Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 15
„Fallinn er hann fjögramaki“ Sagt er að bandarískir her- menn, sem falla í hendur Víetkong eða Norður-Víet- nama, þurfi ekki að óttast að illa sé með þá farið, vegna þess að fangaskipti séu komin í gang milli stríðsaðila. Er venja, að Bandaríkjamenn sleppi fjórum Víetkongmönn- Nasista- bæli á Kanarí- eyjum Næststærsta ey Kanaríeyja er. Fuerteventura, sem hefur um 17.000 íbúa og mun lieldur eyði- legur skiki. Engu að síður dett- ur mönnum nú í vaxandi mæli í liug að koma þarna upp túr- istahótelum og baðströndum, sem annars ætti að vera nóg af fyrir á þessum eyjum. En í sambandi við það hefur rifj- azt upp sá kvittur, sem er eng- an veginn nýr, að eyja þessi sé hæli uppflosnaðra nasista, sem þar dveljist í skjóli Francos. Hafi Fuerteventura verið valin til þessa hlutverks sökum þess, að hún sé hæfilega afskekkt en þó í þægilegri nálægð við Evrópu. Meðal dvalargesta á eynni lief- um, sem þeir hafa handtekið, fyrir hvern einn sinna manna. A myndinni sést norður- víetnömsk hjúkrunarkona vera að líma plástra á einn slíkan fjögramaka, sem skot- inn hefur verið niður við loft- árás og meitt sig eitthvað í fallinu. ur verið nfendiír Martin Bor- mann, en það telst varla til tíð- inda, því þessi fyrrverandi stað- gengill Hitlers liefur alltaf ver- ið að „sjást“ á öllum mögulegum stöðum í heiminum allt frá því að hann svarf í stríðslokin. Ann- ar kunnur nasi, sem nefndur hef- ur verið í þessu sambandi, er Otto Skorzeny, sem Bretar und- ir lok heimsstyrjaldarinnar köll- uðu „hættulegasta mann Evrópu“. Vitað er, að hann hefur nokkr- um sinnum heimsótt Fuerteven- tura. Skorzeny er nú fimmtíu og átta ára að aldri og við hesta- heilsu, en litillega farinn að grána fyrir hærum. Frægasta af- rek sitt vann hann í stríðinu 1943, er hann náði Mussolini úr klóm Itala þeirra, er þá höfðu gert uppreisn gegn Ieiðtoganum og geymdu hann fanginn á fjalls- tindi. Skorzeny, sem er alsettur örum í framan eftir aðskiljanleg hreystiverk, sat um þriggja ára skeið í fangelsi lijá Bretum, en slapp að Iokum úr klóm þeirra og flýði til Spánar, þar sem Fran- co tók hann persónulega undir sinn verndarvæng. Síðan þá hef- ur stormsveitarforinginn fyrrver- andi gerst bissnissmaður á al- þjóðamælikvarða, hefur viðhafn- armikla skrifstofu í Madríd og á sextán herbergja Iúxusvillu í fr- landi. Sagt hefur verið, að hann hafi líka launað Franco gestrisn- ina með því að skipuleggja fyrir hann leynilögregluna og þá eink- um spænsku gagnnjósnaþjónust- una. í fyrra var haft eftir ísraelsk- um heimildum, að liugsanlegt væri að Skorzeny hefði liönd í hagga með leynilegum nasista- félagsskap, sem kallast Könguló- in og hefur á seinni árum Iagt það fyrir sig að smygla stríðs- glæpainönnum út úr Þýzkalandi. Félag þetta kvað njóta fjárliags- legs stuðnings frá ýmsum iðju- höldum þýzkum, sem enn hafa vissa samúð með nasistum, þótt þeir fari vel með. Samkvæmt þýzkum skýrslum hefur félagið smyglað út að minnsta kosti fimm hundruð nasískum stríðs- glæpamönnum, aðallega til Eg- yptalands, þar sem Nasser tek- ur góðfúslega við þeim. En sum- ir hafa kannski farið til Fuerte- ventura. Lín Píaó, hershöfðingi, gegnir þegar mörgum mikilvægum em- bættum í kínversku stjórninni og er talinn líklegur eftirmaður Maós. Efftir- maðui* Maos? Nú géngnr sá orðrómur fjöll- unum hærra, að Maó Tse- túng, hinn sjötíu og þriggja ára gamli leiðtogi Kína, sé alvarlega veilcur og eigi skammt eftir. Engin stað- festing hefur að vísu fengizt á þessum orðrómi, en engu að síður eru menn á Vestur- löndum þegar farnir að geta sér til um líklegasta eftir- mann hans. Hafa þeir Líú Sjaó-tsí, forseti, og Sjú En- læ, forsætisráðherra, báðir verið nefndir í því sambandi. En upp á síðkastið verða æ fleiri til að stinga upp á Lín Píaó, sem er hermálaráðherra og þess utan aðstoðarforsætis- ráðherra. Hann er miklu yngri en hinir tveir — tæplega sex- tugur — og er talinn hafa hækkað mjög í áliti Maós undanfarið. Ekki er gert ráð fyrir að Kínverjar verði frekar við- mælandi á alþjóðavettvangi þótt Lín þessi taki við af Maó, enda rækilega alinn upp i anda gamla leiðtogans. Hann mun um hríð hafa stjórnað hersveitum Kínverja í Kóreu, á dögum stríðsins þar. VIKAN 23. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.