Vikan


Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 29

Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 29
Tíu punda konfekt- kassi Fx-amhald af bls. 12. — Þegar þú ert komin til Chi- cago, elskan, — sagði Lisbet frænka, — ég veit að það er stór borg, en þegar þú ert komin þang- að, datt mér í hug að þú gætir ef til vill reynt . . . Nei annars, það þýð- ir víst ekki neitt, bætti hún við hólf ruglingslega. — Hvað er ekki til neins? sagði ég ókveðin. Það er staðreynd að maður verður að vera dólítið ó- kveðinn við Lisbet frænku. Hún varpaði djúpt öndinni. — Ef þú skildir nú rekast á Cat systur mína, það er að segja, það gæti verið að hún væri ennþá á lífi. Segðu henni, æ, ég veit ekki hvað þú getur sagt henni, elskan mín . . — Fór hún til Chicago? Veiztu það? Eg hélt að enginn hefði vit- að hvert hún fór! — Eg vissi það, viðurkenndi Lis- bet frænka feimnislega. — Eg fékk bréf ffá henni, en það var ekkert heimilisfang sendanda á því, svo ég gat aldrei skrifað henni aftur. En ég sagði engum frá því, vegna þess að hún bað mig um að gera það ekki. Þú gætir reynt síma- skrána, það er að segja ef það er ekki of mikið ómak fyrir þig . . Eg sá mig í anda leita að Cat- herinu frænku í símaskrá Chicago- borgar. — Reyndu að finna Jaunty, hvíslaði Lisbet. — Það var nafn hans, Clifford Jaunty. — Eg skal reyna, sagði ég. — Segðu mér eitt Lisbet frænka, hvað skeði þetta kvöld árið 1910. — Eg hefi verið að hugsa um það sem mig langar til að þú skilir til hennar, ef þú finnur hana, sagði Lisbet. — Segðu henni bara að ég sendi minni elskulegu systur Cat ástarkveðju. Eg hugsa að henni þyki vænzt um það, enda er það ekkert annað sem ég get sent henni, ég á--ekkert annað. Og tárin fylltu augu hennar. Svo sagði hún mér frá konfekt- kassanum. — Cat var heima að passa yngri krakkana þetta kvöld, meðan mamma var á söngæfingu. Pabbi var brautarvörður, eins og þú veizt, og hann var á stöðinni þetta kvöld. Cat hafði beðið um leyfi til að fara á hljómsveitarkon- sert inn í bænum. Mamma sagði að það kæmi ekki til greina, það væri ekki siðlegt fyrir ungar stúlkur að flækjast einar úti á kvöldin! Cat var ekki svo ung, hún var tuttugu og þriggja ára og elzt af þeim sem eftir voru heima. Eg var gift, þegar þetta skeði, og var búin að eignast tvö börn. Eg hugsa að mamma hafi einfaldlega verið orð- in þreytt á því að vera bundin öll þessi ár yfir níu börnum. Henni fannst hún hefði unnið fyrir svo- litlu frelsi og Cat var sú eina sem gat litið eftir yngri börnunum. — Cat brúkaði munn við mömmu þetta kvöld, hana langaði svo ó- stjórnlega mikið á þessa hljóm- leika. Mamma svaraði reiðilega og spurði hana hvort hún væri að reyna að hitta einhvern karlmann í laumi. Cat fór að gráta og grét meðan hún þvoði upp. Lisbet frænka andvarpaði. — Þetta var hræðilegt að hún skyldi standa upp í hárinu á mömmu, en það var oft erfitf að hlýða henni. Yngri systkinin vissu það sem skeði. Cat var að hnoða brauð, þeg- ar barið var að dyrum, svo hún fór til dyra með mjölugar hendur. Það var drengur fyrir utan, með þennan stóra kassa og hann sagði: — Þetta er til Catherinu Masters. Cat sagði: — Það getur ekki ver- ið, frá hverjum er þetta? Allt sem drengurinn vissi var að herra Marble hafði sagt honum að fara með þennan kassa til Cather- inu Masters. Herra Marble hafði fsbúð og seldi líka konfekt í falleg- um kössum. En hann hafði aldrei getað selt þennan stóra kassa, hugsaðu þér, tíu pund! Við vorum vön að horfa á þennan kassa f stóra glugganum. hann var búinn að vera þar J mörg ár. það hafði enainn ráð á að kauoa svona stóran kassa. Þú veizt líkleoa ekki hvaða býðingu konfektkassar höfðu f bá daqa. Þoð var eitthvað táknrænt við stærð þerira. Einu sinni fékk skólasvstir mín fimm punda kassa oq hún fór að gráta, því að hún vissi að ungi maðurinn sem sendi henni kassann, hefði f hvagiu að biðia hennar og það qerði hann. Fg skal segia þér það að svona kassi var heilmikil fjárfesting. Og þarna fékk Cat þennan fræga kassa. sem enainn hafði ráð á að kauoa, hún sem ekki þekkti nokk- urn karlmann. mamma sá fyrir því. Hún burfti að hafa Cat heima. Cat gat ekki hringt til herra Mar- ble. hví að hann hafði engan sfma. Hann var gamall maður oa var að loka búð sinni, ætlaði að flytja úr bænum daginn eftir. H'arta hennar hlýtur að hafa verið að soringa af gleði. Hún þurrkaði hveitið af höndunum f svuntuna sína og settist með kass- ann á hnjánum á stól f dagstofunni, og þar sat hún ennþá þegar mamma kom af söngæfingunni . . . Lisbet frænka sat þögul oa hugs- aði um þetta hræðilega atvik. Hún hafði ekki verið viðstödd siálf, en hún gat vel hugsað sér hvað hafði skeð. Hún ýtti við sjálfri sér og hélt svo áfram. — Mamma skammaði Cat. sagði að hún hlyti að hafa farið á bak við sig. Hún saaði að enqum dytti í hug að senda sið- prúðri stúlku tíu punda kassa af konfekti. Cat rak upp óp oq hljóp út um eldhúsdyrnar, út í skóginn, og það var það síðasta sem til hennar sást. — Þegar lestin, sem var á aust- urleið, kom inn á stöðina, nokkr- um klukkutímum sfðar, var það ein- hver sem sá hana. Hún var í fytgd með karlmanni og þau höfðu eng- an farangur. Þegar hún steig upp í lestina, reif hún svuntuna ar sér AVON VEKUR FEGURÐINA AF DVALA alla þá fegvrð, sem þér vissuð AÐ ÞÉR ÁTTUÐ. Hulin fegurð, sem þér vissuð að þér áttuð, kemur í ljós við snertingu Avon. Blómstrar við snertingu Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju varalita og naglalakka.... Og svo að lokum gerir Avon augna makeup fegurð yðar fullkomna. Það geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti dagsins ljós. Avon LONDON cosmetics NEWYORK VIKAN 23. H>1.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.