Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 3

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 3
mm 'vXvX VfSUR VIKUNNAR Frá útlöndum krían er komin í bæinn kvik oinsog forðum og tíguleg enn, í klassiskri sönglist á sjómannadaginn hún sigraði íslenzka Hrafnistumenn. En fólkið það stritar og fram af sér gengur svo framleiðslan aukizt og bankanna traust, og þeir eru fáir sem fagna því lengur þó fuglarnir syngi hér endurgjaldslaust. í annríki nútimans athafnasviða er ábyrgðarleysi að taka sér hvild, og hamingju okkar og menning skal miða við mál eða tunnur af útfluttri síld. SfiSSSSc RsXJssy Það er mikil gróska í myndlistinni á Islandi um þess- ar mundir og nálega eru samtímis á ferðinni sýningar hjá ungum mönnum, sem mála gersamlega abstrakt og huglægt eða líkt og gömlu meistararnir. Þegar abstrakt-myndlistin barst hingað, urðu miklar deilur og allt að því trúarhiti og margir frumherjanna hafa lát- ið allt annað um sig spyrjast en hvika. Einn þeirra sem um langt skeið hefur málað abstrakt er Sverrir Har- aldsson. Um tíma hefur lítið frá honum heyrzt, en nú Í NttSTll VIKII heldur hann sýningu á vegum Listafélags Menntaskól- ans og kemur á óvart með því að varpa abstraktinu fyrir róða og snúa sér að náttúrunni og landslaginu á ný. Við erum með myndir úr vinnustofu Sverris og spjall við hann í næsta blaði. Annað efni í blaðinu: Þriðji hluti sumargetraunarinnar, þar sem vinningarnir eru hundrað þúsund króna virði af allskonar ferðaútbúnaði. Jarðarfarir hjá heiðingj- um, mjög fróðleg grein eftir sr. Jóhann Hannesson, prófessor, um jarðarfarir hjá Kínverjum og fleira fólki, siði, sem í okkar augum eru sjálfsagt heldur undarleg- ir, þótt þeir séu það Iíklega ekki í augum hlutaðeigandi þjóða. Skemmtileg smásaga og framhaldssögurnar báðar. Frásögn af Barbru Streisand, sem nú kvað vera dýrasti ammtikraftur heims. Grein um íslenzkan hag- leiksma sem sett hefur saman einskonar jeppa úr bílahlutur> frá ýmsum heimshornum. Myndir af fjórða þátttakanda fegurðarsamkeppninnar. Vikan og heim- ilið og sitthvað fleira. Í ÞESSARIVIKU SUMARGETRAUN VIKUNNAR. VINNINGAR: FERÐAÚTBÚNAÐUR Á 100.000 KR. Annar hluti.............................. Bls. 4 LOFTLEIÐAHÓTELIÐ NÝJA. Myndafrásögn . . Bls. 10 FULLKOMIÐ MORÐKVENDI. Smásaga Bls. 12 EFTIR EYRANU ....................... Bls. 14 ANGELIQUE OG SOLDÁNINN. 16. hluti . Bls. 16 HEILAÞVEGINN í KÍNVERSKU FANGELSI. Þriðji og síðasti hluti greinaflokksins . Bls. 18 LEITAÐ AÐ KRABBAMEINI. Blaðamaður Vik- unnar í krabbameinsrannsókn ............. Bls. 20 HÆTTAN Á KRABBAMEINI VEX EFTIR FER- TUGT. Rætt við Bjarna Bjarnason, lækni . . Bls. 23 MODESTY BLAISE. 10. hluti............. Bls. 24 FEGURÐARSAMKEPPNIN. Þriðji þátttakandi. Bls. 25 Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.). Blaðamenn: Sigurð- ur Hreiðar og Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing: blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 3G720. Dreifingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 30. Áskrift- arverð er 400 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. FORSÍÐAN Það er heldur lógt risið á rómantíkinni nú tii dags, og er það líklega óvíða nema I hestamennskunni inni við Elliðarár og víðar, sem hún á sér athvarf ennþá. Af því tilefni er þessi teiknimynd, sem Hall- dór Pétursson hefur gert. HIÍKiíiR í VIKUBYRIUH Nei, nú verð ég að hætta, ég er að bera' inn hádegismatinn. Svefnleysi mitt ágerist — nú get ég ekkl einu. sinni sofið þegar komiö er áð * íótaferSartíma. Þér takið 1 kúbik af vatni .10 kúbikað wiský og .hundrað microgrömm-af > sítrónusafa. A Hve oft á ég að segja þér að washington er með mikið, grátt hár og Lincoln er með skeggið. Eruð þér.eitthva'ð vem,' —■ auðvifað hafðí hann þetta skeggþegar hann kom. VIKAN 22. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.