Vikan


Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 6

Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 6
VOR- OG SUMAR- TÍZKAN ER KOMIN BEINT FRÁ LONDON SUMMA TÍZKAN samanstendur af 4 sniðum af pilsum, buxum og blússum, vesti og blússu- iakka, úr 4 mismunandi efnum og fjölbreyttu litavali, sem þér getið valið saman eftir yðar smekk. Frjólsræði er lykilorðið að SUMMA VOR- OG SUMARTÍZK- UNNI í ÁR. — Frjólsræði í hreyf- ingu — Frjálsræði í vali lita og sniða. — Frjálsræði í samsetn- ingu. w SUMMA TÍZKAN beint frá Lon- don gefur ótal tækifæri — Fyrir ótrúlega lágt verð getið þér eignast fullkominn klæðnað fyr- ir sumarið, hvort heldur til ferða- laga innan lands eða utan. ÁHUGASAMUR UM KVIKMYNDIR. Kæra Vika! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott, og þá sérstaklega fyrir framhaldssögurnar. Að undan- skilinni þessari frönsku „DALA- LÍF“, Angelique. Nú hefur það verið vani ykk- ar, að ef framhaldssögurnar hafa verið kvikmyndaðar, þá hafið þið birt myndir úr þeim með textanum, og er það vel. Einn- ig upplýsingar um hvar þær verði sýndar. En nú brá svo við, að tvær mjög góðar sögur, urðu ekki þessarar þjónustu aðnjótandi. En báðar voru kvikmyndaðar með- an þær voru í birtingu í Vik- unni. Vil ég því gjarnan gefa þessar upplýsingar um myndirnar, fyr- ir þá sem vilja, en þeir eru marg- ir, að ég tel. „Fangaráð í flutningalest" var kvikmynduð og framleidd á síð- asta ári, undir nafninu „Von Ryans Express", af Mark Rob- son. Frank Sinatra og Trevor How- ard fóru með titilhlutverk. „Modesty BIaise“ er nýlokið við að taka. En leikstjóm þar annaðist hinn heimsfrægi Joseph Losey (Þjónninn, Fyrir kóng og föðurland o.fl.), og verður örugg- lega gaman að vinnu hans í þess- ari góðu njósnasögu. Með aðalhlutverkin fara hinir heimsfrægu leikarar Monica Vitti, Dirk Bogarde og Terence Stamp. En myndin verður frum- sýnd núna á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Báðar þessar myndir eru tekn- ar af 20.TH CENTURY FOX kvikmyndafélaginu og verða því báðar sýndar í Nýja Bíó, þegar þar að kemur. Vildi ég því biðja þig Vika mín, að reyna að fá myndir með sög- unni úr kvikmyndinni, einnig langar mig að vita hvort þið get- ið ekki haldið áfram með þáttinn um næstu kvikmyndir í bíóun- um. Síðan þakka ég birtinguna. Ég veit að skriftin er afleit. Sæbjörn. Þótt við höfum stundum birt myndir úr kvikmyndum með hlutaðeigandi framhaldssögum, þá er það langt í frá nokkur meg- inregla hjá okkur. Og því miður getur ekki orðið úr því að við höldum áfram með þáttinn um næstu kvikmyndir í bíóunum. Ástæðuna getum við varla ver- ið að tilgreina, enda mun hún flestum óskiljanleg. EFNI BLAÐSINS. Bergi 8.—5. 1966. A sunnudögum og á öðrum frí- dögum, þegar veður er þannig, að ekki er skemmtilegt að vera úti, eins og oft hefur viljað vera þennan snjóþunga vetur, þá tek ég oft Vikuna í hönd og les mér til afþreyingar. Vikan er að ég tel, gott blað og sennilega víð- lesnasta blað landsins, ef frá eru talin hin pólitísku dagblöð. Það er því skaði, að hún skuli ekki geta verið vandaðri að útliti en raun ber vitni, svo hún sé sam- keppnisfær við hin útlendu, ó- dýru blöð, sem hér er að fá, því efnislega stendur hún þeim fylli- lega á sporði. En þó ég telji Vik- una gott blað, þá er í blaðinu hitt og annað, sem ég tel fremur heyra til hinna svokölluðu sorp- blaða. Og ef ég fletti Vikunni frá áramótum þá flokka ég eftirtald- ar greinar og frásagnir í þann hóp: Skjaldmeyjarnar í Dahomey, Englar helvítis, Slasaður í frum- skógi. Þannig greinar tel .ég Vik- unni ekki samboðið að birta, því ég held að hún hafi nóg af betra efni. Þá sný ég mér að smásög- unum. Mér finnst þær margar hverjar lélegar. Þær eru snauðar kímni, spennu og góðúm stíl. Að vísu eru þær ekki allar með því marki brenndar en meiri hlutinn er lélegur og það eru fleiri en ég sammála um það. Og ef ég fletti blaðinu frá áramótum, þá eru eftirtaldar sögur mjög lé- legar: Ai, þessi ást, Bless Mollý, Hver var Bunny Berigan, Sagði ég að það væri fundið, Dóttir okkar er boðin út og Draumur og veruleiki. Hinar sögurnar eru flestar bragðdaufar og falla sennilega betur í geð gömlum piparjómfrúm. Þó eru neistar í sögum, eins og t.d. Beztu árin, Aðeins óþekktur gestur og Ör- lagarikt fall. Það er einkennandi hve fáar sögur birtast eftir innlenda höf- unda (aðeins ein frá áramótum). Er það tilfellið, sem ég las í póst- inum fyrir nokkru, að þeir væru ekki samkeppnisfærir við þessa útlendu ruglritara? Það tel ég g VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.