk-
ið, og sneri sér við til að horfa á
Willie.
— Þetta var Modesty, sagði hún.
— En svo skrýtin. Hún leyfði mér
ekki að tala. Hún sagði mér að
segja þér að koma starx aftur. Það
er áríðandi. En Willie, hún nefndi
ekki mitt nafn . . . hún kallaði mig
alltaf „Jacqueline".
Fingur Willies námu staðar göngu
sinni upp eftir hrygglengjunni. —
Jacqueline, bergmálaði hann lágt.
— Það var engin undrun í rödd
hans. — Hoppaðu niður, elskan.
Hann sló léft á rassinn á henni. —
Eg þarf að hreyfa mig. Hún stökk
fram úr og fór í innislopp. Willie
snaraði sér í skyrtuna og buxurn-
ar. — Varðandi Pacco, sagði hann.
— Eg vil fá að vita allt, sem hann
veit um mann, sem heitir Gabríel,
og allt, sem hann veit um stóra
sendingu af demöntum. Ertu með?
— Já, Willie. Gabríel og demant-
ar. Ég man það. Einbeitingarhrukk-
an kom aftur, og hún gekk yfir að
glugganum til að laga sóltjöldin,
svo meiri birta kæmist inn.
— Leggðu samt ekki mikla á-
herzlu á það, sagði Willie og fór
í skóna. — Eg vil ekki að Pacco geti
getið sér til . . .
— Willie, komdu hingað! Hún
gerði rifu á sóltjaldið til að gægj-
ast út, og það var ákefð í rödd
hennar. Willie flýtti sér til hennar
og leif í gegnum rifuna. ibúðin var
í blokkarenda, og í sundinu, sem
lá upp með blokkinni og aftur fyrir,
stóð rauð vespa.
— Eg held, að þú hafir verið elt-
ur, Willie! Rödd hennar skalf lítið
eitt: — Þessi vespa. Einn af mönnum
Paccos á hana.
- Hver?
— Chaldier. Hann er frá Alsír og
Sígaretturnar, sem allir hafa beðið eftir
eru nú loksins á markaðinum.
Biðjið um „BLACK & WHITE“
MARCOVITCH
PICCADILLY
LONDON Í
gekk i þjónustu Paccos, eftir að
hann var orðinn einn.
— Heldurðu, að hann haft elt
mig? Eða er hann að líta eftir þér.
— Onei. Pacco hugsar ekki þann-
ig um mig. Ég er hrædd um þig
Wiilie. — Ég veit, að Pacco gerir
vonda hluti.
— Hafðu ekki áhyggjur, elskan.
Hann lagði handlegginn á öxl henn-
ar og þrýsti henni róandi að sér.
— Farðu og gáðu framfyrir húsið,
hvort þú sérð náungann.
Hún trítlaði berfætt burt. Willie
tók upp jakkann sinn. Þetta var létt
vindúlpa með rennilás að framan.
Innan á brjóstinu vinstra megin voru
tvöfaldar skeiðar úr þunnu leðri,
sem héldu hnífunum hans tveim.
Hann hélt á jakkanum, fór inn í
baðherbergið og þvoði sér um
hendur og andlit. Þegar hann renndi
greiðunni í gegnum hárið, sá hann
flösku á hillunni við hliðina á kló-
settinu og tók að glotta. Þetta var
saltsýruflaska.
Nicole kom að baðherbergisdyr-
unum. — Hann er þarna, Willie,
andaði hún stóreyg. — Utan við
kaffistofuna, hinum megin við göt-
una.
— Willie tók upp flöskuna og
renndi henni í jakkavasa sinn. Hann
tók í handlegginn á Nicole og gekk
inn í stofuna. Þaðan sá hann gang-
stéttina hinum megin við götuna,
með nokkrum borðum úti á gang-
stéttinni. Við eitt borðið var lítill
maður með langt, mjótt og hör-
undsdökkt andlit. Hann var í þröng-
um, gulum buxum og dökkgrænum,
þunnum jakka. Sítt hár hans var
vandlega greitt.
— Ég skal slá hann af mér stund-
arkorn, sagði Willie. — Heldurðu
ennþá, að þú getir komið Pacco til
að tala í kvöld, kjúklingur?
— Auðvitað, Willie. Hún hikaði.
— En svo held ég að ég vilji fara
burt. Það er ekki alltaf gaman að
vera hjá Pacco. Mig langar að fara
til Parísar. Kannske London. Hún
tók um handlegg hans. — Heldurðu
að ég geti fengið vinnu í London,
Willie?
— Ætli ég geti ekki séð þér fyrir
einhverju til að drepa timann með.
Svarið var ósjálfrátt, og hún sá að
hann var um allt annað að hugsa.
— Hvenær á ég að hitta þig, til
að segja þér hvað ég hef veitt upp
úr Pacco? spurði hún.
— Segðu bara til, elskan.
— Ég hætti seint í Le Gant Rouge.
Vertu hjá Gamla Markaðinum
hérna, klukkan tvö. Hann er auð-
ur þá.
— Sjálfsagt. Má ég fá lánaða
vespuna þína?
— Hvað sem þú vilt, Willie. Ég
get tekið leigubíl í kvöld frá Juan
les Pins.
— Þú ert indæl. Hann tók um
handlegginn á henni og kyssti hana.
— Sjáumst þá í nótt.
— Allt í lagi. Ég hefði ekkert á
móti því að hitta Modesty líka, ef
hún gæti komið. Hún var svo skrýt-
in í símann, og kallaði mig Jacque-
line.
— Það þýðir, að hún er í vanda.
Ég verð fyrst að sjá um Chaldier,
og síðan sjá til. Bless á meðan elsk-
an.
— Bless Willie. Og viltu . . . Hann
nam staðar við dyrnar og leit aft-
ur.
— Viltu vera fluga, sagði hún á-
hyggjufull.
Willie fór niður stigana og út í
þröngan bakgarðinn. Hann gekk í
gegnum hlið út í sundið, þar sem
^ VIKAN 22. tbl.