Vikan


Vikan - 09.06.1966, Page 25

Vikan - 09.06.1966, Page 25
vatn. Modesty stóð við eldhúsdyrn ar og neri á sér þumalfingurna, og munnurinn á henni var mjótt, hvlft strik. Enginn sagði neitt. — Ég er ekkert stórhrifinn af að vera notaður fyrir tálbeitu, sagði Tarrant, þegar Willie lagði frá sér kassann og opnaði hann. — Hann hefði getað skotið mig. — Einhver varð að taka áhætt- una, sagði Willie í fortölutón. — Og ég er heigull sjálfur. Hann skar snyrtilega burt ermina af jakka Did- is, síðan skyrtuermina, svo eftir var aðeins nakinn handleggurinn, sem svart hnífsskeftið stóð út úr. Hann lagði aðra höndina á öxl Didis, en með hinni greip hann um hnífsskeft- ið og leit á Tarrant: — Viltu vera tilbúinn með sárabindi, Sir G? Tíu mínútur voru liðnar. Modesty var klædd í pils og blússu með hvíta hanzka og um þumalfingurna var bómull, gegndreypt í norna- barkarlegi. Hagan stóð við glugg- ann með hendur í vösum. Hnefarn- ir voru krepptir. Didi sat með skít- grátt andlit á stól. Hann var með margvafinn handlegginn í fatla. — Hvar kemur hann inn í mynd ina? spurði Tarrant. — Hvergi. Með klaufalegri hand- hreyfingu tók Modesty við sígarett- unni, sem Willie hafði kveikt í fyr- ir hana. — Hann er aðeins tilfaU- andi. Það virðist sem Pacco hafi verið tortrygginn út í Paul og hafi látið fylgjast með honum. Þegar ég kom í Ijós, hugsaði Didi málið og ákvað að negla okkur. En hann vildi hefna sín persónulega, áður en hann gæfi Pacco skýrslu. — Pacco hefur fullt af augum, sagði Willie, sem kom í þessu bili með kaffi á bakka utan úr eldhús- inu. — Það var líka maður á hæl- unum á mér, en ég held, að hann fái ekki heldur tækifæri til að gefa skýrslu. — Hvað gerðirðu við hann? spurði Modesty. — Ég sá um hann í bili, Prins- essa. Annaðhvort hefur löggan sett hann inn fyrir ósiðlega hegðun á almannafæri, eða hann er á spítala. Willie glotti: — Ég er ekki alveg viss um, hvernig saltsýra fer með gömlu f jölskyldugimsteinana. — Talaðu skýrt, Willie vinur. Hann sagði söguna í stuttu máli, og hún sneri sér að Tarrant: — Get- ur þú samið við Deuxieme um þetta? Við viljum, að manninum verði haldið í nokkra daga. Og sama um Didi hérna. Tarrant tók upp símann: — Léon Vaubois gaf mér beint samband við Durand lögregluforingja, ef ég þyrfti einhvern með, sagði hann. — Franska lögreglan er svo vel sett, að lögin hér eru miðuð við að hjálpa þeim í þeirra vinnu. Fimmtán mínútum seinna kom sendibíll frá heildsölufyrirtæki upp að húsinu, og tveir sölumenn fóru með Didi niður stigann með regn- kápu yfir sér. — Þakka þér fyrir kaffið. Tarr- ant reis á fætur og tók upp göngu- stafinn sinn. Hann leit á Modesty: — Mér þykir fyrir því, að þessi til- fallandi aukaliður skyldi koma þér á óvart, sagði hann kurteislega. — Þú mátt alls ekki halda, að mig langi til að vera með nefið ofan I því, sem þú ert að gera, en mér þætti vænt um að fá skýrslu, þegar eitthvað gerist, og þú getur komið því við. — Ertu á Gray d'Albion með Abu-Tahir? - Já. — Við skulum koma þangað til ykkar, þegar við höfum frétt af Nicole. Það verður ekki fyrr en mjög seint. — Ég verð á fótum, og einnig hans hágöfgi, býst ég við. Verið þið þá sæl. Þegar Tarrant var farinn, var löng þögn í stúdíóinu, sem ekkert rauf annað en dempað blístur Willie Garvins í svefnherberginu, þar sem hann tók upp föggur sín- ar. — Hvernig líður þér f höndun- um? spurði Hagan. — Þær verða eins og nýjar eftir nokkrar klukkustundir. — Þú hlýtur að finna afskaplega . til í þeim. — Það getur vel verið, ef ég ætlaði mér það. Hann leit á hana alvarlegur í bragði: — Mér þykir þetta leiðin- legt. Jesús Kristur, mér þykir þetta leiðinlegt. Þegar mér verður hugs- að til þess, að kvikindið sat hér og handlék þig — lék sér að þér. . . — Láttu ekki eins og asni. Hún vísaði þessu umræðuefni óþolin- móðlega frá. — Ég hef kynnzt miklu verru en þessu, og það skiptir ekki máli. Það, sem skiptir máli, er að þú hljópst illa á þig og ég hljóp illa á mig. - Þú? — Auðvitað. Það var spenna í rödd hennar, næstum harka. — Ef ég hefði ekki verið . . . hún yppti öxlum, — afslöppuð