Vikan


Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 7

Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 7
hæpið. Ætli það sé ekki hitt að þið sleppið betur með greiðslu til þessara þýddu sagna. Þið þýð- ið þær sjálfir eða einhverjir gæð- ingar, sem þið hafið á hægra brjóstinu. Það er kannske skilj- anleg, þar sem pappírstollurinn æt!ar að tröllríða ykkur. Þá kem ég næst að ýmsum samtölum og myndagreinum. Þær eru allar góðar yfirleitt og þær les ég mér til óblandinnar ánægju. Mér finnst myndagreinarnar, sem þið hafið birt frá vinnustöð- um skemmtilegar og væri gam- an að fá fleiri slíkar. Hvernig væri að ferðast meira út á land og rabba við fólkið í hinum van- þróuðu sjávarplásum og taka myndir af gömlum beituskúrum og viðgerðum bárujárnshúsum? Af sérstaklega góðum greinum langar mig til að telja upp: Sam- talið við Stefán Jónsson (Hjalta litla), Viðtalið við Matthías Jo- hannessen, aðallega vegna þess að greinarhöfundur þjarmar þar skemmtilega að þessum svoköll- uðu atómskáldum. Ég myndi viija kaila þau gerviskáld. Grein- in um Verðbólguna er góð og sömuleiðis greinin Stiklað á steinum. Greinarnar í fullri ai- vöru eru ávallt góðar og sumar ágætar. Greinar Dags Þorleifs- sonar eru fullar fróðleiks en mér finnst þær fremur þurrar. Myndasögurnar, að frátöldum Binna og Pinna, eru ágætar en segið mér, hvað varð af Júllu Jóns? í lokin langar mig til að drepa á eitt. Þið hafið gert talsvert að því, að heimsækja fólk inn á heimili þess og tala við það og taka myndir af híbýlunum. Allt er þetta yfirleitt vei þekkt fólk og skemmtilegt og húsin rík- mannlega búin, svo það er greini- Jegt að margir hafa nóg af þeim kringlóttu, þótt tímakaupið sé lágt. Þetta sýnir glöggt, hve mik- il stéttaskipting ríkir hér á landi, það þarf ekki að segja mér að fólk með miðlungstekjur geti tekið sér tíma til þess að stunda skíðaíþróttir, hvenær sem er, eða kostað sig til náms í tungumál- um. Svo er verið að tala um að sumt fólk noti vel tímann. Ja, heyr á endemi. Ætli venjulegur launþegi hafi nokkurn tíma frá vinnu, annan en þann, sem not- aður er til hvíldar og svefns. Ég held þið ættuð að heimsækja einn eða fleiri slíka. En þið fengj- uð sennilega ekki myndir af fá- gætum safngripum eða salar- kynni úr harðviði og hlöðnu grjóti. Að lokum langar mig til að minnast á eitt og það er, hve máttarstólpar þjóðfélagsins eru ófeimnir að láta mynda sig í ann- arlegu ástandi. Ef þið viljið fá betri útskýringu á þessu, þá flett- ið upp á bls. 4—5 í 14. tbl. Vik- unnar 1966. En sem sagt, þegar öll kurl koma til grafar er Vikan ágætt blað og á vonandi eftir að batna og stækka að vizku og vexti. Jón. SVAR TIL EINNAR ÖRVÆNTINGAR- FULLRAR. Sé strákurinn þinn eins einstak- lega fínn eins og þú segir, þá finnst mér fráleitt að láta smá- atvik eins og þetta, sem þú lýst- ir, verða til þess að gera enda á sambandi ykkar. Því ráðlegg ég þér eindregið að láta eins og ekkert hafi skeð og taka að nýju upp samband við piltinn, svo fremi þú sért viss um að hann hafi einhvern áhuga á því sjálf- ur. BLÚM VIKUNNAR Frú ein, í þorpi norður í landi, varð eitt sinn fyrir því að finna rottuskit í brauði sem hún hafði keypt í bakaríi staðarins. Varð- veitti hún saurindin og fór með þau á fund sýslumannsins á staðnum, og skýrði frá hvar hún hefði fundið þau. Sýslumaður boðaði bakarann þegar á sinn fund, og kom hann að vörmu spori. Sýslumaður hafði þá lagt það, sem stúlkan hafði komið með, á hvíta pappírsörk á borð- inu fyrir framan sig, og spurði nú bakarann, hvort rétt væri, að hann blandaði framleiðsluvöru sína þvílíkum óþverra. Bakarinn þreif molann af örk- inni, leit á hann sem snöggvast, stakk honum upp í sig, kjamsaði á og renndi siðan niður. „Nei, blessaður vertu“, sagði hann við yfirvaldið. „Þetta er bara brennd rúsína". J.J. Fyrsta fflokks frá FÖNIXs ATLAS KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING cr aðferðin, þegar geyma á matvæli stuttan tíma. Þetta vita allir og enginn vill vera án kæliskáps. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga fróst, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar gcyma á mat- væli langan tíma. Æ fleiri gera sér Ijós þægindin við að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betri mat, mögu- leikana á því að búa \ haginn með matargerð og bakstri fram í tímann, færri spor og skemmri tfma til innkaupa — þvi að „ég á það f frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrfr með hinni snjöllu „3ja þrepa froststiUingu", sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti í frystihólfinu, án þess að frjósi ncðantil f skápnum; en cinum er skipt f tvo hluta, sem hvor hcfur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan með sér kuldastilUngu og alsjálfvirka þfðingu, en frysti að neðan með eigin froststUlingu. iinnfremur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystikista og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæliskápa í herbergi og stofur. Þér getið valið um viðartegundir og 2 stærðir, með eða án vfnskáps. MuniS ATLAS einkennin: ☆ Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit. Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. * Innréttingarmöguleikar með sérstökum Atlas- búnaði. ☆ Sambyggingarmöguleikar (kæliskápur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er Ktið. Fr Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. * Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. Fr 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. Um allt þetta fáið þér frekari upplýs ingar, með þv( að koma og skoða skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. - Sendum um allt land. SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. ———BBB—E——BH5HERraMU», WWllifUIWIIglUm Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:............................................ Heimilisfang: ................................... Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. VIKAN 23. tbl. FONIX L

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.