Vikan


Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 02.06.1966, Blaðsíða 36
NÝTT NÝTT N ÝTT ACCIIHEI ÞARFNAST ENGRAR SNURU LJÓSURDKSTUR er auðveldur rakstur Ef þér viljið fá reglulega mjúkan og þægilegan rakstur, reynið þá Accu- Men STRAX . . . AccuMen fullnægir kröfuhörðustu mönnum hvað rakstur snertir. Sérlega hentug fyrir ferðamenn. Engar áhyggjur af rafmagni eða vatni fyrir raksturinn. LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ EINKAUM- BOÐSMANNI. ItUhak'die jdiömte crwnhlt,ich die ttUönjH. tcun>t crvy^H/f- ENDURHLEÐSLA. Bara stinga raf- hlöðunni í stungu 220 V A.C., og eftir 24 tíma hefur þú f 0—20 rakstra. UMBOÐSVERZLUN BÁRÐAR GUNNARSSONAR, AKUREYRI. UMBOÐSMAÐUR í REYKJAVÍK: SIGURÐUR TÚMASSON, BREKKUSTÍG 8, SÍMI 1-85-11. Hárnákvæmt rakvélarhöf- uð með að- eins 0.315" þykkleika. Fellur vel að Húðinni (og lýsir hana upp). 0 í veg fyrir, að þú náir réttri fingrasetningu. Flestir rhythma- gítarleikarar eru hreinasta hörm- ung. Ég mundi ráðleggja sum- um þeirra hreinlega að hætta þessu — þeir eiga enga framtíð fyrir sér! Hljómleikar . . . Framhald af bls. 14. vel í hinum erfiðu „rhythm og blues“ lögum. Framburður hans er líka til fjrrirmyndar og má segja, að hvert orð hafi komið til skila. Þar kom líka til prýði- legt jafnvægi söngs og undir- leiks. Félagar hans gættu þess alltaf að stilla hljóðfærin aldrei það hátt, að þau yfirgnæfðu sönginn. Mættu aðrar hljóm- sveitir talsvert af þessu læra. í annan stað var sviðsframkomu piltanna um margt ábótavant. Kannske hefur feimni verið um að kenna, en þetta er í fyrsta sinn að þeir koma fram á hljóm- leikum. Raunar á þetta við um allar íslenzkar hljómsveitir og sætir það furðu, því ætla mætti, að þær hefðu lært eitthvað af þeim erlendu hljómsveiturrt, sem hingað hafa komið. Það er allt of algengt að sjá hljómsveitar- menn eins og múmíur á sviðinu, stundum í hinum furðulegustu stellingum. Það vantar þetta smitandi líf og fjör, sem auðvit- að er ekki annað en hluti af þeirri tónlist, sem framleidd er. Þá sjaldan einhver færir sig úr stað er það til að stilla magnara eða hvísla í eyra annars, hvert næsta lag sé. En nóg um það. Hafi Logar ekki áður unnið hylli Reykvískra unglinga, gerðu þeir það svo sannarlega í Há- skólabíói þetta kvöld. Og ekki verður annað sagt, en að þeir hafi átt fyllilega skilið þær á- gætu móttökur, sem þeir fengu. Þessu næst komu Dátar fram á pallinn í sínum nýju, fagurrauðu búningum og minntu óneitanlega á The Kinks, þegar þeir byrj- uðu með laginu ,,1’m on an is- land“. Hinn nýi fatnaður þeirra er annars mikil framför frá dátabúningnum, sem var vægast sagt ósmekklegur. Dátar hafa á tiltölulega skömmum tíma öðl- ast talsverðar vinsældir, en það væri synd að segja, að þeir hafi skapað sér sjálfstæðan stíl, eins og t.d. Hljómar. Hvað um það, þeim tekst oft lygilega vel, að stæla hinar ágætustu hljóm- sveitir, og það fer víst ekki á milli mála, að The Kinks eru í mestu uppáhaldi hjá þeim. Stamlaginu furðulega „My Gen- eration" gera þeir furðulega góð skil og sama er að segja um „Cadilac", en þar er fyrirmynd- in danska bítlahljómsveitin „The Defenders“. Að öðrum ólöstuðum hlýtur Rúnar að eiga mestan þátt í vel- gengni hljómsveitarinnar. Hann er tvímælalaust einhver bezti (ef ekki bezti) beat-söngvari okkar nú. Auk þess kemur hann vel fyrir á sviði, en það verður því miður ekki sagt um þá Jón Pétur og Hilmar, — það er eins og þeir bræður detti stundum út úr hlutverkinu, ef svo mætti segja, en þess á milli taka þeir fjörkippi, eins og ótamdir folar. En eins og áður segir er slík sviðsframkoma engin ný bóla. Reyndin er nefnilega sú, að góð sviðsframkoma hefur oft og tíð- um eins mikið að segja og mús- ikin sjálf. Athygli vakti góður tvísöng- ur þeirra Rúnars og Jóns Péturs. Framburður þeirra á enskum textum mætti þó vera betri. Dát- ar ættu fortakalaust að færa sér betur í nyt sönghæfileika Jóns. Hilmar er traustur sólóleikari og Stefán við trommurnar stend- ur alltaf fyrir sínu. Að öllu samanlögðu eru Dátar einhver skemmtilegasta beat- hljómsveitin um þessar mundir. En mikið skelfing væri það þakkarvert, ef þeir drægu ögn úr hávaðanum. Það er ekki laust við að maður óski þess stund- um að geta rifið af sér eyrun og stungið þeim í vasann! Nú var röðin komin að brezku hljómsveitinni The Hollies. Þeim var auðvitað fagnað með tilheyr- andi gólum og hríni, klappi og stappi. Þeir voru fljótir í gang, varla komnir inn á sviðið, fyrr en þeir voru komnir af stað með fyrsta lagið. Það vakti nokkra furðu og jafnframt vonbrigði margra, að mörg laganna á efnis- skrá þeirra voru gömul og út- jöskuð. Nefna má lagið „What did I say“, sem The Swinging Blue Jeans fluttu í Austurbæjar- bíói um árið. Hin eilífu hvatn- ingarorð þeirra til viðstaddra um að segja „je“ voru líka bros- lega neyðarleg og hvimleið, einkum þegar haft er í huga, að töluverður hluti áheyrenda var fyrir löngu kominn af „je- je“ stiginu. Þessi lög af klapp- klapp gerðinni eru að vísu ágæt til að skapa stemningu í upp- hafi hljómleika en þegar þau Og VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.