eftir að hafa verið í bólinu með þér, hefði ég fundið, að eitthvað var öðruvfsi en það átti að vera. Viltu ná f Willie? Hagan starði á hana um stund. Svo fór hann fram á ganginn og kallaði. Willie kom inn og hélt á hníf f annarri hendi, hnffnum, sem hafði verið dreginn út úr hand- leggnum á Didi; í hinni hendinni var hann með lítið brýni. Um varir hans lék glettnislegt bros. — Þið hefðuð átt að sjá náung- ann á vespunni, sagði hann. — Það var drephlægilegt, Prinsessa . . . — Aðeins andartak, Willie. Ég þarf að spyrja þig um svolítið. Hún leit alvarlega á hann: — Viltu draga þig í hlé? Hann skildi hvað hún átti við, og reyndi ekki að látast. — Taktu þessu með ró Prinsessa, sagði hann rólega. — Ég held ekki, að þú hafir gert þér fullkomna grein fyrir þessu ennþá. Þetta var nokkurnveginn það bezta, sem kom- ið gat fyrir. Hagan sagði veiklulega. — Ekki klappa mér á kollinn, Willie. — Ég er ekki að því. Willie lét ekkert raska ró sinni. Hann tók að brýna hnffinn vandlega, hreyfði brýnið í stuttum hringjum. — Þú lást í þessu félagi. Sömuleiðis Prins- essan. Og eins fór fyrir mér, fyrir ekki ýkja löngu, áður en þetta byrj- aði. Svo nú höfum við öll fengið bakslag, og þá er það úr sögunni. Það er kannske svolftið erfitt, en ef maður fær vond högg í fyrstu lotu, er síður hætta á, að maður verði að þola þau seinna meir. Hagan dró djúpt andann og ætl- aði að fara að segja eitthvað, en Modesty gaf honum bendingu um að þegja: — Þegiðu. Hann meinar þetta. Og Ifklega hefur hann rétt fyrir sér. Hún gekk út að glugganum og stóð þar og horfði út. Hagan horfði á hana og sá spennuna ( líkama hennar slakna smám saman, og harða drættina í andliti hennar mýkjast. Hún andvarpaði lítið eitt, og þegar hún sneri sér frá glugg- anum vottaði fyrir brosi um varir hennar. — Hann hefur rétt fyrir sér, sagði hún einfaldlega: — Héðan í frá er- um við ekki flatfætlingar. En við verðum að flytja héðan, Paul. Ef Pacco hefur sérstakan áhuga fyrir þér, er þetta ómögulegur staður. Geturðu fundið okkur einbýlishús, einhversstaðar fyrir utan borgina? Ekki niðri við ströndina, kannske f Biot eða Valauris. — Vissulega. Eftir nokkrar klukkustundir. Hagan fann til skyndilegs léttis. Það var eins og dökkri þoku hefði verið létt af huga hans, þótt hann hefði ekki getað sagt hvernig eða hversvegna. Willie var hættur að brýna hníf- inn. Hann stóð fyrir framan mynd- ina af Modesty, setti stút á varirn- ar og virti hana fyrir sér með mikl- um áhuga. — Þú ættir að Ijúka einhvern tíma við þetta, Paul, sagði hann alvarlega. — Þú hefur gert þetta vel. Mjög vel. Hann hallaði sér upp að myndinni og snerti næstum mál- aðan fótinn, efst uppi á hægra lærinu. — Hefurðu séð þetta, Prins- essa? sagði hann með aðdáunar- róm. — Hann hefur tekið með litla örið, þar sem ég gróf kúluna út úr þér? 9. Nichole sat og horfði á sig í fyr- irferðamiklum gullslegnum speglin- um við snyrtiborðið. Hún gretti sig af sinni eigin spegilmynd. Hinum megin við stóra, óum- búna rúmið, var Pacco að setja á sig axlahulstrið af George Lawr- ence gerð, sem hélt byssunni á fjöður og aðeins hlaupið sást. Þetta var stórt svefnherbergi, of- hlaðið dýrum íburði. Náttkjóll Nic- hole var bleikur og blár, hálfgagn- sær, fléttaður með knipplingum og borðum. Hún hataði hann. Hún var líka í sokkum, því Pacco vildi hafa hana í sokkum; hún hataði það líka. Pacco renndi sér í nautabana- buxurnar. Hann var stór maður, bar með sér mikið af aukaholdi, og kinnar hans voru of siðar. Hann gekk umhverfis rúmið til Nichole, lagði hendurnar á axlir hennar og kyssti hana á hálsinn. Hún leit á hann í speglinum og brosti. — Nichole, dúfan mfn . . . það er eitthvað að þér. Það var þjáning í augum hans. — Þú hefur ekki ver- ið alveg með sjálfri þér í kvöld. Hann hristi höfuðið dapur f bragði. Nichole var hugsað til sfns eigin litla svefnherbergis og Willie Gar- vins. Hún ýtti því í flýti út úr hug- anum og andvarpaði: — Fyrirgefðu, Pacco. Það var ekk- ert. Ég hef bara áhyggjur af ömmu Framhald á bls. 45. VIKAN 23. tbl. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.