Vikan


Vikan - 09.06.1966, Side 33

Vikan - 09.06.1966, Side 33
er hér. Hvorn þeirra vilduð þér tala við? Ég spurði um afann. Þegar hann svaraði var hann há- vær og spurði forvitnislega: — Hver er þetta? — Ég heiti Eloise Wickersham, sagði ég. — Ef konan yðar heitir Catherina Masters, þá er hún afa- systir mín. Það varð alger þögn. Hann hef- ur líklega fengið áfall, hugsaði ég. Svo spurði hann tortryggnislega. — Jæja, svc hún er það. Hvað kemur það henni við? Hverju hafði ég búizt við? Lausn á gömlu leyndarmáli: Hvað varð af Cat frænku? — Elisabeth systir hennar bað mig fyrir skilaboð til hennar, það er allt og sumt, sagði ég til skýringar. — Ég bý í Chicago núna . . . — Ef þú hefur einhver skilaboð til konu minnar, þá geturðu beðið mig fyrir þau. Hvernig á ég að vita að þú sért sú sem þú segist vera? Ég var um það bil að gefast upp, en gaf honum þó skilaboðin. — Lis- bet frænka mín bað mig um að skila ástarkveðju til Cat, elskulegu systur sinnar. Það varð löng þögn, svo sagði hann þunglega. — Það hefur eng- inn kallað hana því nafni síðan hún var barn. — Lisbet frænka var sú einasta sem hún nokkru sinni skrifaði bréf, en hún gat ekki svarað, því það var ekkert heimilisfang sendanda á bréfinu. — Jæja, sagði hann, — jæja þá. Ég skal segja þér hvað ég ætla að gera, stúlka litla. Ég ætla að spurja hana hvort hún kæri sig um að sjá þig. Þú munt aldrei finna hana, ef hún kærir sig ekki um að hitta þig. Nafnið okkar er ekki í símaskránni, við höfum leyninúmer. Sonur minn mun ekki heldur segja þér það, það þýðir ekki að spyrja hann. Segðu mér símanúmerið þitt, ef kon- an mín vill tala við þig, hringir hún mjög fljótlega. Ég lét þetta duga, ég var undr- andi, jafnvel dálítið hrædd. Fimmtán mínútum eftir að ég kom heim, hringdi síminn og ég varð fyrsta manneskjan í fjölskyld- unni sem talaði við hina týndu frænku mína Cat, í fimmtíu ár. Röddin var nöldursleg rödd gamall- ar konu. Hún virtist eins dreissug og eiginmaður hennar, en samt dá- lítið viðkvæmnisleg. — Eru þau öll horfin, öll nema Lisbet systir mín? spurði hún. Og áður en ég gat svarað spurði hún: — Hver bræðra minna var faðir þinn? Svo hélt hún áfram og það var ásökun í röddinni: — Þeir leit- uðu að mér í mörg ár, þeir sendu jafnvel leynilögreglumenn til að hafa upp á mér. En okkur tókst að hylja sporin, Jaunty sá um það. — Hvað ertu að segja, ég vissi ekkert um það, sagði ég undrandi. — Þau létu engan vita af þv(, sagði hún og röddin var bitur. — En það er nú svo langt síðpn þetta var . . . Jæja, ég býzt við að það saki ekki að tala við þig úr því að þau eru öll farin, nema Lisbet; hún gerir ekki flugu mein. Ég tók undir það að Lisbet væri ijúf og góð. — Taktu nú eftir, sagði Cat frænka, mjög ákveðin. — Þú getur komið hingað á sunnudaginn. Ekki samt í hádegisverð, ég er hálf las- in, ég er alitaf með liðagigt, en síðdegis. Ég skal láta Jaunty sækja þig á bílnum. Hvar áttu heima? Ég var hálf hrædd við þetta. Það var eitthvað skuggalegt við Jaunty, eitthvað leyndardómsfullt. Hann hafði hlaupizt á brott með frænku mína og gifzt henni, nýsloppinn úr fangelsi. Mér var ekkert um það að aka með honum í bíl, að ein- hverjum ókunnum stað, jafnvel þótt hann hlyti að vera kominn langt yfir sjötugt. . . — Láttu mig bara fá heimilis- fangið, þá get ég komið, sagði ég við hana. — Það er engin ástæða til að ómaka herra Jaunty. — Þú getur kallað hann Cliff frænda, sagði hún, eins og hún væri að sæma mig miklum heiðri. — Það er ekkert ómak fyrir hann að sækja þig. Það var greinilegt að það þýddi ekkert að þrefa við hana. Það gæti verið að hún væri eitthvað lík hinni ráðríku móður sinni. í sjálfsvörn skrökvaði ég: — Ég á stefnumót við ungan mann á sunnudaginn, ef hann má koma með mér þá get ég komið. — O, það ætti ekki að skaða, sagði hún ákveðin. — Vertu þá til- búin klukkan tvö. Ég gaf henni þá heimilisfang mitt. Þá kom verri vandinn. Ég hafði skilið við Martin í fússi, þrem dög- um áður. Við vorum komin á það stig að ég varð að ákveða hvort ég treysti honum fyrir framtíð minni. Ég var búin að hugsa fram og aftur um öll þau misheppnuðu hjónabönd, sem höfðu verið í fjöl- skyldu minni og það vakti með mér hroll. Hugarangur virtist vera eðli- leg afleiðing hjónabands og ég ósk- aði eftir því af öllu hjarta að finna hamingjuna. Martin hafði sagt að framtíðin yrði sjálf að bera það í skauti sínu hvort menn yrðu hamingjusamir. — Þú verður að trúa á það sjálf, sagði hann, rólegur og brosandi. — Ef þú villt ekki hætta á neitt, þá er þetta tilgangslaust. Ég hafði sagt: — Það er ég sjálf, ég treysti ekki sjálfri mér. Svo fór ég að gráta og hann tór, ef til vill fyrir fullt og allt. En þegar ég hringdi til hans, var hann fús til að fara með mér. Ég sagði honum söguna um Cat frænku cg honum fannst hún hrífandi. — Það er mér mikil ánægja að heilsa upp á þessa hneykslanlegu frænku þína, og ég skal verja þig fyrir þessum hrollvekjandi eiginmanni hennar. — Þau eru ábyggilega skrýtin, RONSON fyrir dömuna RONSON fyrir herrann RONSON fyrir heimiiiö RONSON KVEIKJRRI er tilvalin tækifærisgjöf WORLD'S GREATEST LIGHTERS VIKAN 23. tbl. gg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.