Vikan


Vikan - 09.06.1966, Side 28

Vikan - 09.06.1966, Side 28
ur sig við póstinn, sem að hann var næstum búinn að tólga í sundur hér um órið, þegar að hann ótti ekki aðrar spýtur að tálga. Að ekki sé talað um það, að gluggakistan er líka útskorin, útskorin og slípuð meira að segja. Það var á meðan hann barðist við sjálfan sig eftir að hafa siglt abstraktinu í strand . . Þá skar hann út gluggakistuna og hjó holur með meitli í steinvegginn fyrir neðan. Hann segir eins og til skýringar um leið og hann lætur gómana strjúkast yfir þessi einkennilegu handaverk sín: Þetta var einskonar strfðsyf ir'lýsing gegn beinu línun- um. Ég þoldi ekki allar þessar beinu línur. Ég varð að rúnna þetta svo- lítið af, gera það svolítið mann- legra. Sem sagt; smávegis hliðarspor ut- an dagsskrár. Nú er hinsvegar ekki tími til neins slíks: Sýningin sem hann ætlar að halda á vegum Lista- félags Menntaskólans er staðreynd eftir nokkra daga, betra að láta hendur standa fram úr ermum. Þar verða allar nýju myndirnar hans af útsýninu út um austurgluggann; sumstaðar glampandi hádegissól, formin í fjarlægðinni vefjast saman líkt og í hillingum, en forgrunnur- inn iðar af lífi og litum. Það er samskonar ró yfir þessum myndum og lýsingum Halldórs Laxness af friðsældinni í Brekkukoti, þegar Alfgrímur sat í rænfanginu við bæ- inn á kyrrum sumardögum. Sum- staðar haust: Landið brúnleitt og fölt, himinninn þungbúinn og býr yf- ir þessari sérkennilegu stillu sem stundum verður á haustin. Hann vinnur smátt, nostrar við fletina með fínum pensli, segir: — Mér hefur dottið í hug að skinnið í fingr- unum á mér sé of þykkt, að það þyrfti að vera þynnra til þess að tilfinningin verði næmari. Hann hef- ur lesið að sumir málarar hér noti breiða spaða og máli með vinnu- vettlingum. Hann hristir höfuðið yf- ir þvi. Svo segir hann: — Það verður gaman að vita hvað þeir segja þessir rétttrúuðu. Þeir eru eins og kommarnir í Kína, mega ekki heyra minnzt á neins- konar endurskoðun. Allt skal vera áfram eins og fyrir tíu eða tuttugu árum. — Ég verð kallaður svikari við Málstaðinn, ég veit það, segir hann. — En ég læt mér það i léttu rúmi liggja. Hann ætlar að hafa síðustu ab- straktmyndina með á sýningunni, til þess að menn geti séð, hvernig hann losnaði úr sjálfheldunni. Jafnvel þótt þetta kunni að veikja sýninguna sem heild þá verður þarna um merkilega þróunarsögu að ræða. Það eru miklir og merkilegir sviptivindar i myndlistinni um þess- ar mundir; sízt af öllu er hægt að kvarta yfir því að ekkert gerist og það er guðsþakkarvert að ekki skuli allir á sama báti. Guðmundur Karl vill láta okkur halda, að hann sé einn að gömlu meisturunum; að Framhald á bls. 51. Hverfur aftur tll náttúrunnar vísu, ofanvið alltsaman; landslagið er orðið staðreynd í myndlist Sverr- is Haraldssonar. Lengi vel sjást áhrifin frá spraut- unni: Allt er slétt og felt, mest í Ijósbrúnu og Ijósgráu, unz hann ræðst á flötinn og rýfur hann. Það gerir hann ofur varfærnislega í fyrstu og þá er hann byrjaður að gá að myndefni út um gluggann á vinnustofunni. Það hefur síðan orðið honum sú náma sem ekki þrýtur. Hann sér yfir Smáíbúða- hverfið austanvert, þar sem því hallar niður að Elliðarárvoginum, síðan hæðirnar inn af bænum, hús- um prýddar eða grjóti og sumstað- ar bíða brúnleitir flákarnir eftir því að upp rísi ný hverfi samkvæmt að- alskipulaginu. Bak við allt þetta er svo Vífilsfellið og fjallgarðurinn, en í myndum Sverris er fjarlægðin allt að því tvöfölduð og húsaþyrping- unum í hlíðunum fyrir innan gjör- samlega sleppt. Sverrir kærir sig kollóttan um aðalskipulagið. Þar verður í staðinn eitthvað sem minn- ir á óræktaðan móa en nokkur hús stinga feimnislega upp kollinum inn á móts við Elliðaár. Megináhrifin eru af ósnortnu landi, auðu og tómu. Sama mótivið aftur og aftur. Hann stendur við gluggann, styð- ur sig við póstinn og starir út. Styð- 28 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.