Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 17
 I Hver er Barbra Streisand? Hún er stjarnan sem náð hefur skjótustum frama og vinnur sér inn meiri peninga en hún hefur tök á að telja. En hún er líka ósköp mann- leg stúlka, sem ennþá hefur mikið dálæti á því að borða hamborgara, og álítur hjóna- bandið stærsta sigur sinn hingað til. Hér er Barbra að hlusta á hljómplötu, sem hún hefur sungið inn á, Hún skýlir sér með silfurrefakápu. Hún syng- ur á frönsku og fágar hvert einasta orð og tón. Þótt Barbra Streisand. sem er aðeins tuttugu og þriggja ára, hafi náð þessari gífurlegu frœgð, er hún ennþá vantrúuð á það, og kvelst af vantrausti á sjálfa sig. Hér er hún að horfa og hlusta á sjónvarpsþátt, þar sem hún syngur. Á myndinni til hægri tekur hún fyrir augun: — Þetta er hræðilegt, þetta getur allt fallið urn sjálft sig! dómhörð og ég áður var . . . Hún lítur líka út fyrir að vera í fullkomnu jafnvægi. Hún er klædd dökkbrúnni blússu (hún virðist hafa mikið dálæti á öllum brúnum og rauðum litbrigðum), gráum síðbux- um og svörtum skóm. Hún er ekki mikið máluð, ef litið er burt frá sterkum línum í kringum augun, og hárið er mjög stutt. — Eg lét klippa mig í London, en þegar ég kom heim aftur, sá ég að þessi hárgreiðslustílI var kom- inn hingað líka. Svo rakst ég á sérstaklega duglegan hárgreiðslu- mann í Chicago, hann heitir Fred- rick Glaser, og þegar ég þarf að vera sérstaklega vel greidd, þá fæ ég hann til að koma hingað .... Það bregzt aldrei að þegar hún talar við blaðamenn að fyrr eða síðar láta þeir þess getið að hún sé í raun og veru reglulega lag- leg. Þetta er farið að vekja henni frekar ánægju en gremju. — Fyrst líkja þeir mér við maur, svo kemur öll sagan um stóra nef- ið á mér, síðan er farið að tala um Ijóta andarungann, eða ösku- busku. Mamma mín, sem er ekki ennþá búin að átta sig á velgengni minni, verður alltaf reið, þegar hún les þetta. Ég er alltaf dauðhrædd um að hún segi álit sitt opinber- lega. Einu sinni var sagt í einhverju blaði að ég hefði gervineglur, eins og klær; þá skrifaði hún bréf til blaðsins og skrifaði undir það: „tóamma Barbru". Hvað haldið þér að þeir á blaðinu hafi hugsað, þeg- ar þeir fengu þetta bréf. Hvað ætlar hún að gera, þegar hún er ekki bundin neinum samn- ingum? — Ég veit það ekki. Mig langar til að fara til Evrópu og mig lang- ar líka til að eignast barn. En það er nú ekki hægt í bili, því að ef allt fer að óskum þá á að taka „Funny Girl" á kvikmynd, og svo langar mig l(ka til að halda áfram við leikstarfið. Við tölum svolítið um Hamlet og gerum að gamni okkar,- en allt í einu verður hún alvarleg. — Eg gæti vel hugsað mér að leika Júlíu í „Rómeó og Júlfa". Hver var hún eiginlega og hvað var hún? Það er hægt að líta á hana á svo margvíslegan hátt. — Ýmist sem elskulegt barn, eða þá dekurbarn. Það var gott að þau dóu, hún og Rómeó, annars hefði þetta orðið að engu . . . A borðinu liggja tvær bækur, „Líffærafræði mannslíkamans" eft- ir Gray og „Að vera gyðingamóð- ir". Skyldi hún lesa mikið? — Ég tek tarnir, svo þreytist ég á því. I augnablikinu er ég að lesa tíu bækur samtímis . . . Hún virðist hafa áhuga á mörgu og vera fljót að beina athygli sinni inn á nýjar brautir. Það er eins með loðfeldina. Hún veit ekki sjálf hve marga hún á, eða hefur átt. — Ég er farin að þreytast á loð- feldum, vil heldur eiga kápur með skinnum. Stundum dettur mér f hug Framhald á bls. 50. VIKAN 23. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.